Gersemar gærdagsins, sýning Turak-leikhússins - fjórar stjörnur 20. apríl 2007 00:01 Hugvitssamleg, súrrealísk og sniðug sýning fyrir fólk á öllum aldri. Landsmenn geta hugsað sér glatt til menningarglóðarinnar fram á vorið því enn stendur yfir franska menningarkynningin Pourquoi pas? og hingað streymir hæfileikafólk frá meginlandinu sem fúst er að skemmta okkur og fræða. Á mánudagskvöld var sett upp óvenjuleg leiksýning í Kúlu Þjóðleikhússins en sýning sú ferðast um landið þessa dagana og verður hún sett upp í flestum fjórðungum auk sýninga í Hafnarfirði og á Reykjanesi. ýningin Gersemar gærdagsins er tegund af brúðuleikhúsi þar sem hinn hugvitsami forsprakki Turak-leikhússins, Michel Laubau, tekur sér stöðu á leiksviði og lætur alls kyns furður lifna við. Persónur og leikmunir eru gerð úr handahófskenndu dóti, straujárn, leikföng, fjaðrir og eldhúsáhöld koma þannig við sögu tveggja manna, annar þeirra er líklega að missa af flugi á meðan hinn er tvístígandi og forvitinn könnuður sem felur sig í fötu. Reyndar er ég alls ekki viss um hvað þessi sýning fjallar annað en það hvað það er gaman að hafa ímyndunarafl. Húmorinn er í fyrirrúmi í þessari sýningu og hinar einföldustu hreyfingar stjórnandans verða merkingarhlaðnar í óreiðukenndu umhverfi þar sem allir bíða spenntir eftir því hverju stjórnandinn tekur upp á næst. Tónlistin var sköpuð af tveimur rafmagnsgíturum og toguðust þau hljóð í allar áttir, það var hreint ótrúlegt hvað hægt var að að skapa mikla stemningu með tólf strengjum og magnara. Upptökuvélar og ljós voru líka notuð á eftirtektarverðan hátt og veggir leikhússins þannig brotnir niður í fleiri og framúrstefnulegri einingar. Gestirnir, einkum þeir yngstu, skelltu innilega upp úr yfir brellunum og látalátunum á sviðinu og ég er nokkuð viss um að þetta sjónarspil situr í fleirum en mér. Nú er bara spurning hvort einhver hafi farið beint út í bílskúr heima eftir sýninguna til þess að láta eitthvað lifna við eins og Fransmaðurinn Laubau. Kristrún Heiða Hauksdóttir Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Lífið Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Ný hugsun í heimi brúnkuvara Lífið samstarf María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Fleiri fréttir Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Landsmenn geta hugsað sér glatt til menningarglóðarinnar fram á vorið því enn stendur yfir franska menningarkynningin Pourquoi pas? og hingað streymir hæfileikafólk frá meginlandinu sem fúst er að skemmta okkur og fræða. Á mánudagskvöld var sett upp óvenjuleg leiksýning í Kúlu Þjóðleikhússins en sýning sú ferðast um landið þessa dagana og verður hún sett upp í flestum fjórðungum auk sýninga í Hafnarfirði og á Reykjanesi. ýningin Gersemar gærdagsins er tegund af brúðuleikhúsi þar sem hinn hugvitsami forsprakki Turak-leikhússins, Michel Laubau, tekur sér stöðu á leiksviði og lætur alls kyns furður lifna við. Persónur og leikmunir eru gerð úr handahófskenndu dóti, straujárn, leikföng, fjaðrir og eldhúsáhöld koma þannig við sögu tveggja manna, annar þeirra er líklega að missa af flugi á meðan hinn er tvístígandi og forvitinn könnuður sem felur sig í fötu. Reyndar er ég alls ekki viss um hvað þessi sýning fjallar annað en það hvað það er gaman að hafa ímyndunarafl. Húmorinn er í fyrirrúmi í þessari sýningu og hinar einföldustu hreyfingar stjórnandans verða merkingarhlaðnar í óreiðukenndu umhverfi þar sem allir bíða spenntir eftir því hverju stjórnandinn tekur upp á næst. Tónlistin var sköpuð af tveimur rafmagnsgíturum og toguðust þau hljóð í allar áttir, það var hreint ótrúlegt hvað hægt var að að skapa mikla stemningu með tólf strengjum og magnara. Upptökuvélar og ljós voru líka notuð á eftirtektarverðan hátt og veggir leikhússins þannig brotnir niður í fleiri og framúrstefnulegri einingar. Gestirnir, einkum þeir yngstu, skelltu innilega upp úr yfir brellunum og látalátunum á sviðinu og ég er nokkuð viss um að þetta sjónarspil situr í fleirum en mér. Nú er bara spurning hvort einhver hafi farið beint út í bílskúr heima eftir sýninguna til þess að láta eitthvað lifna við eins og Fransmaðurinn Laubau. Kristrún Heiða Hauksdóttir
Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Lífið Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Ný hugsun í heimi brúnkuvara Lífið samstarf María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Fleiri fréttir Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira