Michelin-kokkur á Holtinu 15. mars 2007 07:00 Eiríkur Ingi Friðgeirsson, hótelstjóri, Michelin-skreytti matreiðslumeistarinn Jean-Yves Johany, og Friðgeir Ingi Eiríksson sem keppti í Bocuse D‘Or á dögunum. MYND/GVA Hótel Holt bauð gestakokkinn Jean-Yves Johany velkominn til leiks í vikunni, en hann er fyrstur þriggja franskra kokka sem kemur hingað til lands í tengslum við frönsku menningarhátíðina Pourquoi-pas?. Kokkarnir hafa allir hlotið eina eða tvær Michelin stjörnur og því um mikinn feng fyrir íslenska matarunnendur að ræða. Tveir matreiðslumeistaranna verða á Hótel Holti, en sá þriðji hjá Sigga Hall. „Kokkarnir voru valdir af franska sendiráðinu,“ segir Eiríkur Ingi Friðgeirsson, hótelstjóri á Hótel Holti. „Þeir koma svo allir með sína matseðla með sér. Johany kemur frá Suður-Frakklandi og á veitingahús á frönsku rivíerunni. Þetta er enginn aukvisi,“ sagði Eiríkur kátur. Hann var einkar ánægður með suður-franska matseðilinn. „Við höfum ekki fengið mikið af heimsóknum frá því landssvæði. Matreiðslan í Provence er miklu léttari, og mér finnst hún persónulega langskemmtilegust. Þeir nota mikið af rótargrænmeti og olíum, og eru ekki með þessa gömlu, frönsku klassík og þungu sósur,“ sagði Eiríkur. „Það eru meiri áhrif frá Ítalíu og Spáni en uppi í sveitum,“ bætti hann við. Johany verður á Hótel Holti til 18. mars. Næstu gestir eru væntanlegir í apríl og maí, þegar Guy Lassausaie heimsækir Hótel Holt. - Mest lesið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Lífið
Hótel Holt bauð gestakokkinn Jean-Yves Johany velkominn til leiks í vikunni, en hann er fyrstur þriggja franskra kokka sem kemur hingað til lands í tengslum við frönsku menningarhátíðina Pourquoi-pas?. Kokkarnir hafa allir hlotið eina eða tvær Michelin stjörnur og því um mikinn feng fyrir íslenska matarunnendur að ræða. Tveir matreiðslumeistaranna verða á Hótel Holti, en sá þriðji hjá Sigga Hall. „Kokkarnir voru valdir af franska sendiráðinu,“ segir Eiríkur Ingi Friðgeirsson, hótelstjóri á Hótel Holti. „Þeir koma svo allir með sína matseðla með sér. Johany kemur frá Suður-Frakklandi og á veitingahús á frönsku rivíerunni. Þetta er enginn aukvisi,“ sagði Eiríkur kátur. Hann var einkar ánægður með suður-franska matseðilinn. „Við höfum ekki fengið mikið af heimsóknum frá því landssvæði. Matreiðslan í Provence er miklu léttari, og mér finnst hún persónulega langskemmtilegust. Þeir nota mikið af rótargrænmeti og olíum, og eru ekki með þessa gömlu, frönsku klassík og þungu sósur,“ sagði Eiríkur. „Það eru meiri áhrif frá Ítalíu og Spáni en uppi í sveitum,“ bætti hann við. Johany verður á Hótel Holti til 18. mars. Næstu gestir eru væntanlegir í apríl og maí, þegar Guy Lassausaie heimsækir Hótel Holt. -
Mest lesið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Lífið