Þau sem erfa landið 16. apríl 2007 09:51 Umræða um kjör barna hefur aukist mikið undanfarin ár. Þessi umræða hefur þó á stundum ekki síður snúist um rétt foreldra en barna. Þannig hefur umræða um skóla og leikskóla að miklu leyti snúist um það hversu lengi dags börnin geti dvalið á þessum stöðum. Í skuggann fellur þá umræða um uppeldisstarfið og kennsluna sem þau hljóta. Hér er þó á engan hátt gert lítið úr því góða starfi sem unnið er á uppeldisstofnunum heldur bent á þá þróun sem orðið hefur í þá átt að börn dvelja nú frá unga aldri utan heimilis mikinn meirihluta vökutíma síns á virkum dögum. Umræðan um hag barna hefur skilað miklum árangri. Ýmis ytri skilyrði voru að mörgu leyti börnum hagstæðari áður, svo sem meiri festa í fjölskyldumálum og meiri viðvera fullorðinna á heimilum. Þrátt fyrir þetta var vitundin um rétt barna enn fjær en nú er. Umboðsmaður barna í Svíþjóð, Lena Nyberg, var hér á landi í síðustu viku. Í viðtali sem birtist hér í Fréttablaðinu í gær benti hún meðal annars á þá áherslu sem í sænsku samfélagi er lögð á rétt fullorðinna til að eiga börn en ekki á réttindi barna til að eiga góða foreldra. Þessi staðhæfing á allt eins við um íslenskt samfélag. Lena bendir á að börn foreldra sem ekki ráða við hlutverk sitt séu þau börn sem verst verði úti í samfélaginu, sem ekki bregðist við erfiðleikum barna nema foreldrarnir berjist fyrir rétti þeirra. Þetta eru atriði sem rétt er að gefa gaum. Hagsmunir foreldra og barna eru vitanlega ekki gagnstæðir. Þvert á móti fara þeir iðulega saman. Þó er hollt að staldra við og greina umræðuna og áherslurnar sem settar eru fram um málefni barna og velta því vandlega fyrir sér hvort hagsmunir barnanna sjálfra séu ekki áreiðanlega í fyrirrúmi. Hér á Íslandi býr hærra hlutfall barna við fátækt en á hinum Norðurlöndunum. Þetta er ótækt í samfélagi sem kallast velferðarsamfélag. Í þessu fara hagsmunir foreldra og barna ótvírætt saman. Málefni barna snúast um rétt þeirra til mannsæmandi lífs, heilsu, menntunar og lífsgæða; þau snúast einnig um rétt barna til að hafa áhrif á eigið líf og að hlustað sé á þau og tekið mark á þeim. Hagsmunir barna felast einnig í að þær stéttir sem starfa við að uppfræða þau og hlynna að þeim í daglegu lífi beri úr býtum mannsæmandi laun og geti þannig verið enn stoltari af því mikla starfi þau vinna. Foreldrar hljóta að líta til þess hvaða stefnu þeir stjórnmálaflokkar sem bjóða fram til Alþingis hafa í málefnum barna og fjölskyldna. Þau málefni eru meðal þeirra sem kosið er um í vor. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson Skoðun
Umræða um kjör barna hefur aukist mikið undanfarin ár. Þessi umræða hefur þó á stundum ekki síður snúist um rétt foreldra en barna. Þannig hefur umræða um skóla og leikskóla að miklu leyti snúist um það hversu lengi dags börnin geti dvalið á þessum stöðum. Í skuggann fellur þá umræða um uppeldisstarfið og kennsluna sem þau hljóta. Hér er þó á engan hátt gert lítið úr því góða starfi sem unnið er á uppeldisstofnunum heldur bent á þá þróun sem orðið hefur í þá átt að börn dvelja nú frá unga aldri utan heimilis mikinn meirihluta vökutíma síns á virkum dögum. Umræðan um hag barna hefur skilað miklum árangri. Ýmis ytri skilyrði voru að mörgu leyti börnum hagstæðari áður, svo sem meiri festa í fjölskyldumálum og meiri viðvera fullorðinna á heimilum. Þrátt fyrir þetta var vitundin um rétt barna enn fjær en nú er. Umboðsmaður barna í Svíþjóð, Lena Nyberg, var hér á landi í síðustu viku. Í viðtali sem birtist hér í Fréttablaðinu í gær benti hún meðal annars á þá áherslu sem í sænsku samfélagi er lögð á rétt fullorðinna til að eiga börn en ekki á réttindi barna til að eiga góða foreldra. Þessi staðhæfing á allt eins við um íslenskt samfélag. Lena bendir á að börn foreldra sem ekki ráða við hlutverk sitt séu þau börn sem verst verði úti í samfélaginu, sem ekki bregðist við erfiðleikum barna nema foreldrarnir berjist fyrir rétti þeirra. Þetta eru atriði sem rétt er að gefa gaum. Hagsmunir foreldra og barna eru vitanlega ekki gagnstæðir. Þvert á móti fara þeir iðulega saman. Þó er hollt að staldra við og greina umræðuna og áherslurnar sem settar eru fram um málefni barna og velta því vandlega fyrir sér hvort hagsmunir barnanna sjálfra séu ekki áreiðanlega í fyrirrúmi. Hér á Íslandi býr hærra hlutfall barna við fátækt en á hinum Norðurlöndunum. Þetta er ótækt í samfélagi sem kallast velferðarsamfélag. Í þessu fara hagsmunir foreldra og barna ótvírætt saman. Málefni barna snúast um rétt þeirra til mannsæmandi lífs, heilsu, menntunar og lífsgæða; þau snúast einnig um rétt barna til að hafa áhrif á eigið líf og að hlustað sé á þau og tekið mark á þeim. Hagsmunir barna felast einnig í að þær stéttir sem starfa við að uppfræða þau og hlynna að þeim í daglegu lífi beri úr býtum mannsæmandi laun og geti þannig verið enn stoltari af því mikla starfi þau vinna. Foreldrar hljóta að líta til þess hvaða stefnu þeir stjórnmálaflokkar sem bjóða fram til Alþingis hafa í málefnum barna og fjölskyldna. Þau málefni eru meðal þeirra sem kosið er um í vor.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun