Pabbar spila Pollapönk 24. mars 2007 00:01 Heiðar og Halli, Botnleðjupabbar, leikskólakennarar, FH-ingar og Pollapönkarar: Tilgangurinn er náttúrlega að gera nýja plötu,“ segir Heiðar, ,,en við erum skammt á veg komnir og platan kemur örugglega ekki út á þessu ári.“ ,,Nú vinnum við þetta líka öðruvísi,“ segir Halli. ,,Erum búnir að koma okkur upp okkar eigin hljóðveri. Við mættum með tómt borð. Við erum að leita að einhverju sem við höfum ekki gert áður. Við höfum reyndar alltaf haft áhuga á að gera það sem fólk býst ekki við af okkur, þó það hafi kannski ekki alltaf tekist.“ Víkingarisi og fullur kallBotnleðja vann Músiktilraunir árið 1995 og komst með hraði á kortið. Eins og gengur hefur margt breyst síðan hljómsveitin steig sín fyrstu spor. ,,Þegar við vorum að byrja var hvílík spenna í kringum alla tónleika, stress og hamagangur. Það tók alltaf eitthvað við af öðru. Skömmu eftir Músiktilraunir kom þessi Blur-túr og viðhélt spennunni. Manni þótti meikið spennandi,“ segir Heiðar. ,,Við höfum gert margar heiðarlegar meikreisur og okkur langaði alltaf að meikaða,“ segir Halli. ,,Margt var alveg frábært, eins og þegar við spiluðum á stóru sviði fyrir framan fimm þúsund manns á All Tomorrow’s Parties-festivalinu á Englandi.“ Strákarnir eru allir með sólóverkefni í gangi. Halli er Fulli kallinn og Heiðar er The Viking Giant Show. Raggi bassaleikari er líka að búa til tónlist einn. Bæði Heiðar og Halli ætla að gefa út plötur í ár. ,,Ég er kominn með fjögurra manna band í kringum The Viking Giant Show,“ segir Heiðar. ,,Áherslurnar eru breyttar. Það er meiri kántrí- og þjóðlagafílingur í þessu núna. Ég get rokkað með Botnleðju og langaði bara til að þetta yrði allt öðruvísi.“ ,,Ég er tilbúinn með fyrstu plötu Fulla kallsins,“ segir Halli, ,,og nú ætla ég að sjá hvort einhver vilji gefa þetta út. Ef það gengur ekki verð ég bara að gefa plötuna sjálfur út. Í tuttugu eintökum fyrir vini og vandamenn ef því er að skipta. Þetta er ekki gert í neinum öðrum tilgangi en þeim að skapa músik. Engin gróðasjónamið og enginn sérstakur þorsti til að fara að spila á tónleikum.“ Í leikskólanumHeiðar og Halli eru leikskólakennarar í Grafarvogi og Hafnarfirði. Voru það samantekin ráð að fara út í þetta frekar óvenjulega fag fyrir rokkara? ,,Nei, við ákváðum það í sitthvoru lagi,“ segir Heiðar. ,,Við höfðum verið að vinna við þetta meðfram tónlistinni áður en við fórum í námið.“ Afhverju byrjuð þið að vinna á leikskóla? ,,Leikskólinn var nú bara hinu megin við götuna heima hjá mér og þá vantaði alltaf fólk. Mig vantaði pening og ég kíkti yfir og sá að þarna voru peningarnir,“ segir Heiðar og flissar. ,,Ég ílengdist nú í þessu einfaldlega vegna þess að mér gekk vel í þessu starfi,“ segir Halli. ,,Mér fannst þetta skemmtilegt og mér leiddist ekki neitt. Ég sá alveg fram á að hafa gaman af þessu áfram og fór í námið til að hækka örlítið í launum.