Drottningin leiðir kapphlaupið 13. janúar 2007 11:00 Helen Mirren þykir eiga sigurinn vísan fyrir frammistöðu sína í The Queen. Kvikmyndin The Queen fékk tíu tilnefningar til bresku Bafta-verðlaunanna sem tilkynntar voru í gær. Helen Mirren þykir sigurstrangleg fyrir túlkun sína á Elísabetu drottningu í kvikmyndinni The Queen en auk hennar var Stephen Frears tilnefndur sem besti leikstjórinn. The Queen lýsir því á skemmtilegan hátt hvernig Elísabet tókst á við dauða Díönu og þá hálfgerðu múgæsingu sem blossaði upp í Bretlandi vegna þessa. Fast á hæla The Queen kemur James Bond-myndin Casino Royale með níu tilnefningar en Daniel Craig er tilnefndur fyrir besta leik í aðalhlutverki. Myndin hefur farið vel ofan í harða aðdáendur leyniþjónustumannsins og ljóst að Craig hefur blásið á allar gagnrýnisraddir sem sögðu hann óhæfan í hlutverkið. Fátt kemur á óvart hvað tilnefningarnar varðar ef undanskilið er gott gengi Casino Royale en Bond-myndirnar hafa hingað til ekki þótt mikill verðlaunamatur. Flestar af þeim kvikmyndum sem tilnefndar eru sem besta myndin hafa verið orðaðar við Óskarsverðlaunin, svo sem The Departed, Babel og United 93. Kvikmyndarýnirinn Mark Kermode segir að fátt hafi komið sér á óvart. „Þetta er mjög fjölbreytt og mér finnst gaman að því hversu mikla viðurkenningu Little Miss Sunshine fær,“ sagði Kermode í samtali við fréttavef BBC. „Annars virðist engin mynd ætla að tróna á toppnum og þetta verður mjög spennandi,“ bætti hann við. Bafta-verðlaunin verða afhent í Konunglega óperuhúsinu í Covent Garden 11. febrúar. Stephen Fry verður ekki kynnir í fyrsta sinn síðan árið 2000 en enn á eftir að finna eftirmann breska gamanleikarans sem hefur haldið um stjórnartaumana með miklum glæsibrag. Mest lesið Heitustu trendin í haust Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Matur Innblásturinn að gamanhrollvekju kom frá vídeoleigu bæjarins Bíó og sjónvarp Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Kvikmyndin The Queen fékk tíu tilnefningar til bresku Bafta-verðlaunanna sem tilkynntar voru í gær. Helen Mirren þykir sigurstrangleg fyrir túlkun sína á Elísabetu drottningu í kvikmyndinni The Queen en auk hennar var Stephen Frears tilnefndur sem besti leikstjórinn. The Queen lýsir því á skemmtilegan hátt hvernig Elísabet tókst á við dauða Díönu og þá hálfgerðu múgæsingu sem blossaði upp í Bretlandi vegna þessa. Fast á hæla The Queen kemur James Bond-myndin Casino Royale með níu tilnefningar en Daniel Craig er tilnefndur fyrir besta leik í aðalhlutverki. Myndin hefur farið vel ofan í harða aðdáendur leyniþjónustumannsins og ljóst að Craig hefur blásið á allar gagnrýnisraddir sem sögðu hann óhæfan í hlutverkið. Fátt kemur á óvart hvað tilnefningarnar varðar ef undanskilið er gott gengi Casino Royale en Bond-myndirnar hafa hingað til ekki þótt mikill verðlaunamatur. Flestar af þeim kvikmyndum sem tilnefndar eru sem besta myndin hafa verið orðaðar við Óskarsverðlaunin, svo sem The Departed, Babel og United 93. Kvikmyndarýnirinn Mark Kermode segir að fátt hafi komið sér á óvart. „Þetta er mjög fjölbreytt og mér finnst gaman að því hversu mikla viðurkenningu Little Miss Sunshine fær,“ sagði Kermode í samtali við fréttavef BBC. „Annars virðist engin mynd ætla að tróna á toppnum og þetta verður mjög spennandi,“ bætti hann við. Bafta-verðlaunin verða afhent í Konunglega óperuhúsinu í Covent Garden 11. febrúar. Stephen Fry verður ekki kynnir í fyrsta sinn síðan árið 2000 en enn á eftir að finna eftirmann breska gamanleikarans sem hefur haldið um stjórnartaumana með miklum glæsibrag.
Mest lesið Heitustu trendin í haust Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Matur Innblásturinn að gamanhrollvekju kom frá vídeoleigu bæjarins Bíó og sjónvarp Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira