Nábýli dauðans 15. apríl 2007 00:01 prúðasta fólkið í verstu deilunum Fjandinn verður oft laus í fjölbýlishúsum þar sem deilurnar byrja kannski á minniháttar ósamkomulagi, svo sem uppröðun skópara heimilisfólks á stigagangi. Oftar en ekki enda nágrannadeilur fyrir dómstólum.fréttablaðið/anton Sem betur fer eru þær aðferðir sem notaðar eru í dag til að leysa deilur mun mannúðlegri en þær voru hér á Sturlungaöld þegar menn voru höggnir í herðar niður. Núna er sjaldnast gripið í exina þótt hefndaraðgerðirnar geti oft verið grimmúðugar svo vægt sé til orða tekið. Dæmi eru um að nágrannar hafi málað fyrir stofugluggana hjá hver öðrum þannig að ekkert sást út, úldin síld sett í rafmagnstöfluna og skór faldir. Þetta hljómar auðvitað eins og dagur í lífi ólátabelgja í tíu ára bekk en þegar nágrannaerjur eru annars vegar geta fullorðnir einstaklingar hagað sér á þennan hátt. Einn maður segist öðrum fremur bera ábyrgð á nágrannadeilum síðari ára. Það er Sigurður Helgi Guðjónsson, formaður Húseigendafélagsins og lögfræðingur, en hann samdi lagabálk þann sem kallast fjöleignarhúsalög og var settur í byrjun árs 1995. Fyrstu lögin voru sett árið 1959 og árið 1976 öpuðum við upp lög frá frændum okkar Dönum sem voru mjög ófullkomin. Fjöleignarhúsalög þau sem Sigurður samdi þykja greinilega til fyrirmyndar því Sameinuðu þjóðirnar notuðu þau sem fyrirmynd þegar húsnæði í Austur-Evrópu var einkavætt. Sigurður segir að húseigendafélaginu berist mörg kvörtunarmál á dag en tekur skýrt fram að félagið sé ekki bara klöguskjóða heldur 85 ára gamalt hagsmunafélag. Hjá félaginu eru fjórir starfsmenn í fullu starfi og aðstoða félagsmenn meðal annars í nágrannadeilum. „Til okkar rata mál af öllum stærðum og gerðum. Nágrannakonan hugulsama sem kemur færandi hendi með heimagerða sultu og smákökur getur angrað suma jafnt og hávaði um nætur og sóðaskapur pirrar aðra. Tillitssemi og umburðarlyndi falla fljótt í valinn og léttar orðahnippingar geta fljótt þróast í allsherjarstríð. Heimilið hættir þannig að vera griðastaður þar sem fólk á að geta hvílst og hlaðið batteríin og fólk mætir úttaugað og stressað til vinnu.“ Að mati Sigurðar eru Íslendingar mjög fljótir upp á afturlappirnar enda verður að hafa í hug að á Íslandi á nábýli og borgarlíf sér afar stutta sögu. Hann segir ófrið og þras í fjölbýli vera mun algengara hér en erlendis og telur hann þar líka eiga í hlut eðli Íslendinga, sem séu frekari en gengur og gerist. „Lítil fjölbýlishús eru oft verst þar sem jafnvel er bara maður á mann. Sama má segja um eldri fjölbýlishúsin sem upphaflega voru einbýlishús. Staðsetning, afstaða og aðkoma að sameign eru þar bévítans klúður þannig að segja má að slík hús séu í raun sérhönnuð fyrir leiðindi. Einnig er það þannig að meðan eðli sumra er mjög kærulaust og þeir láta lítið fara í taugarnar á sér eru aðrir ofurviðkvæmir þannig að oftar en ekki er það þannig að enginn er að gera rangt heldur passa nágrannarnir einfaldlega ekki saman. Hormónar og einhver dularfull efnafræði spila sjálfsagt líka oft inn í,“ segir Sigurður og bætir við að það sé oft fólkið sem lyndir við alla og komi prúðmannlega fyrir sem lendi hvað mest upp á kant við nágranna sína.Sigurður helgi guðjónsson Þekkir nágrannaerjur út og inn enda formaður Húseigendafélagsins til margra ára. Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Sem betur fer eru þær aðferðir sem notaðar eru í dag til að leysa deilur mun mannúðlegri en þær voru hér á Sturlungaöld þegar menn voru höggnir í herðar niður. Núna er sjaldnast gripið í exina þótt hefndaraðgerðirnar geti oft verið grimmúðugar svo vægt sé til orða tekið. Dæmi eru um að nágrannar hafi málað fyrir stofugluggana hjá hver öðrum þannig að ekkert sást út, úldin síld sett í rafmagnstöfluna og skór faldir. Þetta hljómar auðvitað eins og dagur í lífi ólátabelgja í tíu ára bekk en þegar nágrannaerjur eru annars vegar geta fullorðnir einstaklingar hagað sér á þennan hátt. Einn maður segist öðrum fremur bera ábyrgð á nágrannadeilum síðari ára. Það er Sigurður Helgi Guðjónsson, formaður Húseigendafélagsins og lögfræðingur, en hann samdi lagabálk þann sem kallast fjöleignarhúsalög og var settur í byrjun árs 1995. Fyrstu lögin voru sett árið 1959 og árið 1976 öpuðum við upp lög frá frændum okkar Dönum sem voru mjög ófullkomin. Fjöleignarhúsalög þau sem Sigurður samdi þykja greinilega til fyrirmyndar því Sameinuðu þjóðirnar notuðu þau sem fyrirmynd þegar húsnæði í Austur-Evrópu var einkavætt. Sigurður segir að húseigendafélaginu berist mörg kvörtunarmál á dag en tekur skýrt fram að félagið sé ekki bara klöguskjóða heldur 85 ára gamalt hagsmunafélag. Hjá félaginu eru fjórir starfsmenn í fullu starfi og aðstoða félagsmenn meðal annars í nágrannadeilum. „Til okkar rata mál af öllum stærðum og gerðum. Nágrannakonan hugulsama sem kemur færandi hendi með heimagerða sultu og smákökur getur angrað suma jafnt og hávaði um nætur og sóðaskapur pirrar aðra. Tillitssemi og umburðarlyndi falla fljótt í valinn og léttar orðahnippingar geta fljótt þróast í allsherjarstríð. Heimilið hættir þannig að vera griðastaður þar sem fólk á að geta hvílst og hlaðið batteríin og fólk mætir úttaugað og stressað til vinnu.“ Að mati Sigurðar eru Íslendingar mjög fljótir upp á afturlappirnar enda verður að hafa í hug að á Íslandi á nábýli og borgarlíf sér afar stutta sögu. Hann segir ófrið og þras í fjölbýli vera mun algengara hér en erlendis og telur hann þar líka eiga í hlut eðli Íslendinga, sem séu frekari en gengur og gerist. „Lítil fjölbýlishús eru oft verst þar sem jafnvel er bara maður á mann. Sama má segja um eldri fjölbýlishúsin sem upphaflega voru einbýlishús. Staðsetning, afstaða og aðkoma að sameign eru þar bévítans klúður þannig að segja má að slík hús séu í raun sérhönnuð fyrir leiðindi. Einnig er það þannig að meðan eðli sumra er mjög kærulaust og þeir láta lítið fara í taugarnar á sér eru aðrir ofurviðkvæmir þannig að oftar en ekki er það þannig að enginn er að gera rangt heldur passa nágrannarnir einfaldlega ekki saman. Hormónar og einhver dularfull efnafræði spila sjálfsagt líka oft inn í,“ segir Sigurður og bætir við að það sé oft fólkið sem lyndir við alla og komi prúðmannlega fyrir sem lendi hvað mest upp á kant við nágranna sína.Sigurður helgi guðjónsson Þekkir nágrannaerjur út og inn enda formaður Húseigendafélagsins til margra ára.
Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira