Erlent

Stóri bróðir snýr aftur

Bretar herða reglur um skilríki.
Bretar herða reglur um skilríki. Úr myndasafni

Bretar ætla að skylda alla innflytjendur sem ekki eru frá Evrópulöndum til þess að skrá líffræðileg auðkenni eins og fingraför og augna-skann, frá árinu 2008. Útlendingar verða að sækja um slík skilríki ef þeir sækja um áritanir til langdvalar í Bretlandi.

Breskir ríkisborgarar munu byrja að fá persónu skilríki árið 2009, en þeir hafa ekki þurft að bera skilríki frá árinu 1952. Þá voru numin úr gildi lög sem sett voru árið 1939, í byrjun síðari heimmstyrjaldarinnar, um að allir landsmenn þyrftu að bera skilríki.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×