Allt sterkt í uppáhaldi 22. mars 2007 09:00 Helgi heldur mikið upp á hina bragðmiklu matarhefð Suðurríkjanna og ræktar chilipipar í glugganum hjá sér.fréttablaðið/gva Helgi Svavar Helgason úr tríóinu Flís er matgæðingur af bestu gerð. Hann ræktar chilipipar í glugganum hjá sér og ver stundum einum og hálfum sólarhring í eldamennsku. „Það er ekkert erfitt að rækta chili. Maður þarf bara að vera nógu kærulaus og láta það í friði og þá vex það og dafnar," sagði Helgi. Ræktunin er einn liður í áhuga Helga á eldamennsku. „Mér finnst rosa gaman að gera allt frá „scratch"," sagði Helgi, sem eyðir stundum allt að einum og hálfum sólarhring í matseldina. „Þessi réttur þarf að marínerast í sólarhring, til dæmis." Öll eldamennska Helga er þó ekki svo tímafrek, enda í nógu að snúast hjá Flís. „Ég er nýskriðinn úr Legi," sagði Helgi, en Flís gerði tónlistina við söngleik Hugleiks Dagssonar með því nafni. Hann er einnig nýsnúinn heim úr tónleikaferðalagi um Mið-Evrópu með Benna Hemm Hemm, og tekur nú upp plötu ásamt Samúel J. Samúelssyni. Það kemur vart á óvart að hin bragðmikla matarhefð Suðurríkjanna er í hávegum höfð hjá Helga. „Það er Creole og Cajun eldamennskan, allt svona heitt," sagði hann. Sterkur matur er líka í fyrirrúmi þessa dagana. „Ég eignaðist barn fyrir ekki svo löngu síðan, þá getur maður ekki eldað svo sterkan mat. Þetta er næstum eins og að komast á piparfyllirí. Þegar maður má hafa sterkt er öllu flaggað," sagði hann. Jamiaca Jerk-kjúklinginn lærði Helgi að gera á Jamaíku, þegar hann var í fríi þar í fyrra. „Það voru kallar í svona grillkofa sem kenndu mér þetta," sagði Helgi. „Eiginlega er þetta grillréttur, en það má alveg gera hann í ofni líka." Fjarlægið kjarna og fræ úr pipurunum, setjið hráefnið í maríneringuna í matvinnsluvél og maukið. Marínerið kjúklingabitana í kæliskáp í um 24 tíma. Æskilegt er að snúa og hræra í kjúklingnum af og til á meðan. Látið kjúklinginn standa við stofuhita í 1 klst. áður en hann er eldaður. Grillaður: Hitið grillið vel og brúnið bitana vel á öllum hliðum í u.þ.b. 20 mín. Lækkið hitann og látið malla í 30 mín. á lokuðu grillinu eða þar til kjúklingurinn er gegneldaður. Í ofni: Setjið kjúklinginn í tvær ofnskúffur, og eldið í u.þ.b. 45 mín. á 200°C eða þar til kjúklingurinn er gegneldaður. Gott er að bera fram sæta kartöflumús og brún hrísgrjón með kjúklingnum. sunna@frettabladid.is Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira
Helgi Svavar Helgason úr tríóinu Flís er matgæðingur af bestu gerð. Hann ræktar chilipipar í glugganum hjá sér og ver stundum einum og hálfum sólarhring í eldamennsku. „Það er ekkert erfitt að rækta chili. Maður þarf bara að vera nógu kærulaus og láta það í friði og þá vex það og dafnar," sagði Helgi. Ræktunin er einn liður í áhuga Helga á eldamennsku. „Mér finnst rosa gaman að gera allt frá „scratch"," sagði Helgi, sem eyðir stundum allt að einum og hálfum sólarhring í matseldina. „Þessi réttur þarf að marínerast í sólarhring, til dæmis." Öll eldamennska Helga er þó ekki svo tímafrek, enda í nógu að snúast hjá Flís. „Ég er nýskriðinn úr Legi," sagði Helgi, en Flís gerði tónlistina við söngleik Hugleiks Dagssonar með því nafni. Hann er einnig nýsnúinn heim úr tónleikaferðalagi um Mið-Evrópu með Benna Hemm Hemm, og tekur nú upp plötu ásamt Samúel J. Samúelssyni. Það kemur vart á óvart að hin bragðmikla matarhefð Suðurríkjanna er í hávegum höfð hjá Helga. „Það er Creole og Cajun eldamennskan, allt svona heitt," sagði hann. Sterkur matur er líka í fyrirrúmi þessa dagana. „Ég eignaðist barn fyrir ekki svo löngu síðan, þá getur maður ekki eldað svo sterkan mat. Þetta er næstum eins og að komast á piparfyllirí. Þegar maður má hafa sterkt er öllu flaggað," sagði hann. Jamiaca Jerk-kjúklinginn lærði Helgi að gera á Jamaíku, þegar hann var í fríi þar í fyrra. „Það voru kallar í svona grillkofa sem kenndu mér þetta," sagði Helgi. „Eiginlega er þetta grillréttur, en það má alveg gera hann í ofni líka." Fjarlægið kjarna og fræ úr pipurunum, setjið hráefnið í maríneringuna í matvinnsluvél og maukið. Marínerið kjúklingabitana í kæliskáp í um 24 tíma. Æskilegt er að snúa og hræra í kjúklingnum af og til á meðan. Látið kjúklinginn standa við stofuhita í 1 klst. áður en hann er eldaður. Grillaður: Hitið grillið vel og brúnið bitana vel á öllum hliðum í u.þ.b. 20 mín. Lækkið hitann og látið malla í 30 mín. á lokuðu grillinu eða þar til kjúklingurinn er gegneldaður. Í ofni: Setjið kjúklinginn í tvær ofnskúffur, og eldið í u.þ.b. 45 mín. á 200°C eða þar til kjúklingurinn er gegneldaður. Gott er að bera fram sæta kartöflumús og brún hrísgrjón með kjúklingnum. sunna@frettabladid.is
Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira