Ævintýrið í Ameríku 22. apríl 2007 00:01 Þrátt fyrir velgengi í Stóra epplinu í New York segir Ylfa að hún sakni fjölskyldunnar og reynir að koma hingað til lands tvisvar á ári. Ylfa landaði nýlega stóru hlutverki í sjónvarpsþáttunum Law & Order: Special Victim Unit sem notið hafa mikilla vinsælda hér á landi og verður þátturinn frumsýndur 15. maí. Ylfa leikur móður sem leitar sonar síns en honum var rænt fyrir tíu árum. “Þetta er mjög dramatískt hlutverk og ég þurfti að kafa ofan í þessar hrikalegu tilfinningar að vita ekki um afdrif barnsins síns,” segir Ylfa en mótleikarar hennar eru Christopher Meloni og Mariska Hargitay. Ylfa hafði unnið áður með leikstjóranum David Platt og vildi hann gjarnan fá hana í hlutverkið. Með þýskt blóð í æðumMeðleikararnir Íslenskir áhorfendur munu senn sjá Ylfu í góðum félagsskap Christophers Meloni og Marisku Hargitay.Þrátt fyrir að Ylfa hafi verið búsett í Bandaríkjunum í tæp tuttugu ár er ljóst að Íslendingurinn í henni er langt því frá því að vera tröllum gefinn. Áður en hún setur sig í viðmælandahlutverkið vill hún ólm fá að vita hvernig veðrið sé heima og hvort vorið sé komið enda heldur Ylfa góðu sambandi við heimahagana og kemur hingað í heimsókn tvisvar á ári, í júlí og svo yfir jólin. Líf Íslendingsins í útlöndum hefur stórbreyst á þeim tveimur áratugum sem liðnir eru síðan leikkonan reif sig upp og hélt á vit ævintýranna og tekur til dæmis aðeins þrjátíu sekúndur að senda nokkrar línur til vina og vandamanna. “Hérna áður fyrr gat það tekið viku og allt uppí tíu daga, “ segir Ylfa. Útskýrir síðan að hún hafi reynt að fá fjölskylduna til að taka upp símaforritið SKYPE en það hafi gengið heldur seint.Ylfa upplýsir að þrátt fyrir að hún hafi alltaf kallað sig Íslending renni í raun alþýskt blóð um æðar hennar. „Já, ég hef eiginlega bara verið að ljúga allan þennan tíma,“ segir Ylfa og skellihlær. „En ég tala íslensku og er alin hérna upp þannig að ég hlýt að teljast gjaldgengur Íslendingur,“ bætir hún við. Foreldrar hennar eru Stefán Edelstein, skólastjóri Tónmenntaskólans og Anne-Marie Egloff, leiðsögukona, sem lést árið 1988. „Föðurættin kom til Íslands árið 1939 þegar hún flúðu undan ofsóknum nasista. Mamma fluttist hingað fullorðin,“ útskýrir Ylfa sem eyddi sumrunum í barnæsku hjá afa og ömmunum í Þýskalandi en lék sér þess á milli í Laugarneshverfinu. „Heimilið var tveggja tungu heimili. Sem fjölskylda töluðum við þýsku saman, en við systkinin töluðum ávallt íslensku okkar á milli.“Ævintýri eftir MenntaskólaárinLeikkonan var rétt búin að klára stúdentsprófi í MS þegar hún skellti sér í ævintýraklossana og hélt vestur um haf. „Ég hafði verið í Dansstúdíó Sóleyjar, en Sóley Jóhannsdóttir var mjög dugleg að fara til Bandaríkjanna og flytja inn kennara,“ segir Ylfa sem telur sig hafa lært mikið af Sóleyju og hún búi enn yfir þeirra reynslu. „Einn þeirra var Cornelius Carter sem margir muna eflaust eftir, því hann gekk alltaf niður Laugaveginn í pels. Hann kynnti mig fyrir Webster University í St. Louis og hvatti mig til að fara út. Ég lét bara slag standa, pakkaði niður og hélt útí óvissuna.“ Þegar þangað var komið reyndist námið ekki það sem Ylfa hafði hugsað sér og örlögin gripu í taumana. Móðir hennar lést skyndilega árið 1988 og Ylfa kom heim til Íslands þá um sumarið. „Ég fékk hlutverk í kvikmynd og þegar ekkert varð úr henni var orðið of seint að fylgja árganginum mínum þar úti eftir og ég ákvað því að fara til New York og finna þar skóla enda var sagt að bestu kennararnir væru þar.“ Að námi loknu lét Ylfa síðan aftur slag standa, settist upp í bíl og endaði í Los Angeles þar sem hún bjó í ein tólf ár. En nú er hún kominn aftur heim til New York þar sem ævintýrið hófst fyrir alvöru. Á ekkert að fara geri Meffi?Ylfa hefur mörg járn í eldinum og er meðal annars að skrifa leikrit en vill ekki tjá sig mikið um verkefnið að svo stöddu. Segist hafa það af fenginni reynslu úr þessum bransa að það borgi sig ekki að tjá sig fyrr en allt er klappað og klárt en lumar síðan á lítilli sögu frá Íslandi sem enn er höfð í flimtingum í góðra vini hópi. „Þegar ég kom heim sumarið 1988 var mér boðið hlutverk í íslenskri kvikmynd sem hét Meffi. Þetta átti að vera svona fyrsta alvöru alþjóðlega íslenska-bandaríska kvikmyndin og búið var að ráða Peter Boyle og Eric Roberts í hlutverk. Fjölmiðlarnir birtu allskyns viðtöl og myndir en svo var myndin bara blásin af og ekkert varð úr neinu,“ segir Ylfa og þykir þessi minning augljóslega mjög skemmtileg. „Ég spyr alltaf Helga Björns, þegar við sjáumst: Erum við komin með dagsetningu á tökum á Meffi?