Erlent

Kastró hvergi sjáanlegur

Sæti Fídels er hér autt en Raúl bróðir hans, sem nú er við völd á Kúbu, sést á myndinni.
Sæti Fídels er hér autt en Raúl bróðir hans, sem nú er við völd á Kúbu, sést á myndinni. MYND/AP

Kúbverska þingið var sett í dag í fjarveru Fídels Kastró, hins áttræða leiðtoga Kúbu, en hann sást síðast opinberlega í júlí á þessu ári. Kastró var þá hraðað á sjúkrahús vegna „mikilla innvortis blæðinga" og hefur hann ekki komið fram opinberlega síðan.

Margir búast við því að hann eigi ekki eftir að snúa aftur sem leiðtogi Kúbu vegna veikinda sinna en bróðir Fídels, Raúl, hefur stjórnað eyjunni í fjarveru hans.

Þetta ár virðist ætla að verða harðstjórum erfitt því undanfarnar vikur hafa Augusto Pinochet, fyrrum einræðisherra í Chile, og Saparmurat Niyazov, forseti Túrkmenistans, látist og jafnvel íbúar Kúbu búast við því að Kastró muni bætast í hóp þeirra von bráðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×