Innlent

Hjúkrunar­fræðingar sam­þykktu samning

Árni Sæberg skrifar
Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.
Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Vísir/Ívar Fannar

Nýr kjarasamningur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga við ríkið hefur verið samþykktur í atkvæðagreiðslu.

Í tilkynningu á vef Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga segir að atkvæðagreiðsla vegna samningsins hafi farið fram dagana 20. nóvember klukkan 12 til 25. nóvember klukkan 12. Á kjörskrá hafi verið 2.870, eða þeir hjúkrunarfræðingar sem fengið höfðu laun samkvæmt kjarasamningi félagsins við ríkið. Alls hafi 81,95 prósent tekið þátt í atkvæðagreiðslunni. Niðurstaðan hafi verið eftirfarandi:

  • Já 85,63%
  • Nei 13,61%
  • Tóku ekki afstöðu 0,77%

Kjarasamningurinn hafi verið undirritaður þann 14. nóvember 2024 og hafi nú verið samþykktur af atkvæðabæru félagsfólki Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og því taki nýr samningur gildi frá 1. apríl 2024 og gildi til 31. mars 2028.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×