Nýr og betri Vísir.is 9. nóvember 2006 11:38 Nýr, öflugri og stílhreinni Vísir.is birtist landsmönnum í dag eftir gagngera endurskoðun á uppbyggingu, útliti og innihaldi. Stóraukin áhersla er á almennan fréttaflutning, íþrótta- og viðskiptafréttir. Að baki fréttahluta Vísis er 60 manna fréttastofa NFS auk Fréttablaðsins en að jafnaði hafa um tíu þrautreyndir fréttamenn það meginhlutverk að skrifa fréttir á Vísi. Fréttir birtast bæði í textaformi og sem sjónvarpsinnslög sem hægt er að sjá og heyra á netinu. „Nýtt fyrirkomulag fréttaþjónustu á Vísi hefur þegar sannað gildi sitt því Vísir er hvað eftir annað fyrstur með fréttirnar,“ segir Stefán Hjörleifsson framkvæmdastjóri D3, sem er útgefandi vefsins. „Við getum því með góðri samvisku tekið upp hið gamalgróna slagorð Vísir, fyrstur með fréttirnar,“ bætir Stefán við. „Neytendur sækja fréttir í auknum mæli á netið,“ segir Þórir Guðmundsson varafréttastjóri NFS. „Nýtt útlit Vísis gerir okkur enn betur fært að koma fréttum á framfæri, hvort sem um er að ræða hefðbundinn texta, sjónvarpsfrétt eða beina útsendingu af vettvangi atburðanna.“Blogcentral slær metBlogcentral.is sem átt hefur lögheimili á Vísi undanfarin misseri hefur einnig verið stórendurbætt og í síðustu viku var slegið aðsóknarmet þegar ríflega 165.000 einstakir notendur sóttu blogcentral heim. Með nýjum Vísi verður tenging við blogcentral enn nánari.Vísir verður því áfram mikilvægur vettvangur skoðanaskipta og þar verður áfram hægt að blogga, nota frípóst, birta smáauglýsingar, leita að fasteignum, finna sjónvarps- og útvarpsdagskrána og taka þátt í umræðu um málefni dagsins.Vísir – aldrei vinsælli Í síðustu viku sló Vísir eigið aðsóknarmet þegar 231.688 notendur nýttu sér þjónustu vefjarins skv. samræmdri vefmælingu Modernus. Vísir hefur því aldrei verið vinsælli og munar mest um stórbætta fréttaþjónustu sem landsmenn virðast kunna vel að meta. Vísir er nú á áttunda ári og því með eldri vefjum landsins. Um mitt ár var 2004 voru gerðar umfangsmiklar endurbætur þegar vefurinn var endurskrifaður en byggður að hluta á gömlum grunni. Meðal nýjunga á „nýjum Vísi“, voru m.a. VefTV þar sem notendur geta nálgast myndskeið, þætti og kvikmyndir, Mikil þróun hefur verið á vefnum undanfarin og mörk hefðbundins sjónvarps, útvarps og vefmiðla að minnka.Nýr og betri Vísir er því aðeins fyrsta skrefið að stóraukinni þjónustu við notendur vefjarins. Innlent Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Nýr, öflugri og stílhreinni Vísir.is birtist landsmönnum í dag eftir gagngera endurskoðun á uppbyggingu, útliti og innihaldi. Stóraukin áhersla er á almennan fréttaflutning, íþrótta- og viðskiptafréttir. Að baki fréttahluta Vísis er 60 manna fréttastofa NFS auk Fréttablaðsins en að jafnaði hafa um tíu þrautreyndir fréttamenn það meginhlutverk að skrifa fréttir á Vísi. Fréttir birtast bæði í textaformi og sem sjónvarpsinnslög sem hægt er að sjá og heyra á netinu. „Nýtt fyrirkomulag fréttaþjónustu á Vísi hefur þegar sannað gildi sitt því Vísir er hvað eftir annað fyrstur með fréttirnar,“ segir Stefán Hjörleifsson framkvæmdastjóri D3, sem er útgefandi vefsins. „Við getum því með góðri samvisku tekið upp hið gamalgróna slagorð Vísir, fyrstur með fréttirnar,“ bætir Stefán við. „Neytendur sækja fréttir í auknum mæli á netið,“ segir Þórir Guðmundsson varafréttastjóri NFS. „Nýtt útlit Vísis gerir okkur enn betur fært að koma fréttum á framfæri, hvort sem um er að ræða hefðbundinn texta, sjónvarpsfrétt eða beina útsendingu af vettvangi atburðanna.“Blogcentral slær metBlogcentral.is sem átt hefur lögheimili á Vísi undanfarin misseri hefur einnig verið stórendurbætt og í síðustu viku var slegið aðsóknarmet þegar ríflega 165.000 einstakir notendur sóttu blogcentral heim. Með nýjum Vísi verður tenging við blogcentral enn nánari.Vísir verður því áfram mikilvægur vettvangur skoðanaskipta og þar verður áfram hægt að blogga, nota frípóst, birta smáauglýsingar, leita að fasteignum, finna sjónvarps- og útvarpsdagskrána og taka þátt í umræðu um málefni dagsins.Vísir – aldrei vinsælli Í síðustu viku sló Vísir eigið aðsóknarmet þegar 231.688 notendur nýttu sér þjónustu vefjarins skv. samræmdri vefmælingu Modernus. Vísir hefur því aldrei verið vinsælli og munar mest um stórbætta fréttaþjónustu sem landsmenn virðast kunna vel að meta. Vísir er nú á áttunda ári og því með eldri vefjum landsins. Um mitt ár var 2004 voru gerðar umfangsmiklar endurbætur þegar vefurinn var endurskrifaður en byggður að hluta á gömlum grunni. Meðal nýjunga á „nýjum Vísi“, voru m.a. VefTV þar sem notendur geta nálgast myndskeið, þætti og kvikmyndir, Mikil þróun hefur verið á vefnum undanfarin og mörk hefðbundins sjónvarps, útvarps og vefmiðla að minnka.Nýr og betri Vísir er því aðeins fyrsta skrefið að stóraukinni þjónustu við notendur vefjarins.
Innlent Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira