Dreymir um stóra vinninginn 14. apríl 2007 11:00 Splunkunýtt verk um hið sanna sport er frumsýnt í Hjáleigunni í kvöld. Leikfélagið Hugleikur setur upp nýtt verk eftir Hrefnu Friðriksdóttur í Hjáleigunni í kvöld. Leikritið heitir Bingó og fjallar um fimm manneskjur sem hittast reglulega og spila þann sívinsæla leik en öll dreymir þau um stóra vinninginn. Í hlutverki örlagavaldsins, bingóstjórans, er Frosti Friðriksson, sem þekktari er fyrir störf sín sem leikmyndahönnuður og myndlistarmaður. Sjálfur segist Frosti ekki hafa lagt mikla stund á bingóspil en hann fór þó í pílagrímsför í Vinabæ í kynningarskyni. „Þetta er dramatískt verk en líka spaugilegt. Lífið er óttalegt bingó, það snýst allt um tölur og þetta happdrætti lífsins. Það er mikil hending hvað maður ber úr býtum og auðvelt að gleyma sér í hita leiksins,“ segir Frosti. Leikarinn blundaði ávallt í þessum bingóstjóra en Frosti hóf sinn feril hjá Leikfélagi Kópavogs. Síðan sneri hann sér að öðrum hluta leikhússins og hóf að hanna leikmyndir fyrir ýmis verkefni. Erfiðast segir hann að læra textann. „Það er minn Akkilesarhæll. Ég ber mikla virðingu fyrir fólki sem getur bara gengið inn á svið og munað heilu rullurnar,“ segir hann kíminn. Það verður síðan bara að koma í ljós hvort hann man sitt í kvöld. „Maður spinnur þá bara eitthvað,“ segir hann í gríni, hinir spilararnir verða jú að dansa eftir fyrirmælum bingóstjórans. Frumsýnt verður kl. 20 í kvöld en leikstjóri er Ágústa Skúladóttir. Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Lífið Ný hugsun í heimi brúnkuvara Lífið samstarf Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Fleiri fréttir Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Leikfélagið Hugleikur setur upp nýtt verk eftir Hrefnu Friðriksdóttur í Hjáleigunni í kvöld. Leikritið heitir Bingó og fjallar um fimm manneskjur sem hittast reglulega og spila þann sívinsæla leik en öll dreymir þau um stóra vinninginn. Í hlutverki örlagavaldsins, bingóstjórans, er Frosti Friðriksson, sem þekktari er fyrir störf sín sem leikmyndahönnuður og myndlistarmaður. Sjálfur segist Frosti ekki hafa lagt mikla stund á bingóspil en hann fór þó í pílagrímsför í Vinabæ í kynningarskyni. „Þetta er dramatískt verk en líka spaugilegt. Lífið er óttalegt bingó, það snýst allt um tölur og þetta happdrætti lífsins. Það er mikil hending hvað maður ber úr býtum og auðvelt að gleyma sér í hita leiksins,“ segir Frosti. Leikarinn blundaði ávallt í þessum bingóstjóra en Frosti hóf sinn feril hjá Leikfélagi Kópavogs. Síðan sneri hann sér að öðrum hluta leikhússins og hóf að hanna leikmyndir fyrir ýmis verkefni. Erfiðast segir hann að læra textann. „Það er minn Akkilesarhæll. Ég ber mikla virðingu fyrir fólki sem getur bara gengið inn á svið og munað heilu rullurnar,“ segir hann kíminn. Það verður síðan bara að koma í ljós hvort hann man sitt í kvöld. „Maður spinnur þá bara eitthvað,“ segir hann í gríni, hinir spilararnir verða jú að dansa eftir fyrirmælum bingóstjórans. Frumsýnt verður kl. 20 í kvöld en leikstjóri er Ágústa Skúladóttir.
Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Lífið Ný hugsun í heimi brúnkuvara Lífið samstarf Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Fleiri fréttir Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira