Erlent

Sprengingar á flugeldamarkaði í Mexíkó

Eldur olli töluverðum sprengingum á stærsta flugeldamarkaðinum í Mexíkó í gærkvöldi. Fjölmargir sölubásar í Tultepec, skammt utan við Mexíkó-borg eyðilögðust þegar flugeldarnir fuðruðu upp.

Mörg hundruð slökkviliðsmenn börðust við eldinn fram eftir kvöldi og tókst að ráða niðurlögum hans að mestu fyrir miðnætti að staðartíma. Ekki er vitað til þess að nokkur týnt lífi eða nokkurn hafi sakað alvarlega. Einhverjir voru þó fluttir á sjúkrahús vegna reykeitrunar og nokkrir slökkviliðsmenn brenndust lítillega.

Ekki er vitað um eldsupptök að svo stöddu. Sama var upp á teningnum í fyrra þegar eldur kviknaði og læsti sig í sölubása á flugeldamarkaðinum á lýðveldisdaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×