“ Finnst ykkur samfélagið meta verk ykkar af verðleikum? ,,Æi, mér er skítsama um það,“ segir Halli. ,,Ef fólk er ekki til í að borga fyrir það mikilvægasta þá verður bara að hafa það. Skítt með það þó fólk sé til í að borga fólki sem geymir peningana þess milljónir á mánuði. Það er einhver misfella þarna en ég nenni bara ekki að svekkja mig á því. Ég vissi alveg að hverju ég gekk þegar ég fór í námið. Vissi alveg að ég yrði áfram á lélegum launum. En auðvitað vonar maður það besta. Launin geta auðvitað bara farið upp á við.“ Skemmtilegt að vera pabbiHér sitjum við – tveir rokkarar á fertugsaldri og einn miðaldra – og tölum um kjör leikskólakennara. Ekki mikið rokk í því, eða hvað? Til að bæta gráu ofan á svart spyr ég þá næst út í feðrahlutverkið. Breyttist sýn þeirra á leikskólakennsluna eftir að þeir urðu sjálfir pabbar? ,,Nei, ég myndi ekki segja það,“ segir Halli, ,,En við græddum gríðarlega á því í uppeldishlutverkinu að hafa þessa reynslu. Við þekktum alla taktana.“ Hvaða ráðleggingar hafið þið, fagmennirnir, fyrir unga feður? ,,Bara að taka fullan þátt í uppeldinu,“ segir Heiðar. ,,Mér finnst við dálítið vera á villugötum,“ segir Halli. ,,Mér finnst stundum að foreldrar séu alltof linir.“ Viltu þá að gamla góða rassskellingin sé endurvakin? ,,Nei, ég er ekki að tala um það, heldur til dæmis að fólk á ekki að rökræða við fjögurra ára barn. Það hefur engan þroska til að taka þátt í rökræðum. Stundum átt þú bara að geta sagt hvernig hlutirnir eru. Þú átt að setja reglurnar.“ ,,Það er bara skemmtilegt að vera pabbi og ala upp börn,“ segir Heiðar og ber ljúfa fjölskyldulífið saman við sukk æskuáranna. ,,Flestir átta sig nú á því að sukkið er ekki alveg málið til lengdar, en það er auðvitað ekkert að því að hella sig fullan annað slagið. Það er bara hressandi. Er það ekki, Halli?“ ,,Pass,“ segir Halli. Hressandi PollapönkBarnaplatan Pollapönk er útskriftarverkefni Heiðars og Halla úr leikskólakennaraskólanum. Fengu þeir tíu? ,,Nei, reyndar ekki tíu,“ segir Heiðar, ,,en við fengum fyrstu einkunn. Við gerðum skýrslu með og svona, en við vissum nú svo sem að við værum ekkert að fá tíu enda var þetta í fyrsta skipti sem eitthvað svona er gert.“ ,,Við erum mjög stoltir af þessari plötu,“ segir Halli, ,,Ég held okkur hafi tekist ágætlega til.“ ,,Platan er mjög hressandi!“ segir Heiðar. ,,Það gustar af henni.“ Á hvað hlustuðuð þið sem krakkar? ,,Ég lá í Dýrunum í Hálsaskógi og plötunni Algjör sveppur,“ segir Heiðar. ,,Ég stalst nú aðallega í plöturnar hjá stóra bróður og hlustaði á Supertramp, Huey Lewis and the News og eitthvað þannig. Ég á engar minningar um að hlusta á barnatónlist,“ segir Halli. Voruð þið búnir að gera hávísindalega prófun á tónlistinni í leikskólunum? ,,Nei, við vissum bara að þetta þurfti að vera skemmtilegt og foreldrunum þarf líka að finnast þetta skemmtilegt því þeir kaupa plöturnar. Maður kaupir helst ekki tónlist handa krökkunum sínum sem manni finnst hrútleiðinleg,“ segir Heiðar. ,,Ég myndi ekki kaupa Perlur með Birgittu Haukdal fyrir barnið mitt,” segir Halli en skiptir strax um skoðun: ,,Jú annars, ég myndi örugglega kaupa hana ef barnið vildi. Maður stjórnar því ekkert hvaða stefnu börnin manns taka í tónlist, þó maður reyni kannski að leiðbeina þeim. Krakkarnir manns fara örugglega sínar eigin leiðir alveg eins og við.“ Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira
Tilgangurinn er náttúrlega að gera nýja plötu,“ segir Heiðar, ,,en við erum skammt á veg komnir og platan kemur örugglega ekki út á þessu ári.“ ,,Nú vinnum við þetta líka öðruvísi,“ segir Halli. ,,Erum búnir að koma okkur upp okkar eigin hljóðveri. Við mættum með tómt borð. Við erum að leita að einhverju sem við höfum ekki gert áður. Við höfum reyndar alltaf haft áhuga á að gera það sem fólk býst ekki við af okkur, þó það hafi kannski ekki alltaf tekist.“ Víkingarisi og fullur kallBotnleðja vann Músiktilraunir árið 1995 og komst með hraði á kortið. Eins og gengur hefur margt breyst síðan hljómsveitin steig sín fyrstu spor. ,,Þegar við vorum að byrja var hvílík spenna í kringum alla tónleika, stress og hamagangur. Það tók alltaf eitthvað við af öðru. Skömmu eftir Músiktilraunir kom þessi Blur-túr og viðhélt spennunni. Manni þótti meikið spennandi,“ segir Heiðar. ,,Við höfum gert margar heiðarlegar meikreisur og okkur langaði alltaf að meikaða,“ segir Halli. ,,Margt var alveg frábært, eins og þegar við spiluðum á stóru sviði fyrir framan fimm þúsund manns á All Tomorrow’s Parties-festivalinu á Englandi.“ Strákarnir eru allir með sólóverkefni í gangi. Halli er Fulli kallinn og Heiðar er The Viking Giant Show. Raggi bassaleikari er líka að búa til tónlist einn. Bæði Heiðar og Halli ætla að gefa út plötur í ár. ,,Ég er kominn með fjögurra manna band í kringum The Viking Giant Show,“ segir Heiðar. ,,Áherslurnar eru breyttar. Það er meiri kántrí- og þjóðlagafílingur í þessu núna. Ég get rokkað með Botnleðju og langaði bara til að þetta yrði allt öðruvísi.“ ,,Ég er tilbúinn með fyrstu plötu Fulla kallsins,“ segir Halli, ,,og nú ætla ég að sjá hvort einhver vilji gefa þetta út. Ef það gengur ekki verð ég bara að gefa plötuna sjálfur út. Í tuttugu eintökum fyrir vini og vandamenn ef því er að skipta. Þetta er ekki gert í neinum öðrum tilgangi en þeim að skapa músik. Engin gróðasjónamið og enginn sérstakur þorsti til að fara að spila á tónleikum.“ Í leikskólanumHeiðar og Halli eru leikskólakennarar í Grafarvogi og Hafnarfirði. Voru það samantekin ráð að fara út í þetta frekar óvenjulega fag fyrir rokkara? ,,Nei, við ákváðum það í sitthvoru lagi,“ segir Heiðar. ,,Við höfðum verið að vinna við þetta meðfram tónlistinni áður en við fórum í námið.“ Afhverju byrjuð þið að vinna á leikskóla? ,,Leikskólinn var nú bara hinu megin við götuna heima hjá mér og þá vantaði alltaf fólk. Mig vantaði pening og ég kíkti yfir og sá að þarna voru peningarnir,“ segir Heiðar og flissar. ,,Ég ílengdist nú í þessu einfaldlega vegna þess að mér gekk vel í þessu starfi,“ segir Halli. ,,Mér fannst þetta skemmtilegt og mér leiddist ekki neitt. Ég sá alveg fram á að hafa gaman af þessu áfram og fór í námið til að hækka örlítið í launum.“ Finnst ykkur samfélagið meta verk ykkar af verðleikum? ,,Æi, mér er skítsama um það,“ segir Halli. ,,Ef fólk er ekki til í að borga fyrir það mikilvægasta þá verður bara að hafa það. Skítt með það þó fólk sé til í að borga fólki sem geymir peningana þess milljónir á mánuði. Það er einhver misfella þarna en ég nenni bara ekki að svekkja mig á því. Ég vissi alveg að hverju ég gekk þegar ég fór í námið. Vissi alveg að ég yrði áfram á lélegum launum. En auðvitað vonar maður það besta. Launin geta auðvitað bara farið upp á við.“ Skemmtilegt að vera pabbiHér sitjum við – tveir rokkarar á fertugsaldri og einn miðaldra – og tölum um kjör leikskólakennara. Ekki mikið rokk í því, eða hvað? Til að bæta gráu ofan á svart spyr ég þá næst út í feðrahlutverkið. Breyttist sýn þeirra á leikskólakennsluna eftir að þeir urðu sjálfir pabbar? ,,Nei, ég myndi ekki segja það,“ segir Halli, ,,En við græddum gríðarlega á því í uppeldishlutverkinu að hafa þessa reynslu. Við þekktum alla taktana.“ Hvaða ráðleggingar hafið þið, fagmennirnir, fyrir unga feður? ,,Bara að taka fullan þátt í uppeldinu,“ segir Heiðar. ,,Mér finnst við dálítið vera á villugötum,“ segir Halli. ,,Mér finnst stundum að foreldrar séu alltof linir.“ Viltu þá að gamla góða rassskellingin sé endurvakin? ,,Nei, ég er ekki að tala um það, heldur til dæmis að fólk á ekki að rökræða við fjögurra ára barn. Það hefur engan þroska til að taka þátt í rökræðum. Stundum átt þú bara að geta sagt hvernig hlutirnir eru. Þú átt að setja reglurnar.“ ,,Það er bara skemmtilegt að vera pabbi og ala upp börn,“ segir Heiðar og ber ljúfa fjölskyldulífið saman við sukk æskuáranna. ,,Flestir átta sig nú á því að sukkið er ekki alveg málið til lengdar, en það er auðvitað ekkert að því að hella sig fullan annað slagið. Það er bara hressandi. Er það ekki, Halli?“ ,,Pass,“ segir Halli. Hressandi PollapönkBarnaplatan Pollapönk er útskriftarverkefni Heiðars og Halla úr leikskólakennaraskólanum. Fengu þeir tíu? ,,Nei, reyndar ekki tíu,“ segir Heiðar, ,,en við fengum fyrstu einkunn. Við gerðum skýrslu með og svona, en við vissum nú svo sem að við værum ekkert að fá tíu enda var þetta í fyrsta skipti sem eitthvað svona er gert.“ ,,Við erum mjög stoltir af þessari plötu,“ segir Halli, ,,Ég held okkur hafi tekist ágætlega til.“ ,,Platan er mjög hressandi!“ segir Heiðar. ,,Það gustar af henni.“ Á hvað hlustuðuð þið sem krakkar? ,,Ég lá í Dýrunum í Hálsaskógi og plötunni Algjör sveppur,“ segir Heiðar. ,,Ég stalst nú aðallega í plöturnar hjá stóra bróður og hlustaði á Supertramp, Huey Lewis and the News og eitthvað þannig. Ég á engar minningar um að hlusta á barnatónlist,“ segir Halli. Voruð þið búnir að gera hávísindalega prófun á tónlistinni í leikskólunum? ,,Nei, við vissum bara að þetta þurfti að vera skemmtilegt og foreldrunum þarf líka að finnast þetta skemmtilegt því þeir kaupa plöturnar. Maður kaupir helst ekki tónlist handa krökkunum sínum sem manni finnst hrútleiðinleg,“ segir Heiðar. ,,Ég myndi ekki kaupa Perlur með Birgittu Haukdal fyrir barnið mitt,” segir Halli en skiptir strax um skoðun: ,,Jú annars, ég myndi örugglega kaupa hana ef barnið vildi. Maður stjórnar því ekkert hvaða stefnu börnin manns taka í tónlist, þó maður reyni kannski að leiðbeina þeim. Krakkarnir manns fara örugglega sínar eigin leiðir alveg eins og við.“
Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira