Erlent

Ræddu brotthvarf danskra hermanna frá Írak

Frá Írak
Frá Írak MYND/AP

Stig Möller, utanríkisráðherra Danmerkur átti í dag fund með Nouri al-Maliki, forsætisráðherra Íraks, og ræddu þeir um möguleikann á að danskir hermenn hyrfu frá landinu á næsta ári. Al-Maliki hefur sagt að Írakar verði reiðubúnir til þess að taka sjálfir við öryggisgæslu í landi sínu árið 2007.

Andstaða í Danmörku við veru hermanna í Írak, fer vaxandi. Þar eru nú um 470 danskir hermenn, sem tilheyra breskri hersveit og eru undir yfirstjórn breskra foringja. Sex danskir hermenn hafa fallið síðan þeir voru fyrst sendir til Íraks árið 2003.

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×