Þorvaldur leitar að nýrri Sódómu 9. mars 2007 06:45 Þorvaldur Bjarni leitar að nýjum og ferskum hljómsveitum fyrir kvikmyndina Astrópíu. „Ég er eiginlega að biðja hljómsveitir og tónlistarmenn um að senda mér lagasmíðar sínar, helst tilbúnar til útgáfu sem gætu þá heyrst í kvikmyndinni,“ útskýrir Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson, höfundur og stjórnandi tónlistarinnar í kvikmyndinni Astrópíu, sem leitar nú logandi ljósi að nýjum smellum fyrir myndina. „Astrópía á að gerast í nútímanum og því verður tónlistin að endurspegla þann samtíma,“ bætir hann við. Sjálfur veit tónlistamaðurinn hversu gott auglýsingagildi það hefur fyrir hljómsveit ef lag hennar hljómar í kvikmynd. Lagið Stopp með Todmobile sem hljómaði í Veggfóðri um árið varð einhver stærsti smellur sveitarinnar á tónleikum og þá má ekki gleyma Sódómu Sálarinnar í samnefndri kvikmynd. Þeir Þorvaldur og Stefán Hilmarsson hafa reyndar tekið saman höndum og samið lag sem að öllum líkindum verður einkennislag myndarinnar. „Og þó. Það er hörð samkeppni um þann titil en lagið verður á góðum stað í myndinni, því er ekki að neita.“ Þorvaldur fór nýlega til Búlgaríu þar sem hann tók upp tónverk sérstaklega samið fyrir myndina. Mikla athygli vakti að hljóðverið sem tónlistamaðurinn starfaði í hafði verið gefið af sjálfum Adolf Hitler en nú segist Þorvaldur vera kominn á ögn „léttari“ slóðir. „Þarna opnast ágætis gluggi fyrir þær hljómsveitir sem ekki hafa hlotið náð fyrir augum stóru útgefendanna en vilja koma sér á framfæri,“ útskýrir Þorvaldur og fyrir áhugasama má benda þeim á að senda smelli sína á Reykjavík Music Production á Nýbýlavegi 18 eða mp3-útgáfur á veffangið studio@reykjavikmp.com. Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Lífið Ný hugsun í heimi brúnkuvara Lífið samstarf „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Fleiri fréttir Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
„Ég er eiginlega að biðja hljómsveitir og tónlistarmenn um að senda mér lagasmíðar sínar, helst tilbúnar til útgáfu sem gætu þá heyrst í kvikmyndinni,“ útskýrir Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson, höfundur og stjórnandi tónlistarinnar í kvikmyndinni Astrópíu, sem leitar nú logandi ljósi að nýjum smellum fyrir myndina. „Astrópía á að gerast í nútímanum og því verður tónlistin að endurspegla þann samtíma,“ bætir hann við. Sjálfur veit tónlistamaðurinn hversu gott auglýsingagildi það hefur fyrir hljómsveit ef lag hennar hljómar í kvikmynd. Lagið Stopp með Todmobile sem hljómaði í Veggfóðri um árið varð einhver stærsti smellur sveitarinnar á tónleikum og þá má ekki gleyma Sódómu Sálarinnar í samnefndri kvikmynd. Þeir Þorvaldur og Stefán Hilmarsson hafa reyndar tekið saman höndum og samið lag sem að öllum líkindum verður einkennislag myndarinnar. „Og þó. Það er hörð samkeppni um þann titil en lagið verður á góðum stað í myndinni, því er ekki að neita.“ Þorvaldur fór nýlega til Búlgaríu þar sem hann tók upp tónverk sérstaklega samið fyrir myndina. Mikla athygli vakti að hljóðverið sem tónlistamaðurinn starfaði í hafði verið gefið af sjálfum Adolf Hitler en nú segist Þorvaldur vera kominn á ögn „léttari“ slóðir. „Þarna opnast ágætis gluggi fyrir þær hljómsveitir sem ekki hafa hlotið náð fyrir augum stóru útgefendanna en vilja koma sér á framfæri,“ útskýrir Þorvaldur og fyrir áhugasama má benda þeim á að senda smelli sína á Reykjavík Music Production á Nýbýlavegi 18 eða mp3-útgáfur á veffangið studio@reykjavikmp.com.
Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Lífið Ný hugsun í heimi brúnkuvara Lífið samstarf „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Fleiri fréttir Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira