Enginn mátti heyra um fortíðina 18. febrúar 2007 00:01 Rósa Ólöf Svavarsdóttir Rósa segir þann harmleik sem hún og fjölskylda hennar gekk í gegnum ekki eiga að vera skemmtiefni sem skapi óhug en spennu hjá fólki. Fréttablaðið/Anton Brink Rósa Ólöf Svavarsdóttir hefur í hendinni blaðabunka. Á þéttskrifuðum blöðunum má lesa upplifun barnaverndaryfirvalda af henni og bræðrum hennar frá því á miðri síðustu öld. Sögu lítilla barna sem voru send á milli upptökuheimila, upplifðu sára fátækt og ofbeldi en lifðu af. Rósa segir þau systkinin aldrei hafa rætt um þennan hluta bernsku sinnar sín á milli. Upplifanir þeirra séu ekki eitthvað sem fólk eigi að kjamsa á eins og spennandi en óhugnanlegum frásögnum úr fortíðinni heldur eigi að draga lærdóm af því sem liðið er og vinna að því að slíkt hendi börn aldrei aftur. „Ég vil ekki að fólk vorkenni mér. Ég vil að fólk viti hvernig ég komst í gegnum þetta og vinni að því að börn þurfi ekki að ganga í gegnum það sama og ég þurfti að gera,“ segir Rósa. Hún fæddist í byrjun árs 1955, fyrsta hálfa árið dvaldi hún á fæðingardeildinni þar sem móðir hennar var húsnæðislaus. Eftir dvölina þar var hún flutt á heimilið Elliðahvamm sem rekið var af hinu opinbera, þar sem hún var höfð þar til hún varð eins og hálfs árs, þegar móðir hennar fékk húsnæði.Fyrstu minningarnar.Tæplega þriggja ára var Rósa tekin aftur af móður sinni og flutt á barnaheimilið Silungapoll. „Ég var rifin af móður minni. Hent upp í koju í svefnskála og skilin þar ein eftir. Maður sem var að vinna í málningarvinnu í húsinu kom til mín og sagði mér sögu, annars hefði ég verið alein þarna,“ segir Rósa. Henni er umhugað um að skýrt komi fram að móðir hennar hafi ávallt gert sitt besta fyrir börnin sín þótt yfirvöld hafi ekki áttað sig á því. „Það var Svavar, faðir minn, sem var brotamaður í minni fjölskyldu en á hann litu yfirvöld sem helsta styrkleika fjölskyldunnar,“ segir Rósa sem greinilega á erfitt með að minnast föður síns. Hún segir yfirvöld segja að móðir hennar hafi verið undarleg í háttum en þá lýsingu telur hún útskýrast af því að faðir hennar hafi lagt hendur á hana en hún ekki viljað greina frá því eða öðru sem hann gerði öðrum fjölskyldumeðlimum. „Mínar fyrstu minningar eru af því þegar hann misnotaði mig en því vissi enginn af. Hann mismunaði okkur systkinum mikið og allir héldu að ég væri uppáhaldið hans,“ segir Rósa. Því næst dregur hún upp ljósrit af gömlu Vikublaði sem sýnir lítil börn að leik undir fyrirsögninni Munaðarleysingjarnir. Hún bendir á mynd af sér sem lítilli stúlku og bróður sínum Lárusi Birni, eða Lalla Johns eins og hann hefur verið kallaður í gegnum tíðina. „Það voru bæði vetrarbörn og sumarbörn á Silungapolli. Við vetrarbörnin komum úr fátækrahverfum, sumarbörnin voru þarna í skamman tíma og þótti ægilega skemmtilegt. Við vetrarbörnin máttum svo vinka þeim í kveðjuskyni á haustin. Okkar vist var ekki gleðileg og við biðum sífellt eftir því að fá að fara heim eins og hin börnin,“ segir Rósa en árin á Silungapolli vörðu þar til hún var sex ára. Ekki tók þó betra við að vistinni lokinni.Skítug og horuð stelpaRósa var send á upptökuheimili í Reykjahlíð sem vistaði börn á aldrinum sex til sextán ára. Þeirri vist minnist hún sem helvítis. Hún segir forstöðukonu heimilisins hafa verið afar skapstóra og vakið mikinn ótta meðal barnanna. Kærasti forstöðukonunnar var drykkjumaður og dvaldi þar löngum stundum í neyslu. Olli nærvera hans ótta sem leiddi til þess að litlu stúlkurnar sváfu með axlabönd og belti á náttfötum og nærfatnaði. Að auki hafi eldri börnin fengið þau yngri til að stela fyrir sig yrðu þau ekki við skipunum þeirra voru þau útskúfuð úr hópnum. „Í dag ber ég engan kala til þessarar konu sem var yfir Reykjahlíð en við vorum mjög hrædd við hana og þessi kærasti hennar mátti ekki vera þarna,“ segir hún og hryllir við. Þegar Rósa var átta ára fékk hún að fara í heimsókn til móður sinnar. Hún sagði ekkert um það sem á daga hennar hafði drifið í Reykjahlíð en bað um að vera ekki send þangað aftur. Við þeirri beiðni varð móðir hennar þrátt fyrir eftirgangssemi barnaverndaryfirvalda. Níu ára gömul var hún orðin of illviðráðanleg og reið til að móðir hennar gæti haft hana hjá sér. „Ég gekk í lörfum, var horuð, skítug, reið og ljót stelpa. Það eina sem ég hafði ákveðið var að enginn skyldi framar fá að ráða yfir mér,“ segir hún. Þegar Rósa minnist bernskuáranna er ekki laust við að fólk verði smeykt við hana. Svo mikinn sársauka má greina í frásögn hennar. Sú fallega og rólega kona sem Rósa er í dag er þó ekki skammt undan. Sú Rósa kemur vel í ljós þegar tímans í Hlaðgerðarkoti er minnst.Gott fólk„Ég ætlaði ekki að fara en Jónína, sem var formaður Mæðrastyrksnefndar á þessum tíma, var sérstök kona sem var tilbúin í samningaviðræður við mig. Hún spurði mig hvort það væri eitthvað sem mig langaði í. Það eina sem mér datt í hug voru dátabuxur sem þá voru mjög í tísku. Hún samdi við mig að þær fengi ég ef ég bara væri tilbúin að koma og skoða heimavistarskólann að Hlaðgerðarkoti. Henni tókst að koma mér upp í bíl og við lögðum af stað að Hlaðgerðarkoti í Mosfellsdal. Á þeirri leið skipti ég þrisvar um skoðun og jafnoft sneri Jónína við og jafnoft ákvað ég að láta til leiðast. Þannig hófst vera mín í Hlaðgerðarkoti,“ segir Rósa og loks má greina bros í andliti hennar. Rósa viðurkennir að fólkinu sem var yfir í Hlaðgerðarkoti hafi hún verið afar erfið eða eins og hún segir: „Ég gaf mig aldrei og braut gegn öllu. Þrátt fyrir þessi neikvæðu skilaboð þá dreymdi mig um að þau myndu ættleiða mig. Það sem fólkið í Hlaðgerðarkoti átti sameiginlegt var að það var gott,“ segir hún með áherslu á síðasta orðið og bætir við að þar hafi verið mikið fagfólk á ferð. Rósa segir að þótt Hlaðgerðarkot hafi verið rekið á kristnum grunni hafi enginn verið þvingaður til þess að biðja. Það hafi hún líka aldrei gert heldur fremur reynt að koma bænastundum í uppnám með óæskilegum uppátækjum. Smám saman hafi stelpan sem langaði svo til að tæta heiminn í sundur svo farið að mýkjast. Í ljós kom að hún hafði góða námshæfileika þótt hún hefði nánast ekkert verið í skóla áður en hún kom í Hlaðgerðarkot. Yfir sumarið segist hún svo hafa dvalið hjá góðu fólki norður í landi sem vildi ættleiða hana. Það segir Rósa þó ekki hafa komið til greina þar sem bróðir konunnar á bænum hafi áreitt hana gróflega kynferðislega. „Ég sagði samt ekki neitt um það fremur en venjulega. Þetta var gott fólk sem vildi mér vel og vissi ekki hvað ég þurfti að ganga í gegnum,“ segir hún. Rósa var fjórtán ára þegar hún kom aftur til Reykjavíkur. Móðir hennar var þá hætt að reyna að halda heimili og því fluttist Rósa til eldri konu og gekk í Hagaskóla. Henni sóttist námið vel en gat engum tengst þar sem hún gat ekki hugsað sér að upp kæmist um fortíð hennar. Sextán ára leiddist hún út í óreglu. Hún gekk samt sem áður í fjölbrautaskóla og las allt það efni sem hún fann um sálfræði. Sá lestur varð til þess að hún sannfærðist um að hún ætti enga möguleika í lífinu.Guð er enginn kraftaverkakall„Nítján ára varð ég ófrísk. Ég var harðákveðin í að fara í fóstureyðingu og ræddi það við lækni. Þetta var indæll eldri maður sem sýndi aðstæðum mínum skilning en vakti með föðurlegum hætti athygli mína á því að hvert barn er dýrmæt sköpun guðs. Hann hvatti mig til að hugsa málið og tilkynna ákvörðun mína að viku liðinni,“ segir Rósa. Orð læknisins festust henni í minni og þegar hún stóð á tröppunum fyrir utan læknastofuna minnist hún þess sem hún hafði lært af fólkinu í Hlaðgerðarkoti og ákvað að eiga barnið. 1975 eignaðist hún litla stúlku. Litla stúlkan varð Rósu mikil gleði en samband hennar við eiginmann og barnsföður hennar var erfitt. Hann beitti hana ofbeldi og sársaukinn í brjósti hennar frá bernskuárunum dvínaði ekki. Hún háði þó sína lífsbaráttu, lauk prófi í hjúkrunarfræði 1978 og hóf störf við sitt fag. Heimilislífið gekk illa og það kom að því að Rósa upplifði það sem hún kallað tilfinningalegt gjaldþrot. Hún taldi sig ekki geta orðið dóttur sinni til góðs og skipulagði sjálfvíg. Kraftaverk eitt segir hún hafa orðið til þess að hún lifði sjálfvígstilraun sína af. „Þegar litla stúlkan mín var sex ára fór ég með hana á 17. júní hátíðarhöld. Það reyndi mjög mikið á mig og þegar ég setti hana upp í rúm um kvöldið og las fyrir hana upplifði ég mesta kvíða sem ég hafði fundið fyrir á ævinni. Ég bað guð um að losa mig við hann ef hann væri þá til. Þá nótt svaf ég vært, það hafði ekki gerst í langan tíma. Það var þá sem ég kynntist guði og daginn eftir hringdi ég í þau sem höfðu verið yfir Hlaðgerðarkoti og bað þau um að kenna mér að biðja,“ segir Rósa. „Ég kynntist guði sem góðum og raunsæjum. Fyrir mér hefur hann aldrei verið einhver kraftaverkakall eða jólasveinn uppi á himni,“ segir Rósa en útskýrir að kynni hennar af guði hafi þó ekki tekið hana frá verkefnum sínum. „Ég var föst í hjónabandi með manni sem ég vildi bjarga en sem vildi ekki láta bjarga sér. Ég reyndi allt en það dugar ekki þegar fólk vill ekki hjálp,“ segir hún. Árið 1981 skildu leiðir þeirra hjóna að mestu. Árið 1984 ól Rósa dreng með sama manni þótt hún hafi ekki tekið samband þeirra aftur upp. Hún segir tilkomu litla drengsins hafa orðið til þess að hún áttaði sig á því að hún varð að losa sig út úr sambandinu og það tókst. Í fjórtán ár sá hún ein um börnin. Á sama tíma lauk hún kennsluréttindum og BS- prófi í hjúkrunarfræði. Að námi loknu starfaði hún sem hjúkrunarfræðingur og svo sem kennari í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti.Ekkert greyRósa vann vel úr lífi sínu en þrátt fyrir það segir hún að sér hafi alltaf verið mjög mikilvægt að enginn kæmist að því hvað hún hefði gengið í gegnum. Hún segir heimildarmyndina um Lalla Johns, bróður hennar, hafa reynt mikið á sig. „Í henni var harmleikur hans og fjölskyldunnar gerður að skrípaleik,“ segir Rósa sem er mjög ósátt við afgreiðslu fjölmiðla á málefnum fjölskyldu sinnar. „Ég vil að það komi fram að ég veitti tímaritinu Ísafold viðtal en var ekki sátt við vinnslu þess og vil alls ekki að það birtist þar sem ég hef ekki fengið staðfestingu á því að þær leiðréttingar sem ég gerði skili sér. Frásögn mín í fjölmiðlum er ekki til þess að fólk vorkenni mér og hugsi með sér „æi greyið“. Við sem vorum börn á uppeldisheimilum ríkisins erum ekki einhver skaddaður þjóðfélagshópur sem á eina ljóta sameiginlega sögu. Lífsreynsla okkar er fjölbreytt eins og allra annarra og við vinnum ekki úr henni með einhverri hysteríu í fjölmiðlum. Hins vegar þarf að varpa ljósi á þau mistök sem upptökuheimilamenningin fól í sér svo að þau verði ekki endurtekin gagnvart börnum sem eru í sömu aðstæðum í dag.“ n Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Rósa Ólöf Svavarsdóttir hefur í hendinni blaðabunka. Á þéttskrifuðum blöðunum má lesa upplifun barnaverndaryfirvalda af henni og bræðrum hennar frá því á miðri síðustu öld. Sögu lítilla barna sem voru send á milli upptökuheimila, upplifðu sára fátækt og ofbeldi en lifðu af. Rósa segir þau systkinin aldrei hafa rætt um þennan hluta bernsku sinnar sín á milli. Upplifanir þeirra séu ekki eitthvað sem fólk eigi að kjamsa á eins og spennandi en óhugnanlegum frásögnum úr fortíðinni heldur eigi að draga lærdóm af því sem liðið er og vinna að því að slíkt hendi börn aldrei aftur. „Ég vil ekki að fólk vorkenni mér. Ég vil að fólk viti hvernig ég komst í gegnum þetta og vinni að því að börn þurfi ekki að ganga í gegnum það sama og ég þurfti að gera,“ segir Rósa. Hún fæddist í byrjun árs 1955, fyrsta hálfa árið dvaldi hún á fæðingardeildinni þar sem móðir hennar var húsnæðislaus. Eftir dvölina þar var hún flutt á heimilið Elliðahvamm sem rekið var af hinu opinbera, þar sem hún var höfð þar til hún varð eins og hálfs árs, þegar móðir hennar fékk húsnæði.Fyrstu minningarnar.Tæplega þriggja ára var Rósa tekin aftur af móður sinni og flutt á barnaheimilið Silungapoll. „Ég var rifin af móður minni. Hent upp í koju í svefnskála og skilin þar ein eftir. Maður sem var að vinna í málningarvinnu í húsinu kom til mín og sagði mér sögu, annars hefði ég verið alein þarna,“ segir Rósa. Henni er umhugað um að skýrt komi fram að móðir hennar hafi ávallt gert sitt besta fyrir börnin sín þótt yfirvöld hafi ekki áttað sig á því. „Það var Svavar, faðir minn, sem var brotamaður í minni fjölskyldu en á hann litu yfirvöld sem helsta styrkleika fjölskyldunnar,“ segir Rósa sem greinilega á erfitt með að minnast föður síns. Hún segir yfirvöld segja að móðir hennar hafi verið undarleg í háttum en þá lýsingu telur hún útskýrast af því að faðir hennar hafi lagt hendur á hana en hún ekki viljað greina frá því eða öðru sem hann gerði öðrum fjölskyldumeðlimum. „Mínar fyrstu minningar eru af því þegar hann misnotaði mig en því vissi enginn af. Hann mismunaði okkur systkinum mikið og allir héldu að ég væri uppáhaldið hans,“ segir Rósa. Því næst dregur hún upp ljósrit af gömlu Vikublaði sem sýnir lítil börn að leik undir fyrirsögninni Munaðarleysingjarnir. Hún bendir á mynd af sér sem lítilli stúlku og bróður sínum Lárusi Birni, eða Lalla Johns eins og hann hefur verið kallaður í gegnum tíðina. „Það voru bæði vetrarbörn og sumarbörn á Silungapolli. Við vetrarbörnin komum úr fátækrahverfum, sumarbörnin voru þarna í skamman tíma og þótti ægilega skemmtilegt. Við vetrarbörnin máttum svo vinka þeim í kveðjuskyni á haustin. Okkar vist var ekki gleðileg og við biðum sífellt eftir því að fá að fara heim eins og hin börnin,“ segir Rósa en árin á Silungapolli vörðu þar til hún var sex ára. Ekki tók þó betra við að vistinni lokinni.Skítug og horuð stelpaRósa var send á upptökuheimili í Reykjahlíð sem vistaði börn á aldrinum sex til sextán ára. Þeirri vist minnist hún sem helvítis. Hún segir forstöðukonu heimilisins hafa verið afar skapstóra og vakið mikinn ótta meðal barnanna. Kærasti forstöðukonunnar var drykkjumaður og dvaldi þar löngum stundum í neyslu. Olli nærvera hans ótta sem leiddi til þess að litlu stúlkurnar sváfu með axlabönd og belti á náttfötum og nærfatnaði. Að auki hafi eldri börnin fengið þau yngri til að stela fyrir sig yrðu þau ekki við skipunum þeirra voru þau útskúfuð úr hópnum. „Í dag ber ég engan kala til þessarar konu sem var yfir Reykjahlíð en við vorum mjög hrædd við hana og þessi kærasti hennar mátti ekki vera þarna,“ segir hún og hryllir við. Þegar Rósa var átta ára fékk hún að fara í heimsókn til móður sinnar. Hún sagði ekkert um það sem á daga hennar hafði drifið í Reykjahlíð en bað um að vera ekki send þangað aftur. Við þeirri beiðni varð móðir hennar þrátt fyrir eftirgangssemi barnaverndaryfirvalda. Níu ára gömul var hún orðin of illviðráðanleg og reið til að móðir hennar gæti haft hana hjá sér. „Ég gekk í lörfum, var horuð, skítug, reið og ljót stelpa. Það eina sem ég hafði ákveðið var að enginn skyldi framar fá að ráða yfir mér,“ segir hún. Þegar Rósa minnist bernskuáranna er ekki laust við að fólk verði smeykt við hana. Svo mikinn sársauka má greina í frásögn hennar. Sú fallega og rólega kona sem Rósa er í dag er þó ekki skammt undan. Sú Rósa kemur vel í ljós þegar tímans í Hlaðgerðarkoti er minnst.Gott fólk„Ég ætlaði ekki að fara en Jónína, sem var formaður Mæðrastyrksnefndar á þessum tíma, var sérstök kona sem var tilbúin í samningaviðræður við mig. Hún spurði mig hvort það væri eitthvað sem mig langaði í. Það eina sem mér datt í hug voru dátabuxur sem þá voru mjög í tísku. Hún samdi við mig að þær fengi ég ef ég bara væri tilbúin að koma og skoða heimavistarskólann að Hlaðgerðarkoti. Henni tókst að koma mér upp í bíl og við lögðum af stað að Hlaðgerðarkoti í Mosfellsdal. Á þeirri leið skipti ég þrisvar um skoðun og jafnoft sneri Jónína við og jafnoft ákvað ég að láta til leiðast. Þannig hófst vera mín í Hlaðgerðarkoti,“ segir Rósa og loks má greina bros í andliti hennar. Rósa viðurkennir að fólkinu sem var yfir í Hlaðgerðarkoti hafi hún verið afar erfið eða eins og hún segir: „Ég gaf mig aldrei og braut gegn öllu. Þrátt fyrir þessi neikvæðu skilaboð þá dreymdi mig um að þau myndu ættleiða mig. Það sem fólkið í Hlaðgerðarkoti átti sameiginlegt var að það var gott,“ segir hún með áherslu á síðasta orðið og bætir við að þar hafi verið mikið fagfólk á ferð. Rósa segir að þótt Hlaðgerðarkot hafi verið rekið á kristnum grunni hafi enginn verið þvingaður til þess að biðja. Það hafi hún líka aldrei gert heldur fremur reynt að koma bænastundum í uppnám með óæskilegum uppátækjum. Smám saman hafi stelpan sem langaði svo til að tæta heiminn í sundur svo farið að mýkjast. Í ljós kom að hún hafði góða námshæfileika þótt hún hefði nánast ekkert verið í skóla áður en hún kom í Hlaðgerðarkot. Yfir sumarið segist hún svo hafa dvalið hjá góðu fólki norður í landi sem vildi ættleiða hana. Það segir Rósa þó ekki hafa komið til greina þar sem bróðir konunnar á bænum hafi áreitt hana gróflega kynferðislega. „Ég sagði samt ekki neitt um það fremur en venjulega. Þetta var gott fólk sem vildi mér vel og vissi ekki hvað ég þurfti að ganga í gegnum,“ segir hún. Rósa var fjórtán ára þegar hún kom aftur til Reykjavíkur. Móðir hennar var þá hætt að reyna að halda heimili og því fluttist Rósa til eldri konu og gekk í Hagaskóla. Henni sóttist námið vel en gat engum tengst þar sem hún gat ekki hugsað sér að upp kæmist um fortíð hennar. Sextán ára leiddist hún út í óreglu. Hún gekk samt sem áður í fjölbrautaskóla og las allt það efni sem hún fann um sálfræði. Sá lestur varð til þess að hún sannfærðist um að hún ætti enga möguleika í lífinu.Guð er enginn kraftaverkakall„Nítján ára varð ég ófrísk. Ég var harðákveðin í að fara í fóstureyðingu og ræddi það við lækni. Þetta var indæll eldri maður sem sýndi aðstæðum mínum skilning en vakti með föðurlegum hætti athygli mína á því að hvert barn er dýrmæt sköpun guðs. Hann hvatti mig til að hugsa málið og tilkynna ákvörðun mína að viku liðinni,“ segir Rósa. Orð læknisins festust henni í minni og þegar hún stóð á tröppunum fyrir utan læknastofuna minnist hún þess sem hún hafði lært af fólkinu í Hlaðgerðarkoti og ákvað að eiga barnið. 1975 eignaðist hún litla stúlku. Litla stúlkan varð Rósu mikil gleði en samband hennar við eiginmann og barnsföður hennar var erfitt. Hann beitti hana ofbeldi og sársaukinn í brjósti hennar frá bernskuárunum dvínaði ekki. Hún háði þó sína lífsbaráttu, lauk prófi í hjúkrunarfræði 1978 og hóf störf við sitt fag. Heimilislífið gekk illa og það kom að því að Rósa upplifði það sem hún kallað tilfinningalegt gjaldþrot. Hún taldi sig ekki geta orðið dóttur sinni til góðs og skipulagði sjálfvíg. Kraftaverk eitt segir hún hafa orðið til þess að hún lifði sjálfvígstilraun sína af. „Þegar litla stúlkan mín var sex ára fór ég með hana á 17. júní hátíðarhöld. Það reyndi mjög mikið á mig og þegar ég setti hana upp í rúm um kvöldið og las fyrir hana upplifði ég mesta kvíða sem ég hafði fundið fyrir á ævinni. Ég bað guð um að losa mig við hann ef hann væri þá til. Þá nótt svaf ég vært, það hafði ekki gerst í langan tíma. Það var þá sem ég kynntist guði og daginn eftir hringdi ég í þau sem höfðu verið yfir Hlaðgerðarkoti og bað þau um að kenna mér að biðja,“ segir Rósa. „Ég kynntist guði sem góðum og raunsæjum. Fyrir mér hefur hann aldrei verið einhver kraftaverkakall eða jólasveinn uppi á himni,“ segir Rósa en útskýrir að kynni hennar af guði hafi þó ekki tekið hana frá verkefnum sínum. „Ég var föst í hjónabandi með manni sem ég vildi bjarga en sem vildi ekki láta bjarga sér. Ég reyndi allt en það dugar ekki þegar fólk vill ekki hjálp,“ segir hún. Árið 1981 skildu leiðir þeirra hjóna að mestu. Árið 1984 ól Rósa dreng með sama manni þótt hún hafi ekki tekið samband þeirra aftur upp. Hún segir tilkomu litla drengsins hafa orðið til þess að hún áttaði sig á því að hún varð að losa sig út úr sambandinu og það tókst. Í fjórtán ár sá hún ein um börnin. Á sama tíma lauk hún kennsluréttindum og BS- prófi í hjúkrunarfræði. Að námi loknu starfaði hún sem hjúkrunarfræðingur og svo sem kennari í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti.Ekkert greyRósa vann vel úr lífi sínu en þrátt fyrir það segir hún að sér hafi alltaf verið mjög mikilvægt að enginn kæmist að því hvað hún hefði gengið í gegnum. Hún segir heimildarmyndina um Lalla Johns, bróður hennar, hafa reynt mikið á sig. „Í henni var harmleikur hans og fjölskyldunnar gerður að skrípaleik,“ segir Rósa sem er mjög ósátt við afgreiðslu fjölmiðla á málefnum fjölskyldu sinnar. „Ég vil að það komi fram að ég veitti tímaritinu Ísafold viðtal en var ekki sátt við vinnslu þess og vil alls ekki að það birtist þar sem ég hef ekki fengið staðfestingu á því að þær leiðréttingar sem ég gerði skili sér. Frásögn mín í fjölmiðlum er ekki til þess að fólk vorkenni mér og hugsi með sér „æi greyið“. Við sem vorum börn á uppeldisheimilum ríkisins erum ekki einhver skaddaður þjóðfélagshópur sem á eina ljóta sameiginlega sögu. Lífsreynsla okkar er fjölbreytt eins og allra annarra og við vinnum ekki úr henni með einhverri hysteríu í fjölmiðlum. Hins vegar þarf að varpa ljósi á þau mistök sem upptökuheimilamenningin fól í sér svo að þau verði ekki endurtekin gagnvart börnum sem eru í sömu aðstæðum í dag.“ n
Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira