Erlent

Demokratar að missa meirihluta í öldungadeildinni

Dick Cheney verður oddamaður á þingi, ef Johnson deyr.
Dick Cheney verður oddamaður á þingi, ef Johnson deyr. MYND/AP

Demokratar í Bandaríkjunum bíða nú með öndina í hálsinum eftir að sjá hvort þeir missa meirihluta sinn í öldungadeild þingsins, á nýjan leik. Tim Johnson, öldungadeildarþingmaður, liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi eftir skurðaðgerð á heila.

Demokratar hafa aðeins tveggja sæta meirihluta á þinginu 51 sæti gegn 49 sætum repúblikana. Johnson er þingmaður Suður-Dakota. Reglur ríkisins segja að ef þingmaður þess dettur út af þingi af einhverjum ástæðum, eigi ríkisstjóri þess að tilnefna eftirmann hans.

Ríkisstjóri Suður-Dakota er repúblikani og er talið næsta víst að hann muni skipa repúblikana í staðinn fyrir Johnson, ef til þess kemur. Þá eru flokkarnir jafnir á þingi með fimmtíu sæti hvor.

Oddamaður í þeirri stöðu er, samkvæmt stjórnarskránni, varaforseti Bandaríkjanna, sem er náttúrlega republikaninn Dick Cheney. Þarmeð eru demokratar búnir að missa meirihluta sinn í öldungadeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×