Ástin og gleymskan 26. febrúar 2007 09:45 Endurheimtir ást og minningar Leikararnir Hilmir Snær Guðnason og Elva Ósk Ólafsdóttir leika í nýju verki eftir Eric-Emmanuel Schmitt. mynd/eddi Æfingar eru hafnar á nýju leikriti eftir Eric-Emmanuel Schmitt í Þjóðleikhúsinu. Verkið „Hjónabandsglæpir“ verður frumsýnt í leikstjórn Eddu Heiðrúnar Backman þann 18. apríl næstkomandi. Leikrit Schmitts „Abel Snorko býr einn“ og „Gesturinn“ hafa notið gífurlegra vinsælda meðal íslenskra áhorfenda en Hjónabandsglæpir er eitt af nýjustu leikverkum skáldsins og hefur hlotið frábærar viðtökur, jafnt í heimalandi höfundar sem erlendis. Von er á Schmitt í heimsókn til landsins í tilefni af frönsku menningarkynningunni Pourquoi pas? en hann verður gestur í Viku bókarinnar um miðjan apríl. Hjónabandsglæpir er nærgöngult og átakaþrungið leikrit um ástina, minnið og gleymskuna. Hjón hafa verið gift í fimmtán ár þegar hann verður skyndilega fyrir því að missa minnið. Með aðstoð hennar reynir hann að komast að því hver hann er. Er hægt að tendra aftur loga ástarinnar eftir áralanga sambúð? Með hlutverkin tvö í sýningunni fara Elva Ósk Ólafsdóttir og Hilmir Snær Guðnason. Höfundur leikmyndar og búninga er Jón Axel Björnsson, tónlist semur Óskar Guðjónsson og þýðandi er Kristján Þórður Hrafnsson. Mest lesið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Æfingar eru hafnar á nýju leikriti eftir Eric-Emmanuel Schmitt í Þjóðleikhúsinu. Verkið „Hjónabandsglæpir“ verður frumsýnt í leikstjórn Eddu Heiðrúnar Backman þann 18. apríl næstkomandi. Leikrit Schmitts „Abel Snorko býr einn“ og „Gesturinn“ hafa notið gífurlegra vinsælda meðal íslenskra áhorfenda en Hjónabandsglæpir er eitt af nýjustu leikverkum skáldsins og hefur hlotið frábærar viðtökur, jafnt í heimalandi höfundar sem erlendis. Von er á Schmitt í heimsókn til landsins í tilefni af frönsku menningarkynningunni Pourquoi pas? en hann verður gestur í Viku bókarinnar um miðjan apríl. Hjónabandsglæpir er nærgöngult og átakaþrungið leikrit um ástina, minnið og gleymskuna. Hjón hafa verið gift í fimmtán ár þegar hann verður skyndilega fyrir því að missa minnið. Með aðstoð hennar reynir hann að komast að því hver hann er. Er hægt að tendra aftur loga ástarinnar eftir áralanga sambúð? Með hlutverkin tvö í sýningunni fara Elva Ósk Ólafsdóttir og Hilmir Snær Guðnason. Höfundur leikmyndar og búninga er Jón Axel Björnsson, tónlist semur Óskar Guðjónsson og þýðandi er Kristján Þórður Hrafnsson.
Mest lesið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein