Erlent

Neðanjarðarlestarkerfi Beijing verður heimsins stærsta

Neðanjarðarlestarkerfi Beijing í Kína verður orðið hið stærsta í heimi eftir nokkur ár. Ætlun Kínverja er að stækka lstarkerfið úr 115 kílómetrum í 273 km fyrir árið 2010 og upp í 561 km árið 2020. þá yrði það orðið stærar en neðanjarðarlestarkerfi Lundúnaborgar sem nú er hið stærsta í heimi.

Þremur nýjum neðanjarðarlestarleiðum verður bætt við kerfið fyrir Ólympíuleikana í Beijing 2008. Tvær neðanjarðarlestarleiðir og tvær léttlestarleiðir mynda kerfið sem stendur.

Sérstökum akgreinum fyrir strætisvagna verður líka fjölgað í borginni, með það að markmiði að 40% ferða innan borgarinnar árið 2010 verði farnar með almenningsfaratækjum. Þá er reiknað mað að 6 milljónir fari með lestunum daglega og 13 milljónir með strætisvögnum.

Beijing hefur átt við sívaxandi umferðarvandamál að glíma í seinni tíð. Áætlað er að bílum á götum boragarinnar fjölgi úr 2,75 milljónum í 3,5 milljónir fram til 2010.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×