Höfðingleg jólagjöf Baltasars 16. janúar 2007 05:00 Baltasar gaf tökuliði sínu, eftirvinnslufólki, leikurum og helstu aðstandendum Mýrarinnar hundrað þúsund krónur í jólagjöf. MYND/heiða „Þetta lítur vel út. En samt er enginn ofsagróði af Mýrinni eins og hjá bönkunum,“ segir leikstjórinn Baltasar Kormákur aðspurður um hvort Mýrin reynist ekki sannkölluð gullnáma. Baltasar tók sig til og gaf öllum þeim sem störfuðu við Mýrina, tökuliði, eftirvinnsluliði, helstu aðstandendum og leikurum þeim sem ekki voru sérstaklega yfirborgaðir, hundrað þúsund krónur í jólagjöf. Um er að ræða rúmlega þrjátíu manns þannig að þessi rausnarlega gjöf hefur kostað Baltasar og fyrirtæki hans rúmar þrjár milljónir. „Þegar vel gengur þá er rétt að deila því með fólkinu sínu,“ segir Baltasar sem þó vill ekki tala mikið um þessa jólagjöf, eða bónusgreiðslu, né hreykjast af rausn sinni. En vissulega mættu fyrirtæki sem gengur vel taka sér þetta til fyrirmyndar. Fréttablaðið greindi nýverið frá því að Mýrin hefði slegið aðsóknarmet síðan mælingar hófust en síðast þegar fréttist höfðu 84 þúsund manns séð myndina. Ætla má að tekjur af sýningum myndarinnar, brúttó tekjur, séu um níutíu milljónir. Að auki hlaut Mýrin 45 milljónir í styrk frá Kvikmyndasjóði þannig að myndin stendur undir sér og vel það. Og ekki er séð fyrir endann á tekjumöguleikum því Mýrin hefur verið seld til Þýskalands og Skandinavíu. Ekki er þó byrjað að sýna hana þar enn. „Við erum að búa okkur undir það. Þetta fer allt í gang nú fljótlega. Sýningar og frekari sala.“ Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
„Þetta lítur vel út. En samt er enginn ofsagróði af Mýrinni eins og hjá bönkunum,“ segir leikstjórinn Baltasar Kormákur aðspurður um hvort Mýrin reynist ekki sannkölluð gullnáma. Baltasar tók sig til og gaf öllum þeim sem störfuðu við Mýrina, tökuliði, eftirvinnsluliði, helstu aðstandendum og leikurum þeim sem ekki voru sérstaklega yfirborgaðir, hundrað þúsund krónur í jólagjöf. Um er að ræða rúmlega þrjátíu manns þannig að þessi rausnarlega gjöf hefur kostað Baltasar og fyrirtæki hans rúmar þrjár milljónir. „Þegar vel gengur þá er rétt að deila því með fólkinu sínu,“ segir Baltasar sem þó vill ekki tala mikið um þessa jólagjöf, eða bónusgreiðslu, né hreykjast af rausn sinni. En vissulega mættu fyrirtæki sem gengur vel taka sér þetta til fyrirmyndar. Fréttablaðið greindi nýverið frá því að Mýrin hefði slegið aðsóknarmet síðan mælingar hófust en síðast þegar fréttist höfðu 84 þúsund manns séð myndina. Ætla má að tekjur af sýningum myndarinnar, brúttó tekjur, séu um níutíu milljónir. Að auki hlaut Mýrin 45 milljónir í styrk frá Kvikmyndasjóði þannig að myndin stendur undir sér og vel það. Og ekki er séð fyrir endann á tekjumöguleikum því Mýrin hefur verið seld til Þýskalands og Skandinavíu. Ekki er þó byrjað að sýna hana þar enn. „Við erum að búa okkur undir það. Þetta fer allt í gang nú fljótlega. Sýningar og frekari sala.“
Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira