Heilsa

Hressandi koffínbolli

Nýlegar rannsóknir hafa sýnt fram á að fólk sem drekkur tvo til þrjá kaffibolla á dag verður síður þunglynt.

Við búum við kaffimenningu og hjá þeirri staðreynd verður ekki komist. Virka efnið í þessum eftirlætisdrykk okkar er koffín, en það hefur örvandi áhrif á miðtaugakerfið og rannsóknir hafa sýnt fram á að kaffi getur þannig haft jákvæð og upplyftandi áhrif á skapið. Kaffi getur einnig dregið úr líkum á ákveðnum gerðum krabbameins en eins og allt annað er það best í hófi. Drekktu tvo til þrjá bolla á dag og komdu þannig skapinu í lag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×