Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Lovísa Arnardóttir skrifar 7. nóvember 2024 21:03 Bannið myndi ekki ná til þeirra sem þegar eru á samfélagsmiðlum. Vísir/Getty Stjórnvöld í Ástralíu ætla að kynna lagasetningu sem miðar að því að banna börnum undir 16 ára aldri að nota samfélagsmiðla. Á vef BBC segir að lagasetningin eigi að vera leiðandi fyrir allan heiminn. Haft er eftir forsætisráðherra Ástralíu, Anthony Albanese, að leggja eigi frumvarpið fram á þinginu í næstu viku. Markmið laganna sé að draga úr og koma í veg fyrir þann skaða sem samfélagsmiðlar hafa á börn í Ástralíu. „Þetta er fyrir mömmurnar og pabbana… Þau, eins og ég, hafa miklar áhyggjur af öryggi barna sinna á netinu. Ég vil að ástralskar fjölskyldur viti að stjórnvöld standa með ykkur,“ sagði Albanese um málið. Í frétt BBC segir að bannið myndi ekki ná til þeirra barna sem þegar eru á samfélagsmiðlum. Þá kemur einnig fram að engar undantekningar verða á aldurstakmarkinu fyrir börn sem hafi þó samþykki foreldra sinna. Þá segja stjórnvöld að það verði á ábyrgð samfélagsmiðlanna sjálfra að sýna að þeir séu að gera ráðstafanir til að koma í veg fyrir að börnin hafi aðgang að þeim. Albanese segir að það verði ekki sektir lagðar á notendur og að það verði á ábyrgð Netöryggisnefndar Ástralíu að tryggja innleiðingu laganna. Lögin myndu taka gildi tólf mánuðum eftir að þau verða samþykkt. Í umfjöllun BBC segir að skiptar skoðanir séu á slíku banni. Einhverjir telji skilvirkara að kenna börnum að nota slíka miðla betur. Fyrri tilraunir, Evrópusambandsins til dæmis, til að hindra aðgang að samfélagsmiðlum hafa mistekist eða verið gagnrýndar af fyrirtækjunum sjálfum. Þá séu alltaf spurningar um hvernig eigi að innleiða leiðir sem komi í veg fyrir að börn finni sér leiðir til að komast inn án þess að vera með aldur. Réttindasamtök barna í Ástralíu hafa gagnrýnt bannið og segja að betra væri að stjórnvöld myndu einbeita sér að því að innleiða öryggisstaðla á samfélagsmiðlum. Þá bentu samtökin á að samkvæmt leiðbeiningum Sameinuðu þjóðanna eigi stefnur þjóða sem miði að því að regluvæða netið að miða að því að gefa börnum tækifæri til þess að græða á því að nota það og tryggja öryggi þeirra. Önnur samtök í Ástralíu hafa á sama tíma bent á að börn hafi ekki þroska til að nota samfélagsmiðla fyrr en þau eru í fyrsta lagi 16 ára. Albanese gefur ekki mikið fyrir ábendingar um að fræða börn betur. Það gerir ráð fyrir því að allir séu með sömu völd á netinu. „Ég veit ekki með ykkur en ég fæ reglulega eitthvað í mitt kerfi sem ég vil ekki sjá. Hvað þá einhver 14 ára táningur í viðkvæmri stöðu,“ er haft eftir honum um það á vef BBC. Samfélagsmiðlar Ástralía Börn og uppeldi Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Innlent Fleiri fréttir Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Sjá meira
Markmið laganna sé að draga úr og koma í veg fyrir þann skaða sem samfélagsmiðlar hafa á börn í Ástralíu. „Þetta er fyrir mömmurnar og pabbana… Þau, eins og ég, hafa miklar áhyggjur af öryggi barna sinna á netinu. Ég vil að ástralskar fjölskyldur viti að stjórnvöld standa með ykkur,“ sagði Albanese um málið. Í frétt BBC segir að bannið myndi ekki ná til þeirra barna sem þegar eru á samfélagsmiðlum. Þá kemur einnig fram að engar undantekningar verða á aldurstakmarkinu fyrir börn sem hafi þó samþykki foreldra sinna. Þá segja stjórnvöld að það verði á ábyrgð samfélagsmiðlanna sjálfra að sýna að þeir séu að gera ráðstafanir til að koma í veg fyrir að börnin hafi aðgang að þeim. Albanese segir að það verði ekki sektir lagðar á notendur og að það verði á ábyrgð Netöryggisnefndar Ástralíu að tryggja innleiðingu laganna. Lögin myndu taka gildi tólf mánuðum eftir að þau verða samþykkt. Í umfjöllun BBC segir að skiptar skoðanir séu á slíku banni. Einhverjir telji skilvirkara að kenna börnum að nota slíka miðla betur. Fyrri tilraunir, Evrópusambandsins til dæmis, til að hindra aðgang að samfélagsmiðlum hafa mistekist eða verið gagnrýndar af fyrirtækjunum sjálfum. Þá séu alltaf spurningar um hvernig eigi að innleiða leiðir sem komi í veg fyrir að börn finni sér leiðir til að komast inn án þess að vera með aldur. Réttindasamtök barna í Ástralíu hafa gagnrýnt bannið og segja að betra væri að stjórnvöld myndu einbeita sér að því að innleiða öryggisstaðla á samfélagsmiðlum. Þá bentu samtökin á að samkvæmt leiðbeiningum Sameinuðu þjóðanna eigi stefnur þjóða sem miði að því að regluvæða netið að miða að því að gefa börnum tækifæri til þess að græða á því að nota það og tryggja öryggi þeirra. Önnur samtök í Ástralíu hafa á sama tíma bent á að börn hafi ekki þroska til að nota samfélagsmiðla fyrr en þau eru í fyrsta lagi 16 ára. Albanese gefur ekki mikið fyrir ábendingar um að fræða börn betur. Það gerir ráð fyrir því að allir séu með sömu völd á netinu. „Ég veit ekki með ykkur en ég fæ reglulega eitthvað í mitt kerfi sem ég vil ekki sjá. Hvað þá einhver 14 ára táningur í viðkvæmri stöðu,“ er haft eftir honum um það á vef BBC.
Samfélagsmiðlar Ástralía Börn og uppeldi Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Innlent Fleiri fréttir Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Sjá meira