Erlent

Saklaus maður pyntaður í heilt ár

Yfirmaður kanadisku Riddaralögreglunnar hefur beðist opinberlega afsökunar á sínum þætti í því að senda mann af sýrlenskum uppruna til heimalands síns, þar sem hann sætti pyntingum vegna gruns um að hann væri hryðjuverkamaður. Maher Arar, sem er þrjátíu og sex ára gamall tölvuverkfræðingur var handtekinn í New York í september árið tvöþúsund.

Kanadiska Riddaralögreglan hafði beðið bandaríska tollverði um að setja Arar og eiginkonu hans á sérstakan gátlista, og sagt þau vera islamskt öfgafólk með tengsl við Al Kæda. Það var ákvörðun bandarískra yfirvalda að handtaka Arar og senda hann til Sýrlands, þar sem honum var haldið í fangelsi í eitt ár, áður en sakleysi hans var sannað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×