Hvíta tjaldið er líka strigi 22. mars 2007 09:00 Frjór hugur Leikstjórinn David Lynch fær lof fyrir tíundu mynd sína, Inland Empire. Ef þú heyrir leikstjóra biðja um einfætta konu, apa og skógarhöggsmann fyrir sömu senuna er líklegt að eftirnafnið hans sé Lynch. Nafn hans er tengt við furður á hvíta tjaldinu, sérvisku af öllu tagi og ímyndunarafl sem sveigir flest frásagnarlögmál. Dreifingarfyrirtækið Græna ljósið sýnir nýjustu mynd Lynch á næstunni. Myndin Inland Empire hefur vakið aðdáunarkennda furðu gagnrýnenda enda veit kannski enginn um hvað blessuð myndin fjallar. Hún var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum í fyrra en þar hlaut Lynch, yngstur leikstjóra, ljónið gyllta fyrir ævistarf sitt en karlinn stendur á sextugu. Myndin er sögð sameina þau viðfangsefni og þemu sem hafa verið leikstjóranum hugleikin um árabil. Það er örðugt að lýsa söguþræðinum en líkt og áður rennur skáldskapurinn þar saman við einhvers konar veruleika þangað til enginn veit hvað snýr upp eða niður. Lynch segir að myndin sé ráðgáta sem fjalli um konu í vandræðum. Aðalpersónan er ung leikkona, leikin af Lauru Dern, sem hefur tekið að sér hlutverk í kvikmynd, sem á virðist hvíla einhvers konar bölvun. Myndin er endurgerð á eldra listaverki og brátt sogast leikkonan unga inn í atburðarás sem hún hefur enga stjórn á. Hún rennur til að mynda saman við sögu kvenna sem verið er að smygla frá Austur-Evrópu og sögu fjölskyldu með kanínuhöfuð. Inland Empire er tíunda mynd Lynch og tók rúm tvö ár í framleiðslu. Hún átti í fyrstu að verða sjónvarpsþáttur en það fór eitthvað öfugt ofan í fyrstu framleiðendurna. Leikstjórinn hafði víst ekki hugmynd um hvernig myndin myndi enda þegar hann hófst handa, ekkert handrit var til að verkinu heldur lét hann leikarana sína fá línurnar að morgni hvers tökudags. Aðalleikkonan Laura Dern viðurkenndi í viðtali við frumsýninguna að hún hefði ekki hugmynd um hvað myndin væri en að hún hlakkaði til að verða einhvers vísari um það eftir sýninguna. Aðrir leikarar í myndinni eru meðal annars Jeremy Irons, William H. Macy og Harry Dean Stanton. Hans undarlegasta til þessa? Leikkonurnar Naomi Watts og Laura Harring ljá raddir sínar í myndinni. Á sama tíma og Lynch þeysist álfanna á milli til að kynna Inland Empire er hann einnig að kynna nýja bók, Catching the Big Fish: Meditation, Consciousness, and Creativity, en þar fjallar hann um sitt helsta hugðarefni, utan kvikmyndalistarinnar, innhverfa íhugun (TM - transindental meditation). Í fyrra stofnaði hann líka sjóð hvers markmið er að kenna hugleiðslu í háskólum og hyggst hann safna sjö milljörðum Bandaríkjatala til þess verkefnis. Í bókinni fjallar hann um áhrif innhverfrar íhugunar á sköpunarkraft og flæði hugmynda. Sjálfur hefur leikstjórinn hugleitt tvisvar á dag síðan 1973 og er þess fullviss að með slíkri ástundun megi bæta heiminn. Bókin er enn fremur leiðsögn um hans eigin verk - sem hann vill yfirleitt ekki ræða í þaula: „Myndin á að standa ein. Það er fáránlegt að kvikmyndagerðarmaður þurfi að útlista um hvað myndir snúast," skrifar leikstjórinn sem telur að fólk skilji mun meira en það heldur því allir búi yfir innsæi. Lynch áréttar enn fremur að ekkert megi komast upp á milli reynslu áhorfandans af heimi kvikmyndarinnar, hvort sem viðkomandi botnar eitthvað í þeim heimi eða ekki. Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Ef þú heyrir leikstjóra biðja um einfætta konu, apa og skógarhöggsmann fyrir sömu senuna er líklegt að eftirnafnið hans sé Lynch. Nafn hans er tengt við furður á hvíta tjaldinu, sérvisku af öllu tagi og ímyndunarafl sem sveigir flest frásagnarlögmál. Dreifingarfyrirtækið Græna ljósið sýnir nýjustu mynd Lynch á næstunni. Myndin Inland Empire hefur vakið aðdáunarkennda furðu gagnrýnenda enda veit kannski enginn um hvað blessuð myndin fjallar. Hún var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum í fyrra en þar hlaut Lynch, yngstur leikstjóra, ljónið gyllta fyrir ævistarf sitt en karlinn stendur á sextugu. Myndin er sögð sameina þau viðfangsefni og þemu sem hafa verið leikstjóranum hugleikin um árabil. Það er örðugt að lýsa söguþræðinum en líkt og áður rennur skáldskapurinn þar saman við einhvers konar veruleika þangað til enginn veit hvað snýr upp eða niður. Lynch segir að myndin sé ráðgáta sem fjalli um konu í vandræðum. Aðalpersónan er ung leikkona, leikin af Lauru Dern, sem hefur tekið að sér hlutverk í kvikmynd, sem á virðist hvíla einhvers konar bölvun. Myndin er endurgerð á eldra listaverki og brátt sogast leikkonan unga inn í atburðarás sem hún hefur enga stjórn á. Hún rennur til að mynda saman við sögu kvenna sem verið er að smygla frá Austur-Evrópu og sögu fjölskyldu með kanínuhöfuð. Inland Empire er tíunda mynd Lynch og tók rúm tvö ár í framleiðslu. Hún átti í fyrstu að verða sjónvarpsþáttur en það fór eitthvað öfugt ofan í fyrstu framleiðendurna. Leikstjórinn hafði víst ekki hugmynd um hvernig myndin myndi enda þegar hann hófst handa, ekkert handrit var til að verkinu heldur lét hann leikarana sína fá línurnar að morgni hvers tökudags. Aðalleikkonan Laura Dern viðurkenndi í viðtali við frumsýninguna að hún hefði ekki hugmynd um hvað myndin væri en að hún hlakkaði til að verða einhvers vísari um það eftir sýninguna. Aðrir leikarar í myndinni eru meðal annars Jeremy Irons, William H. Macy og Harry Dean Stanton. Hans undarlegasta til þessa? Leikkonurnar Naomi Watts og Laura Harring ljá raddir sínar í myndinni. Á sama tíma og Lynch þeysist álfanna á milli til að kynna Inland Empire er hann einnig að kynna nýja bók, Catching the Big Fish: Meditation, Consciousness, and Creativity, en þar fjallar hann um sitt helsta hugðarefni, utan kvikmyndalistarinnar, innhverfa íhugun (TM - transindental meditation). Í fyrra stofnaði hann líka sjóð hvers markmið er að kenna hugleiðslu í háskólum og hyggst hann safna sjö milljörðum Bandaríkjatala til þess verkefnis. Í bókinni fjallar hann um áhrif innhverfrar íhugunar á sköpunarkraft og flæði hugmynda. Sjálfur hefur leikstjórinn hugleitt tvisvar á dag síðan 1973 og er þess fullviss að með slíkri ástundun megi bæta heiminn. Bókin er enn fremur leiðsögn um hans eigin verk - sem hann vill yfirleitt ekki ræða í þaula: „Myndin á að standa ein. Það er fáránlegt að kvikmyndagerðarmaður þurfi að útlista um hvað myndir snúast," skrifar leikstjórinn sem telur að fólk skilji mun meira en það heldur því allir búi yfir innsæi. Lynch áréttar enn fremur að ekkert megi komast upp á milli reynslu áhorfandans af heimi kvikmyndarinnar, hvort sem viðkomandi botnar eitthvað í þeim heimi eða ekki.
Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira