Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Jakob Bjarnar skrifar 25. nóvember 2024 11:46 Andri Steinn telur vert að taka skýrt fram að með því að strika Dag út en kjósa annan flokk sé sá hinn sami að gera kjörseðil sinn ógildan. vísir/vilhelm/facebook Andri Steinn Hilmarsson, starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, gerir athugasemd við frétt Vísis sem hann telur geta alið á misskilningi. Hann segir vert að taka vel utan um hvað má og hvað ekki má í kjörklefanum. „Það verður að koma þarna fram að það ógildi atkvæðið að fara eftir þessum fyrirmælum,“ segir Andri Steinn. Andri er að tala um grínaktuga frétt af orðahnippingum Dags B. Eggertssonar frambjóðanda Samfylkingarinnar og manns á Facebook sem spyr hvort hann kunni ekki að skammast sín? Dagur svarar snarlega og hvetur alla kjósendur Sjálfstæðisflokksins til að strika sig út. Brandarar eru eins og að kryfja frosk, þú þarft að drepa hann til þess. En Dagur er þarna að hafa í flimtingum að ef einhver kýs tiltekinn flokk en strikar út frambjóðanda annars lista, þá er sá hinn sami að gera sitt atkvæði ógilt. „Það er fullt af fólki þarna úti sem veit ekkert hvernig þetta gengur fyrir sig,“ segir Andri Steinn. Hann telur ekki úr vegi að útskýra fyrir fólki hvað má og hvað ekki í þessu. Hann er þó ekki á því að það kveði rammt að þessu en hann hafi vissulega heyrt af slíkum tilvikum frá fólki úr talningunni. Og það hefur fréttastofan einnig gert. Til að mynda af manni sem fyrir löngu kaus í Kópavogi Samfylkinguna en lýsti því jafnframt hróðugur yfir að hann hefði strikað yfir Gunnar I. Birgisson oddvita Sjálfstæðisflokksins þar í bæ. Allur er varinn góður. Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Fleiri fréttir Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Sjá meira
„Það verður að koma þarna fram að það ógildi atkvæðið að fara eftir þessum fyrirmælum,“ segir Andri Steinn. Andri er að tala um grínaktuga frétt af orðahnippingum Dags B. Eggertssonar frambjóðanda Samfylkingarinnar og manns á Facebook sem spyr hvort hann kunni ekki að skammast sín? Dagur svarar snarlega og hvetur alla kjósendur Sjálfstæðisflokksins til að strika sig út. Brandarar eru eins og að kryfja frosk, þú þarft að drepa hann til þess. En Dagur er þarna að hafa í flimtingum að ef einhver kýs tiltekinn flokk en strikar út frambjóðanda annars lista, þá er sá hinn sami að gera sitt atkvæði ógilt. „Það er fullt af fólki þarna úti sem veit ekkert hvernig þetta gengur fyrir sig,“ segir Andri Steinn. Hann telur ekki úr vegi að útskýra fyrir fólki hvað má og hvað ekki í þessu. Hann er þó ekki á því að það kveði rammt að þessu en hann hafi vissulega heyrt af slíkum tilvikum frá fólki úr talningunni. Og það hefur fréttastofan einnig gert. Til að mynda af manni sem fyrir löngu kaus í Kópavogi Samfylkinguna en lýsti því jafnframt hróðugur yfir að hann hefði strikað yfir Gunnar I. Birgisson oddvita Sjálfstæðisflokksins þar í bæ. Allur er varinn góður.
Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Fleiri fréttir Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Sjá meira