Óumflýjanleg uppgjör á bar 21. febrúar 2007 06:15 Margir íslenskir leikhúsgestir kannast við leikritið Bar par enda hefur það í tvígang verið sýnt við fádæma undirtektir hér á landi. Nú á föstudaginn gefst enn á ný kostur á að kynnast fjölskrúðugu persónugalleríi Jims Cartwright en þá verður ný uppfærsla gamanleiksins frumsýnd á skemmtistaðnum Nasa við Austurvöll. Sögusvið verksins er ónefndur bar sem er frægur fyrir að „koma fólki úr eða í pör" . Áhorfendur upplifa eina kvöldstund í lífi hjónanna sem eiga og reka staðinn en einnig kemur við sögu fjöldi gesta á öllum aldri. Hjónin virðast upp á kant hvort við annað - hún daðrar skammlaust við alla gestina og drekkur út gróðann á meðan hann reynir að hafa stjórn á hlutunum. Skrautlegir og óvæntir gestir setja strik í reikninginn og hafa mikil áhrif á þau hjónin. Þegar kemur að lokun bresta allar stíflur með óumflýjanlegu uppgjöri hjónanna á skuggalegum harmleik fortíðarinnar. Öll hlutverkin fjórtán eru leikin af kamelljónunum Steini Ármanni Magnússyni og Guðlaugu Elísabetu Ólafsdóttur en þau eru með vinsælustu gamanleikurum þjóðarinnar. Þetta mun vera í fyrsta skipti sem þau leika saman á sviði en saman hafa þau tekið þátt í gamanþáttunum Stelpunum á Stöð 2. Leikritið Bar par sló fyrst í gegn hérlendis fyrir tæpum fimmtán árum hjá Leikfélagi Akureyrar. Stuttu síðar sýndu Guðmundur Ólafsson og Saga Jónsdóttir verkið í kjallara Borgarleikhússins og gekk það þar um langa hríð og var einnig ferðast með sýninguna um landið. Aðstandendur sýningarinnar nú, auk leikaranna tveggja, eru Vignir Jóhannsson leikmyndahönnuður og María Ólafsdóttir búningahönnuður. Leikstjóri er Gunnar I. Gunnsteinsson en framleiðendur eru Jóhann Sigurðarson og Hilmir Snær Guðnason. Mikið er lagt upp úr því að skapa huggulega stemningu í gamla Sigtúni og munu gestir geta setið til borðs og sopið veigar sínar meðan á sýningunni stendur. Frumsýnt verður næstkomandi föstudag kl. 20. Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Margir íslenskir leikhúsgestir kannast við leikritið Bar par enda hefur það í tvígang verið sýnt við fádæma undirtektir hér á landi. Nú á föstudaginn gefst enn á ný kostur á að kynnast fjölskrúðugu persónugalleríi Jims Cartwright en þá verður ný uppfærsla gamanleiksins frumsýnd á skemmtistaðnum Nasa við Austurvöll. Sögusvið verksins er ónefndur bar sem er frægur fyrir að „koma fólki úr eða í pör" . Áhorfendur upplifa eina kvöldstund í lífi hjónanna sem eiga og reka staðinn en einnig kemur við sögu fjöldi gesta á öllum aldri. Hjónin virðast upp á kant hvort við annað - hún daðrar skammlaust við alla gestina og drekkur út gróðann á meðan hann reynir að hafa stjórn á hlutunum. Skrautlegir og óvæntir gestir setja strik í reikninginn og hafa mikil áhrif á þau hjónin. Þegar kemur að lokun bresta allar stíflur með óumflýjanlegu uppgjöri hjónanna á skuggalegum harmleik fortíðarinnar. Öll hlutverkin fjórtán eru leikin af kamelljónunum Steini Ármanni Magnússyni og Guðlaugu Elísabetu Ólafsdóttur en þau eru með vinsælustu gamanleikurum þjóðarinnar. Þetta mun vera í fyrsta skipti sem þau leika saman á sviði en saman hafa þau tekið þátt í gamanþáttunum Stelpunum á Stöð 2. Leikritið Bar par sló fyrst í gegn hérlendis fyrir tæpum fimmtán árum hjá Leikfélagi Akureyrar. Stuttu síðar sýndu Guðmundur Ólafsson og Saga Jónsdóttir verkið í kjallara Borgarleikhússins og gekk það þar um langa hríð og var einnig ferðast með sýninguna um landið. Aðstandendur sýningarinnar nú, auk leikaranna tveggja, eru Vignir Jóhannsson leikmyndahönnuður og María Ólafsdóttir búningahönnuður. Leikstjóri er Gunnar I. Gunnsteinsson en framleiðendur eru Jóhann Sigurðarson og Hilmir Snær Guðnason. Mikið er lagt upp úr því að skapa huggulega stemningu í gamla Sigtúni og munu gestir geta setið til borðs og sopið veigar sínar meðan á sýningunni stendur. Frumsýnt verður næstkomandi föstudag kl. 20.
Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein