Jackson gerir ekki Hobbit 12. janúar 2007 10:00 Peter Jackson þykir miður að mál hans og New Line Cinema sé orðið persónulegt. Deilurnar milli Peter Jackson og kvikmyndafyrirtækisins New Line Cinema hafa blossað upp að nýju eftir ummæli forstjóra fyrirtækisins í sjónvarpsþætti. „Jackson gerir ekki Hobbitann, ekki á meðan ég ræð ríkjum," sagði Bob Shaye, forstjóri New Line Cinema, í samtali við kvikmyndaþáttinn Sci-Fi. Shaye vandaði nýsjálenska leikstjóranum ekki kveðjurnar í sjónvarpsþættinum og sakaði leikstjórann um græðgi og yfirgang. „Hann fékk mörg hundruð milljarða í greiðslur frá okkur og með réttu," sagði Shaye. „En svo snýr hann bara baki við okkur og vill ekki ræða málin heldur fer bara í mál og neitar að hefja samningaviðræður án þess að fyrirtækið láti undan kröfum hans," bætti Shaye við og sagðist aldrei ætla að vinna með Jackson á ný. „Af hverju ætti ég að vilja það? Hann gerir aldrei kvikmynd hjá New Line Cinema aftur, ekki svo lengi sem ég er hér," lýsti Bob Shaye yfir. Jackson er í málaferlum út af greiðslum vegna Hringadróttinssögu við New Line Cinema en hann hafði lýst yfir miklum áhuga á að gera kvikmynd byggða á Hobbitanum eftir J.R.R. Tolkien. New Line Cinema á kvikmyndaréttinn en hún segir frá því hvernig Bilbo Baggins komst yfir hringinn og varðveitti hann í nokkur ár. Lengi vel leit út fyrir að þessi draumur Jacksons yrði ekki að veruleika þar sem New Line Cinema hafði lýst því yfir að Jackson kæmi ekki nálægt verkefninu vegna málaferlanna. Aðdáendur leikstjórans tóku sig í kjölfarið saman og mótmæltu þessari ákvörðun harðlega á vefsíðum sem lauk með því að Jackson og New Line Cinema sömdu vopnahlé en það hefur nú augljóslega verið rofið. Peter Jackson brást strax við ummælunum og sagði í samtali við kvikmyndatímaritið Variety að honum þætti miður að málið væri orðið persónulegt. Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Deilurnar milli Peter Jackson og kvikmyndafyrirtækisins New Line Cinema hafa blossað upp að nýju eftir ummæli forstjóra fyrirtækisins í sjónvarpsþætti. „Jackson gerir ekki Hobbitann, ekki á meðan ég ræð ríkjum," sagði Bob Shaye, forstjóri New Line Cinema, í samtali við kvikmyndaþáttinn Sci-Fi. Shaye vandaði nýsjálenska leikstjóranum ekki kveðjurnar í sjónvarpsþættinum og sakaði leikstjórann um græðgi og yfirgang. „Hann fékk mörg hundruð milljarða í greiðslur frá okkur og með réttu," sagði Shaye. „En svo snýr hann bara baki við okkur og vill ekki ræða málin heldur fer bara í mál og neitar að hefja samningaviðræður án þess að fyrirtækið láti undan kröfum hans," bætti Shaye við og sagðist aldrei ætla að vinna með Jackson á ný. „Af hverju ætti ég að vilja það? Hann gerir aldrei kvikmynd hjá New Line Cinema aftur, ekki svo lengi sem ég er hér," lýsti Bob Shaye yfir. Jackson er í málaferlum út af greiðslum vegna Hringadróttinssögu við New Line Cinema en hann hafði lýst yfir miklum áhuga á að gera kvikmynd byggða á Hobbitanum eftir J.R.R. Tolkien. New Line Cinema á kvikmyndaréttinn en hún segir frá því hvernig Bilbo Baggins komst yfir hringinn og varðveitti hann í nokkur ár. Lengi vel leit út fyrir að þessi draumur Jacksons yrði ekki að veruleika þar sem New Line Cinema hafði lýst því yfir að Jackson kæmi ekki nálægt verkefninu vegna málaferlanna. Aðdáendur leikstjórans tóku sig í kjölfarið saman og mótmæltu þessari ákvörðun harðlega á vefsíðum sem lauk með því að Jackson og New Line Cinema sömdu vopnahlé en það hefur nú augljóslega verið rofið. Peter Jackson brást strax við ummælunum og sagði í samtali við kvikmyndatímaritið Variety að honum þætti miður að málið væri orðið persónulegt.
Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira