Stórskotalið leikara í Legi 10. janúar 2007 15:00 Hugleikur Dagsson, Stefán Jónsson og Davíð Þór Jónsson sameina krafta sína á ný í Legi, en þeir unnu líka saman að sýningunni Forðist okkur. MYND/Valli Stórskotalið yngri kynslóðar leikara kom saman í Þjóðleikhúsinu í gær þar sem fyrsti samlestur á söngleiknum Leg eftir Hugleik Dagsson fór fram. Verkið fjallar um örlög óléttu unglingsstúlkunnar Kötu í Garðabæ framtíðarinnar, en hlutverk hennar er í höndum Dóru Jóhannsdóttur. Hugleikur var hæstánægður með útkomuna. „Þetta leggst alveg svakalega vel í mig, enda er þetta besta lið sem höfundur getur vonast eftir. Leikmyndin er bara tímamótaverk. Hún er listaverk út af fyrir sig og búningarnir ættu að fara á eitthvert catwalk í París,“ sagði Hugleikur, sem vildi þó lítið tjá sig og hefur sett sjálfan sig í fjölmiðlabann eftir að hafa verið nokkuð áberandi á síðum blaðanna fyrir jól. Margt samstarfsfólk Hugleiks úr Forðist okkur, sem Nemendaleikhúsið setti upp í samvinnu við Common Nonsense árið 2005, snýr aftur til verka í Legi. Stefán Jónsson leikstýrir að nýju, Davíð Þór Jónsson sér um tónlistina ásamt hljómsveitinni Flís, og Ilmur Stefánsdóttir gerir leikmynd. „Hann Stefán skilur mig alveg rosalega vel,“ sagði Hugleikur um samstarfið. „Ég lít á hann sem svona síamstvíburabróður.“ Meðal annarra leikara í sýningunni eru þau Atli Rafn Sigurðarson, Halldóra Geirharðsdóttir, Elma Lísa Gunnarsdóttir og Kjartan Guðjónsson, en Leg mun koma fyrir augu landsmanna í febrúar. - sun Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Stórskotalið yngri kynslóðar leikara kom saman í Þjóðleikhúsinu í gær þar sem fyrsti samlestur á söngleiknum Leg eftir Hugleik Dagsson fór fram. Verkið fjallar um örlög óléttu unglingsstúlkunnar Kötu í Garðabæ framtíðarinnar, en hlutverk hennar er í höndum Dóru Jóhannsdóttur. Hugleikur var hæstánægður með útkomuna. „Þetta leggst alveg svakalega vel í mig, enda er þetta besta lið sem höfundur getur vonast eftir. Leikmyndin er bara tímamótaverk. Hún er listaverk út af fyrir sig og búningarnir ættu að fara á eitthvert catwalk í París,“ sagði Hugleikur, sem vildi þó lítið tjá sig og hefur sett sjálfan sig í fjölmiðlabann eftir að hafa verið nokkuð áberandi á síðum blaðanna fyrir jól. Margt samstarfsfólk Hugleiks úr Forðist okkur, sem Nemendaleikhúsið setti upp í samvinnu við Common Nonsense árið 2005, snýr aftur til verka í Legi. Stefán Jónsson leikstýrir að nýju, Davíð Þór Jónsson sér um tónlistina ásamt hljómsveitinni Flís, og Ilmur Stefánsdóttir gerir leikmynd. „Hann Stefán skilur mig alveg rosalega vel,“ sagði Hugleikur um samstarfið. „Ég lít á hann sem svona síamstvíburabróður.“ Meðal annarra leikara í sýningunni eru þau Atli Rafn Sigurðarson, Halldóra Geirharðsdóttir, Elma Lísa Gunnarsdóttir og Kjartan Guðjónsson, en Leg mun koma fyrir augu landsmanna í febrúar. - sun
Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira