Söngleikurinn Um miðja nótt 3. janúar 2007 15:45 David Owe, sjónvarpsleikarinn kunni úr Erninum, leikur eitt fjögurra aðalhlutverka í Midt om natten mynd/Guðmundur Thai/Det Danske Teater Á gamlárskvöld var frumsýndur nýr danskur söngleikur, Midt om natten. Midt om natten var hljómplata sem kom út þann 24. nóvember 1983 og er mest selda plata í sögu Danmerkur. Talið er að hún finnist enn á meira en tíunda hverju heimili í Danmörku. Höfundur laganna og aðalflytjandi var Kim Larsen. Efni laganna var allt tengt pólitískri baráttu þessa tíma, íbúðartökufólki og baráttunni fyrir framtíð Kristjaníu. Skömmu eftir útgáfu plötunnar hafði Larsen samband við Erik Balling leikstjóra (79 af stöðinni, Matador, Olsen Banden) og varpaði þeirri hugmynd fram að gera kvikmynd eftir lögunum á plötunni sem varð úr: Midt om natten-kvikmyndin var frumsýnd ári síðar. Nú er Balling fallinn frá en Larsen heldur enn veldissprota sínum sem þjóðargersemi Dana: menn gera því ráð fyrir að söngleikurinn gangi vel. Þetta er dýrðaróður til baráttunnar um manngildi og frelsi, segir leikstjórinn Mikael Fock. Tónlistin er klingjandi rokk með elskulegum laglínum, þéttu undirspili og glæsilegum söng. Hér er borgarstjórnin í Höfn fjandmaðurinn, rokkararnir ráða öllu, og ungt fólk berst við atvinnuleysi. Fjarri eru mál innflytjenda. Fyrir bragðið er yfir sýningunni þrá eftir liðnum tíma. Sýningin er á Det Danske Teater. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem efni úr danskri kvikmynd kveikir söngleik - kvikmyndin Den eneste ene leiddi til söngleiks fyrir tveimur árum sem naut mikilla vinsælda í Danmörku. Hér á landi hefur danskur söngleikur ekki komið á svið síðan Þjóðleikhúsið setti Táningaást eftir Ernst Bruun Olsen á svið á miðjum sjöunda áratug síðustu aldar en á fyrri hluta aldarinnar hafði dönsk dægurlagatónlist mikil áhrif hér á landi. Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Ný hugsun í heimi brúnkuvara Lífið samstarf Fleiri fréttir Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Á gamlárskvöld var frumsýndur nýr danskur söngleikur, Midt om natten. Midt om natten var hljómplata sem kom út þann 24. nóvember 1983 og er mest selda plata í sögu Danmerkur. Talið er að hún finnist enn á meira en tíunda hverju heimili í Danmörku. Höfundur laganna og aðalflytjandi var Kim Larsen. Efni laganna var allt tengt pólitískri baráttu þessa tíma, íbúðartökufólki og baráttunni fyrir framtíð Kristjaníu. Skömmu eftir útgáfu plötunnar hafði Larsen samband við Erik Balling leikstjóra (79 af stöðinni, Matador, Olsen Banden) og varpaði þeirri hugmynd fram að gera kvikmynd eftir lögunum á plötunni sem varð úr: Midt om natten-kvikmyndin var frumsýnd ári síðar. Nú er Balling fallinn frá en Larsen heldur enn veldissprota sínum sem þjóðargersemi Dana: menn gera því ráð fyrir að söngleikurinn gangi vel. Þetta er dýrðaróður til baráttunnar um manngildi og frelsi, segir leikstjórinn Mikael Fock. Tónlistin er klingjandi rokk með elskulegum laglínum, þéttu undirspili og glæsilegum söng. Hér er borgarstjórnin í Höfn fjandmaðurinn, rokkararnir ráða öllu, og ungt fólk berst við atvinnuleysi. Fjarri eru mál innflytjenda. Fyrir bragðið er yfir sýningunni þrá eftir liðnum tíma. Sýningin er á Det Danske Teater. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem efni úr danskri kvikmynd kveikir söngleik - kvikmyndin Den eneste ene leiddi til söngleiks fyrir tveimur árum sem naut mikilla vinsælda í Danmörku. Hér á landi hefur danskur söngleikur ekki komið á svið síðan Þjóðleikhúsið setti Táningaást eftir Ernst Bruun Olsen á svið á miðjum sjöunda áratug síðustu aldar en á fyrri hluta aldarinnar hafði dönsk dægurlagatónlist mikil áhrif hér á landi.
Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Ný hugsun í heimi brúnkuvara Lífið samstarf Fleiri fréttir Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira