Stóru laxarnir synda í kringum Latabæ 10. febrúar 2007 13:30 „Þetta er auðvitað alveg frábært. Við vorum í skýjunum í fyrra þegar Julianna Rose Mauriello var tilnefnd. Við bjuggumst ekkert frekar við því að þetta gæti endurtekið sig," segir Kjartan Már Kjartansson, upplýsingafulltrúi Latabæjar, en Magnús Scheving og Jonathan Judge voru á miðvikudaginn tilnefndir til Emmy-verðlaunanna fyrir leikstjórn Latabæjarþáttanna. „Tilnefningin er náttúrlega fyrst og fremst mikil viðurkenning fyrir Magnús og sýnir að hann er að gera eitthvað rétt," bætir Kjartan Már við. Emmy-verðlaunin eru hálfgerð Óskarsverðlaun hjá bandaríska sjónvarpsiðnaðinum og er Latibær tilnefndur í flokki barnaþáttaraðar. Kjartan viðurkennir að sú staðreynd að þættirnir hljóti tilnefningu tvö ár í röð hafi vakið stóru laxanna í sjónvarpsiðnaðinum til lífsins. Þeir syndi nú rólega umhverfis Latabæ. Kjartan vildi þó ekkert gefa upp hvort eða hvenær farið yrði af stað í gerð kvikmyndar byggðri á þáttunum en orðrómur þess efnis hefur lengi verið á kreiki. „Við ætlum bara að klára þættina og einbeitum okkur að því. Við erum hins vegar ekkert búnir að loka neinum dyrum," segir Kjartan. Magnús Scheving hefur að undanförnu verið á löngu og ströngu ferðalagi um Bretland. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er nú verið að undirbúa stórt Orkuátak á vegum Latabæjar þar í landi og ættu þau mál að skýrast á næstu misserum. Eins og komið hefur fram í Fréttablaðinu hafa breskir fjölmiðlar mikið velt því fyrir sér hvenær Íþróttaálfurinn og nakti kokkurinn Jamie Oliver muni ná saman en þeir deila því sameiginlega áhugamáli að vilja bæta fæðu breskra barna. Kjartan vildi ekkert tjá sig um málið en aðspurður um hvort ein eða tvær Emmy-tilnefningar myndu ekki liðka fyrir svaraði hann: „Þetta skemmir ekki fyrir." Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
„Þetta er auðvitað alveg frábært. Við vorum í skýjunum í fyrra þegar Julianna Rose Mauriello var tilnefnd. Við bjuggumst ekkert frekar við því að þetta gæti endurtekið sig," segir Kjartan Már Kjartansson, upplýsingafulltrúi Latabæjar, en Magnús Scheving og Jonathan Judge voru á miðvikudaginn tilnefndir til Emmy-verðlaunanna fyrir leikstjórn Latabæjarþáttanna. „Tilnefningin er náttúrlega fyrst og fremst mikil viðurkenning fyrir Magnús og sýnir að hann er að gera eitthvað rétt," bætir Kjartan Már við. Emmy-verðlaunin eru hálfgerð Óskarsverðlaun hjá bandaríska sjónvarpsiðnaðinum og er Latibær tilnefndur í flokki barnaþáttaraðar. Kjartan viðurkennir að sú staðreynd að þættirnir hljóti tilnefningu tvö ár í röð hafi vakið stóru laxanna í sjónvarpsiðnaðinum til lífsins. Þeir syndi nú rólega umhverfis Latabæ. Kjartan vildi þó ekkert gefa upp hvort eða hvenær farið yrði af stað í gerð kvikmyndar byggðri á þáttunum en orðrómur þess efnis hefur lengi verið á kreiki. „Við ætlum bara að klára þættina og einbeitum okkur að því. Við erum hins vegar ekkert búnir að loka neinum dyrum," segir Kjartan. Magnús Scheving hefur að undanförnu verið á löngu og ströngu ferðalagi um Bretland. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er nú verið að undirbúa stórt Orkuátak á vegum Latabæjar þar í landi og ættu þau mál að skýrast á næstu misserum. Eins og komið hefur fram í Fréttablaðinu hafa breskir fjölmiðlar mikið velt því fyrir sér hvenær Íþróttaálfurinn og nakti kokkurinn Jamie Oliver muni ná saman en þeir deila því sameiginlega áhugamáli að vilja bæta fæðu breskra barna. Kjartan vildi ekkert tjá sig um málið en aðspurður um hvort ein eða tvær Emmy-tilnefningar myndu ekki liðka fyrir svaraði hann: „Þetta skemmir ekki fyrir."
Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira