Smekklegasta kona heims? 24. mars 2007 00:01 Stílistinn og blaðamaðurinn Carine Roitfeld varð ritstýra franska Vogue árið 2001 og var nýlega valin best klædda kona heims. Roitfeld er hálf rússnesk og ólst upp í einu fínasta hverfi Parísarborgar - því sextánda. Hún lýsir ferli sínum sem „eins konar slysi,“ sem byrjaði með fyrirsætustörfum sextán ára og svo blaðamennsku á franska Elle. Síðar varð hún „freelance“-stílisti og hóf farsælt samstarf með ljósmyndaranum Mario Testino, og varð síðar uppspretta andagiftar tískumógúlsins Tom Ford á Gucci-árunum. Stjarna hennar hefur risið ört eftir að hún tók við frönsku tískubiblíunni Vogue og hún er talin framar Önnu Wintour í tískuheiminum. Blaðið vekur athygli fyrir einstaka myndaþætti sem sjokkera gjarnan með djörfum viðfangsefnum. „Við erum Frakkar. Við erum frjálsir. Við gerum það sem okkur langar til,“ útskýrir hún. Roitfeld tókst að auka auglýsingasölu í Vogue um 60 prósent og varð nýlega einnig gerð að yfirritstjóra Vogue Homme. Roitfeld er tæplega sextug þó ótrúlegt megi virðast. Stelpulegt fas hennar og óaðfinnanlegur klæðaburður veita konum innblástur um heim allan. Roitfeld-lúkkið einkennist af sléttu kastaníubrúnu hári, skyggðum augum og breiðum augabrúnum. „Það er ömurlegt að vera svona gömul en ég er heppin,“ segir hún. „Ég er með sama líkama og þegar ég var tvítug, en eftir því sem maður eldist verður maður að finna upp á nýjum fegrunarleiðum. Ég lita yfir gráu hárin, ég hvíti í mér tennurnar og stunda Pilates. Ég hnykla aldrei brýrnar! En úff, ég nota aldrei Botox. Fólk verður skrýtið í framan. Ég fer hins vegar oft í andlitsnudd.“ Roitfeld er dálítill rokkari í sér og segir blákalt: „Ég er fallegri og skemmtilegri eftir eitt glas af vodka,“ og viðurkennir að hún taki eina róandi daglega til að mæta hinu krefjandi starfi sínu. „Fólk er svo erfitt í þessum bransa. Þetta er eins og að ganga á eggjaskurn. Maður heyr stríð á hverjum degi.“ Roitfeld útskýrir að einfaldleiki sé lykillinn að fallegum stíl. „Tíska snýst samt ekki um reglur. Ég brýt alltaf reglurnar og mér er sama hvað fólki finnst. Og ég þoli ekki fólk sem er yfirdrifið og gengur með merkin utan á sér. Það eru ekki peningar sem færa þér smekkinn.“ Roitfeld er gift og á tvö uppkomin börn, en dóttir hennar Bee Schaffer er gullfalleg og situr fyrir í ilmvatnsauglýsingum Tom Ford. Tískuráð hennar fyrir „venjulegar konur“ eru þessi: „Keyptu bara klassískar flíkur og eyddu frekar peningum í nýja skó fyrir hverja árstíð. Burberry-rykfrakki er alltaf fallegur, og prufaðu að breyta um belti eða nota til dæmis slæðu í staðinn. Notaðu bara einn skartgrip í einu. Einfalt er best.“- ambSmart kápa Carine Roitfeld berleggjuð í einfaldri kápu á tískuvikunni í New York.Glæsileg Í flegnum en einföldum svörtum kjól í New York árið 2005.Svart og aftur svart Roitfeld á frumsýningu kvikmyndarinnar Marie Antoinette í Cannes í einföldum kjól og með gullhálsmen frá áttunda áratugnum.Í dýrindis pels Roitfeld var áður þekkt fyrir að vera mikið í pelsum en núna segir hún: „Ég er hætt að ganga í þeim, þeim fylgir einkennileg lykt.“STJÖRNUGLERAUGU Stórar brillur eru möst á tískupöllunum. Frá Gucci, fást í GK.Pils og skyrta Einkennisklæðnaður Roitfeld sést hér í svart-hvítri útfærslu með rauðum háhæluðum skóm.hvítur glamúr Roitfeld mætir á sýningu Peter Som haustið 2006 í New York.Plíseraður Smáatriðin skipta máli. Kjóll frá Alberta Ferretti, fæst í 3 hæðum. Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Stílistinn og blaðamaðurinn Carine Roitfeld varð ritstýra franska Vogue árið 2001 og var nýlega valin best klædda kona heims. Roitfeld er hálf rússnesk og ólst upp í einu fínasta hverfi Parísarborgar - því sextánda. Hún lýsir ferli sínum sem „eins konar slysi,“ sem byrjaði með fyrirsætustörfum sextán ára og svo blaðamennsku á franska Elle. Síðar varð hún „freelance“-stílisti og hóf farsælt samstarf með ljósmyndaranum Mario Testino, og varð síðar uppspretta andagiftar tískumógúlsins Tom Ford á Gucci-árunum. Stjarna hennar hefur risið ört eftir að hún tók við frönsku tískubiblíunni Vogue og hún er talin framar Önnu Wintour í tískuheiminum. Blaðið vekur athygli fyrir einstaka myndaþætti sem sjokkera gjarnan með djörfum viðfangsefnum. „Við erum Frakkar. Við erum frjálsir. Við gerum það sem okkur langar til,“ útskýrir hún. Roitfeld tókst að auka auglýsingasölu í Vogue um 60 prósent og varð nýlega einnig gerð að yfirritstjóra Vogue Homme. Roitfeld er tæplega sextug þó ótrúlegt megi virðast. Stelpulegt fas hennar og óaðfinnanlegur klæðaburður veita konum innblástur um heim allan. Roitfeld-lúkkið einkennist af sléttu kastaníubrúnu hári, skyggðum augum og breiðum augabrúnum. „Það er ömurlegt að vera svona gömul en ég er heppin,“ segir hún. „Ég er með sama líkama og þegar ég var tvítug, en eftir því sem maður eldist verður maður að finna upp á nýjum fegrunarleiðum. Ég lita yfir gráu hárin, ég hvíti í mér tennurnar og stunda Pilates. Ég hnykla aldrei brýrnar! En úff, ég nota aldrei Botox. Fólk verður skrýtið í framan. Ég fer hins vegar oft í andlitsnudd.“ Roitfeld er dálítill rokkari í sér og segir blákalt: „Ég er fallegri og skemmtilegri eftir eitt glas af vodka,“ og viðurkennir að hún taki eina róandi daglega til að mæta hinu krefjandi starfi sínu. „Fólk er svo erfitt í þessum bransa. Þetta er eins og að ganga á eggjaskurn. Maður heyr stríð á hverjum degi.“ Roitfeld útskýrir að einfaldleiki sé lykillinn að fallegum stíl. „Tíska snýst samt ekki um reglur. Ég brýt alltaf reglurnar og mér er sama hvað fólki finnst. Og ég þoli ekki fólk sem er yfirdrifið og gengur með merkin utan á sér. Það eru ekki peningar sem færa þér smekkinn.“ Roitfeld er gift og á tvö uppkomin börn, en dóttir hennar Bee Schaffer er gullfalleg og situr fyrir í ilmvatnsauglýsingum Tom Ford. Tískuráð hennar fyrir „venjulegar konur“ eru þessi: „Keyptu bara klassískar flíkur og eyddu frekar peningum í nýja skó fyrir hverja árstíð. Burberry-rykfrakki er alltaf fallegur, og prufaðu að breyta um belti eða nota til dæmis slæðu í staðinn. Notaðu bara einn skartgrip í einu. Einfalt er best.“- ambSmart kápa Carine Roitfeld berleggjuð í einfaldri kápu á tískuvikunni í New York.Glæsileg Í flegnum en einföldum svörtum kjól í New York árið 2005.Svart og aftur svart Roitfeld á frumsýningu kvikmyndarinnar Marie Antoinette í Cannes í einföldum kjól og með gullhálsmen frá áttunda áratugnum.Í dýrindis pels Roitfeld var áður þekkt fyrir að vera mikið í pelsum en núna segir hún: „Ég er hætt að ganga í þeim, þeim fylgir einkennileg lykt.“STJÖRNUGLERAUGU Stórar brillur eru möst á tískupöllunum. Frá Gucci, fást í GK.Pils og skyrta Einkennisklæðnaður Roitfeld sést hér í svart-hvítri útfærslu með rauðum háhæluðum skóm.hvítur glamúr Roitfeld mætir á sýningu Peter Som haustið 2006 í New York.Plíseraður Smáatriðin skipta máli. Kjóll frá Alberta Ferretti, fæst í 3 hæðum.
Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira