Erlent

Offita að setja Bretland á hausinn

Læknar í bresku heilbrigðisþjónustunni segja að sívaxandi offita þjóðarinnar, geti gert þjónustuna gjaldþrota á næstu árum. Samkvæmt nýjustu tölum er offita meiri í Bretlandi en nokkru öðru Evrópuríki. Þar er einn af hverjum fimm fullorðnum of þungur, og læknarnir segja að það geti farið upp í einn af hverjum þremur, ef ekkert vereði að gert.

Læknarnir hvetja stjórnvöld til að þrýsta á matvælaframleiðendur um að leggja áherslu á minna feitan mat, og hætta að auglýsa óholla skyndibita. Þeir vilja einnig auka fræðslu um næringu og hreyfingu, í skólum landsins.

Ein tillaga þeirra hljóðar á þann veg að símanúmer hjálparlínu verði sett á öll föt sem fara yfir ákveðið mittismál.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×