Skammt en heiftarlegt stríð 31. mars 2007 14:38 Í Port Stanley Argentínskir stríðsfangar í gæzlu brezkra hermanna ganga hjá brennandi byggingu í Port Stanley á lokadögum Falklandseyjastríðsins. fréttablaðið/ap Herforingjastjórnin í Argentínu gerði sér vonir um að afla sér aukins stuðnings meðal almennings í landinu með því að endurheimta yfirráð yfir Falklandseyjum, sem Argentínumenn kalla Malvinas-eyjar. Ráðamenn í Argentínu sögðu argentínska lýðveldið hafa erft yfirráð yfir eyjunum frá Spánverjum er landið fékk sjálfstæði árið 1833, en þótt þær séu afskekktar eru strendur Argentínu næsta fastalandið við þær. Rekja má hugmyndina að því að láta á það reyna að taka Falklandseyjar til þess að í Bretlandi tóku gildi haustið 1981 ný lög um ríkisborgararétt, sem gerðu ráð fyrir að íbúar Falklandseyja yrðu sviptir fullum ríkisborgararétti í Bretlandi. Þetta kom þeirri hugmynd að hjá herforingjunum í Buenos Aires að Bretar myndu ekki berjast til að verja yfirráð sín yfir eyjunum. Eins og síðar hefur komið fram tók Leopoldo Galtieri, yfirhershöfðingi og leiðtogi herforingjastjórnarinnar, ákvörðun um innrás í janúar 1982. Í byrjun marz sendir brezka sendiráðið í Buenos Aires skeyti heim til Lundúna þar sem sagt er frá þeim orðrómi að innrás standi fyrir dyrum. Utanríkisráðuneytið í Lundúnum ræður Margaret Thatcher forsætisráðherra hins vegar frá því að bregðast við þessum orðrómi.Thatcher tekur fljótt af skariðMikið mannfall Krossar í kirkjugarði í útjaðri Buenos Aires til minningar um þá 645 argentínsku hermenn sem féllu. Grafreiturinn er eftirmynd Darwin-kirkjugarðsins á Falklandseyjum, þar sem jarðneskar leifar hermannanna hvíla. fréttablaðið/apÞegar innrásin – Rosario-aðgerðin eins og herforingjarnir nefndu hana – var síðan orðin staðreynd. Í byrjun apríl fékk Thatcher misvísandi ráð frá undirmönnum sínum, en tók snarlega ákvörðun um að senda herlið á vettvang og verja hin bresku yfirráð yfir eyjunum með vopnavaldi. Thatcher lætur svo ummælt, að hinir tæplega 2.000 íbúar hinnar afskekktu nýlendu væru „af breskri arfleifð og stofni“ og hefðu sögulegan rétt til að vera það áfram. Stríðið átti síðan eftir að reynast stjórn Thatchers mikil lyftistöng og vinsældirnar skiluðu henni síðan góðum kosningasigri árið eftir. Hinn 5. apríl leggur breskur floti með 65 herskipum og 15.000 hermönnum úr höfn og heldur upp í hina hátt í 13.000 km löngu för suður til Falklandseyja. Áður en yfir lauk höfðu 28.000 brezkir hermenn verið sendir á vettvang og yfir 100 skip. Lið Argentínumanna taldi um 12.000 manns og um 40 herskip. Flestir þeirra voru ungir og óreyndir herskylduhermenn. Lofther Argentínumanna gat hins vegar lítið athafnað sig á svæðinu vegna fjarlægðarinnar.Hátt í 1.000 manns félluÍ átökunum sem fylgdu féllu 655 argentínskir og 255 brezkir hermenn, auk þess sem þrír óbreyttir Falklandseyingar létu lífið. Til samanburðar má geta þess, að samanlagt mannfall Breta í núverandi átökum í Írak og Afganistan er minna en það sem þeir urðu fyrir við Falklandseyjar. Samkvæmt því sem fullyrt er í grein brezka dagblaðsins Independent þá hafa þar að auki yfir 300 af þeim brezku hermönnum sem tóku þátt í Falklandseyjastríðinu svipt sig lífi síðan þá. Fyrsta meiri háttar mannfallið varð þegar brezkur kafbátur sökkti argentínska beitiskipinu General Belgrano. Með því fórust 368 menn. Skipið var statt utan við aðalátakasvæðið þegar kafbáts-árásin var gerð á það, en skipherrann, Héctor Bonzo, staðfesti árið 2005 að hann hefði haft skipun um að ráðast á brezk herskip. Tveimur dögum síðar var brezka tundurspillinum HMS Sheffield sökkt með Exocet-flugskeyti. 20 skipverjar fórust. Sjö vikum eftir að Argentínumenn hófu innrás sína komu Bretar sér upp landbækistöð í San Carlos-flóa 21. maí. Áætlunin var að gera árásir þaðan á landi að Goose Green og Stanley, helztu þéttbýlisstöðum eyjanna sem Argentínumenn héldu hersetnum. Orrustan um Goose Green stóð í hálfan annan sólarhring og var mjög hörð. Brezku hermennirnir voru mun færri en höfðu samt sigur. Sigurinn í Goose Green þýddi að nú gat lið Breta tekið sig upp frá San Carlos og stefnt til Stanley. Eftir langa og erfiða göngu yfir móa og mýrar, holt og hæðir þvert yfir eystri megineyju Falklandseyjaklasans hófst lokaorrustan í hæðunum við Port Stanley. Eftir að varnarlína Argentínumanna var rofin gáfust þeir upp. Hinn 14. júní gengu brezku hermennirnir fylktu liði inn í Port Stanley við mikinn fögnuð heimamanna.Pinochet vingast við ThatcherÁ meðan á hinu 74 daga langa stríði stóð urðu tengsl Chile og Bretlands nánari. Í þakklætisskyni fyrir að Chilemenn skyldu hjálpa Bretum að njósna um Argentínumenn, meðal annars með því að heimila þeim afnot af afskekktum flugvöllum, rufu Bretar alþjóðlegt vopnasölubann sem í gildi var gegn herforingjastjórn Augusto Pinochets og seldu henni tólf orrustuþotur. Þessar þotur voru fluttar til Chile í apríl, maí og nóvember með bandarískum herflutningavélum. Þótt Ronald Reagan Bandaríkjaforseti hefði hinn 26. apríl lýst stuðningi við Breta í deilunni, var alldjúpstæður ágreiningur um málið innan bandarísku ríkisstjórnarinnar. Afstaða bandarísku leyniþjónustunnar CIA var sú að Bandaríkin ættu að hallast til stuðnings við málstað Argentínumanna og bandaríski sendiherrann þar var líka á því. Hins vegar studdi utanríkisráðherrann Alexander Haig og varnarmálaráðherrann Caspar Weinberger Breta, og það gerði útslagið. Hinn 14. júní játar Mario Menendez, yfirmaður argentínska heraflans, ósigur Argentínumanna. Sautjánda júní lætur Galtieri síðan undan þrýstingi eigin manna og segir af sér. Hann er síðar lögsóttur og fangelsaður í þrjú ár fyrir hernaðarlega vanhæfni. Hann dó árið 2003.Gera enn tilkall til yfirráðaBretland og Argentína tóku aftur upp stjórnmálasamband árið 1990, en þó er enn ekki allt fallið í ljúfa löð í samskiptum landanna. Argentínumenn gera enn friðsamlegt tilkall til yfirráða yfir Falklands- (eða Malvinas-)eyjum, en brezk stjórnvöld segja hin brezku yfirráð yfir eyjunum ekki til umræðu. Um 1.000 brezkir hermenn eru að staðaldri á Falklandseyjum og vinna þar ýmis verk, svo sem að hjálpa til við vegagerð og að hreinsa jarðsprengjusvæði. Að varnarmálum frátöldum eru eyjarskeggjar sjálfum sér nógir, en þeir eru nú um 2.400 talsins. Aðaltekjulindin er sala veiðiheimilda í fiskveiðilögsögunni, en sauðfjárbúskapur er líka ein af meginstoðum efnahagslífsins. Ferðaþjónusta verður sífellt mikilvægari, en fjölmörg skemmtiferðaskip leggja leið sína til eyjanna. Það sem laðar margan ferðamanninn til eyjanna er fjölskrúðugt dýralíf, þar á meðal risastór varpsvæði mörgæsa. n Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Frægir fundu ástina 2024 Lífið Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Herforingjastjórnin í Argentínu gerði sér vonir um að afla sér aukins stuðnings meðal almennings í landinu með því að endurheimta yfirráð yfir Falklandseyjum, sem Argentínumenn kalla Malvinas-eyjar. Ráðamenn í Argentínu sögðu argentínska lýðveldið hafa erft yfirráð yfir eyjunum frá Spánverjum er landið fékk sjálfstæði árið 1833, en þótt þær séu afskekktar eru strendur Argentínu næsta fastalandið við þær. Rekja má hugmyndina að því að láta á það reyna að taka Falklandseyjar til þess að í Bretlandi tóku gildi haustið 1981 ný lög um ríkisborgararétt, sem gerðu ráð fyrir að íbúar Falklandseyja yrðu sviptir fullum ríkisborgararétti í Bretlandi. Þetta kom þeirri hugmynd að hjá herforingjunum í Buenos Aires að Bretar myndu ekki berjast til að verja yfirráð sín yfir eyjunum. Eins og síðar hefur komið fram tók Leopoldo Galtieri, yfirhershöfðingi og leiðtogi herforingjastjórnarinnar, ákvörðun um innrás í janúar 1982. Í byrjun marz sendir brezka sendiráðið í Buenos Aires skeyti heim til Lundúna þar sem sagt er frá þeim orðrómi að innrás standi fyrir dyrum. Utanríkisráðuneytið í Lundúnum ræður Margaret Thatcher forsætisráðherra hins vegar frá því að bregðast við þessum orðrómi.Thatcher tekur fljótt af skariðMikið mannfall Krossar í kirkjugarði í útjaðri Buenos Aires til minningar um þá 645 argentínsku hermenn sem féllu. Grafreiturinn er eftirmynd Darwin-kirkjugarðsins á Falklandseyjum, þar sem jarðneskar leifar hermannanna hvíla. fréttablaðið/apÞegar innrásin – Rosario-aðgerðin eins og herforingjarnir nefndu hana – var síðan orðin staðreynd. Í byrjun apríl fékk Thatcher misvísandi ráð frá undirmönnum sínum, en tók snarlega ákvörðun um að senda herlið á vettvang og verja hin bresku yfirráð yfir eyjunum með vopnavaldi. Thatcher lætur svo ummælt, að hinir tæplega 2.000 íbúar hinnar afskekktu nýlendu væru „af breskri arfleifð og stofni“ og hefðu sögulegan rétt til að vera það áfram. Stríðið átti síðan eftir að reynast stjórn Thatchers mikil lyftistöng og vinsældirnar skiluðu henni síðan góðum kosningasigri árið eftir. Hinn 5. apríl leggur breskur floti með 65 herskipum og 15.000 hermönnum úr höfn og heldur upp í hina hátt í 13.000 km löngu för suður til Falklandseyja. Áður en yfir lauk höfðu 28.000 brezkir hermenn verið sendir á vettvang og yfir 100 skip. Lið Argentínumanna taldi um 12.000 manns og um 40 herskip. Flestir þeirra voru ungir og óreyndir herskylduhermenn. Lofther Argentínumanna gat hins vegar lítið athafnað sig á svæðinu vegna fjarlægðarinnar.Hátt í 1.000 manns félluÍ átökunum sem fylgdu féllu 655 argentínskir og 255 brezkir hermenn, auk þess sem þrír óbreyttir Falklandseyingar létu lífið. Til samanburðar má geta þess, að samanlagt mannfall Breta í núverandi átökum í Írak og Afganistan er minna en það sem þeir urðu fyrir við Falklandseyjar. Samkvæmt því sem fullyrt er í grein brezka dagblaðsins Independent þá hafa þar að auki yfir 300 af þeim brezku hermönnum sem tóku þátt í Falklandseyjastríðinu svipt sig lífi síðan þá. Fyrsta meiri háttar mannfallið varð þegar brezkur kafbátur sökkti argentínska beitiskipinu General Belgrano. Með því fórust 368 menn. Skipið var statt utan við aðalátakasvæðið þegar kafbáts-árásin var gerð á það, en skipherrann, Héctor Bonzo, staðfesti árið 2005 að hann hefði haft skipun um að ráðast á brezk herskip. Tveimur dögum síðar var brezka tundurspillinum HMS Sheffield sökkt með Exocet-flugskeyti. 20 skipverjar fórust. Sjö vikum eftir að Argentínumenn hófu innrás sína komu Bretar sér upp landbækistöð í San Carlos-flóa 21. maí. Áætlunin var að gera árásir þaðan á landi að Goose Green og Stanley, helztu þéttbýlisstöðum eyjanna sem Argentínumenn héldu hersetnum. Orrustan um Goose Green stóð í hálfan annan sólarhring og var mjög hörð. Brezku hermennirnir voru mun færri en höfðu samt sigur. Sigurinn í Goose Green þýddi að nú gat lið Breta tekið sig upp frá San Carlos og stefnt til Stanley. Eftir langa og erfiða göngu yfir móa og mýrar, holt og hæðir þvert yfir eystri megineyju Falklandseyjaklasans hófst lokaorrustan í hæðunum við Port Stanley. Eftir að varnarlína Argentínumanna var rofin gáfust þeir upp. Hinn 14. júní gengu brezku hermennirnir fylktu liði inn í Port Stanley við mikinn fögnuð heimamanna.Pinochet vingast við ThatcherÁ meðan á hinu 74 daga langa stríði stóð urðu tengsl Chile og Bretlands nánari. Í þakklætisskyni fyrir að Chilemenn skyldu hjálpa Bretum að njósna um Argentínumenn, meðal annars með því að heimila þeim afnot af afskekktum flugvöllum, rufu Bretar alþjóðlegt vopnasölubann sem í gildi var gegn herforingjastjórn Augusto Pinochets og seldu henni tólf orrustuþotur. Þessar þotur voru fluttar til Chile í apríl, maí og nóvember með bandarískum herflutningavélum. Þótt Ronald Reagan Bandaríkjaforseti hefði hinn 26. apríl lýst stuðningi við Breta í deilunni, var alldjúpstæður ágreiningur um málið innan bandarísku ríkisstjórnarinnar. Afstaða bandarísku leyniþjónustunnar CIA var sú að Bandaríkin ættu að hallast til stuðnings við málstað Argentínumanna og bandaríski sendiherrann þar var líka á því. Hins vegar studdi utanríkisráðherrann Alexander Haig og varnarmálaráðherrann Caspar Weinberger Breta, og það gerði útslagið. Hinn 14. júní játar Mario Menendez, yfirmaður argentínska heraflans, ósigur Argentínumanna. Sautjánda júní lætur Galtieri síðan undan þrýstingi eigin manna og segir af sér. Hann er síðar lögsóttur og fangelsaður í þrjú ár fyrir hernaðarlega vanhæfni. Hann dó árið 2003.Gera enn tilkall til yfirráðaBretland og Argentína tóku aftur upp stjórnmálasamband árið 1990, en þó er enn ekki allt fallið í ljúfa löð í samskiptum landanna. Argentínumenn gera enn friðsamlegt tilkall til yfirráða yfir Falklands- (eða Malvinas-)eyjum, en brezk stjórnvöld segja hin brezku yfirráð yfir eyjunum ekki til umræðu. Um 1.000 brezkir hermenn eru að staðaldri á Falklandseyjum og vinna þar ýmis verk, svo sem að hjálpa til við vegagerð og að hreinsa jarðsprengjusvæði. Að varnarmálum frátöldum eru eyjarskeggjar sjálfum sér nógir, en þeir eru nú um 2.400 talsins. Aðaltekjulindin er sala veiðiheimilda í fiskveiðilögsögunni, en sauðfjárbúskapur er líka ein af meginstoðum efnahagslífsins. Ferðaþjónusta verður sífellt mikilvægari, en fjölmörg skemmtiferðaskip leggja leið sína til eyjanna. Það sem laðar margan ferðamanninn til eyjanna er fjölskrúðugt dýralíf, þar á meðal risastór varpsvæði mörgæsa. n
Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Frægir fundu ástina 2024 Lífið Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira