Erlent

Palestínumenn berjast á Gaza

MYND/AP

Til skotbardaga kom í dag milli palestinskra öryggissveita sem tilheyra annarsvegar Hamas samtökunum og Fatah samtökum Mahmouds Abbas, forseta. Bardaginn var háður á Gaza ströndinni og særðust tveir úr liði hvors aðila.

Mikil spenna ríkir meðal Palestínumanna eftir að þrír ungir synir foringja í öryggissveitum Fatah voru skotnir til bana í gær, þegar verið var að keyra þá í skólann. Drengirnir voru á aldrinum sex til níu ára. Abbas hefur sent öryggissveitum liðsauka, víðsvegar um heimastjórnarsvæðið.

Hamas hefur gert slíkt hið sama, og eykur það enn á spennuna og líkurnar á því að til frekari átaka komi milli fylkinganna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×