“ Margir muna eftir Ylfu í hlutverk bandaríska ljósmyndarans Jamie Colley í Dís. Hún segist eiga góðar minningar frá þeim dögum á Íslandi. „Ég naut þess eiginlega mest að ræða við Árna Tryggvason. Hann lifir svo sterkt í minningunni þegar hann lék Lilla Klifurmús í Dýrunum í Hálsaskógi. Ég fór mikið í leikhús sem barn og það hefur örugglega haft áhrif á mig. Við Árni ræddum um allt milli himins og jarðar og hann var virkilega yndislegur og sagði mér mikið um uppruna leiklistarinnar á Íslandi,“ segir Ylfa. Mér líður svona á hverjum degiYlfa segir leiklistina alltaf vera hark. Það breytist hins vegar bara með árunum og hún viðurkennir að auðvitað hefði hún viljað vita þá hluti sem hún veit í dag þegar hún var að stíga sín fyrstu skref. “En sú reynsla hefur gert mig að betri leikkonu og vonandi betri manneskju,” segir Ylfa og rifjar upp skemmtilegt samtal sem hún átti við Óskarsverðlaunahafann Richard Dreyfuss á tökustað en Ylfa lék á móti honum í sjónvarpsþáttaröðinni The Education of Max Bickford. “Ég sat og var að reyna rifja línurnar mínar upp og yfir mig helltust allskyns áhyggjur; Skyldi ég nú gleyma textanum eða gera eitthvað vitlaust, kosta fyrirtækið þúsundir dollara og verða loks rekin,” segir Ylfa. “Hann settist við hliðina á mér og hlýtur að hafa séð hræðsluna í augunum því hann spurði hvort ekki væri allt í lagi,” heldur Ylfa áfram. “Ég svaraði honum bara auðvitað að ég væri hrædd um að gleyma öllu og klúðra þessu,” segir Ylfa en Dreyfuss hafði svar á reiðum höndum. “Hann sagði að svona liði honum á hverjum einasta degi,” segir Ylfa og hlær. “Ég veit ekki hvort þetta var satt eða hvort hann var bara að segja þetta til að láta mér líða betur en þetta virkaði allavega.”Leikkonan vill þó lítið gera úr sinni afreksskrá og segist bara vera verkamaður í leikarastéttinni. “Það veit engin hver ég er nema fólkið sem ég vinn með. Ef ég væri í þessum bransa með því hugarfari að vera stjarna þá gæti ég bara gleymt þessu. Ég er í þessu af því ég get ekki hugsað mér að gera neitt annað. Þetta er bara mín köllun,” útskýrir Ylfa.Leikkonan segist ekki vera á heimleið í bráð. Hún hafi komið sér vel fyrir í Stóra Eplinu en útilokar hins vegar ekki að koma til Íslands og leika. Leikkonan segir að Íslandsuppruni hennar vekji alltaf mikla athygli en hafi þó aldrei hjálpað mikið til þegar velja á í hlutverkin. “Ísland verður alltaf mjög skemmtilegt umræðuefni en aldrei mikið meira,” segir Ylfa sem þó hitti mikinn áhugamann um íslenskar sögur þegar tökur á The Education of Max Bickford fóru fram. „Ég var kynnt fyrir Peter O’Toole og hann spurði mig hvaðan ég væri. Þegar ég hafði sagt honum það kom uppúr kafinu að hann er algjör sérfræðingur í Eddu-sögunum og var mikill viskubrunnur um íslenskar sögur. Ég stóð bara hins vegar eins og græningi og vissi ekki neitt,” segir Ylfa og hlær að þeirri tilhugsun að enski stórleikarinn skyldi hafa gert hana kjaftstopp í Íslandsumræðunni.Og það stefnir ekkert í að Ylfa sé á heimleið þótt vissulega sé erfitt að vera fjarri vinum og vandamönnum. “Nei, ætli ég verði ekki hérna eitthvað áfram. Ég er búin að koma mér svo ágætlega fyrir í New York og kann svo vel við mig. Hér eru ýmis verkefni sem ég er að þróa, umboðsmaður minn er hér og væri ekki hress með að ég væri að flýja land. En það er nú minnsta málið að skella sér heim, ég er alltaf til íl allt,“ segir Ylfa sem viðurkennir þó að hún sakni íslenska vatnsins. „Það er einhvern veginn órjúfanlegur hluti af þessari tæru og hreinu náttúru landsins.“ Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Ylfa landaði nýlega stóru hlutverki í sjónvarpsþáttunum Law & Order: Special Victim Unit sem notið hafa mikilla vinsælda hér á landi og verður þátturinn frumsýndur 15. maí. Ylfa leikur móður sem leitar sonar síns en honum var rænt fyrir tíu árum. “Þetta er mjög dramatískt hlutverk og ég þurfti að kafa ofan í þessar hrikalegu tilfinningar að vita ekki um afdrif barnsins síns,” segir Ylfa en mótleikarar hennar eru Christopher Meloni og Mariska Hargitay. Ylfa hafði unnið áður með leikstjóranum David Platt og vildi hann gjarnan fá hana í hlutverkið. Með þýskt blóð í æðumMeðleikararnir Íslenskir áhorfendur munu senn sjá Ylfu í góðum félagsskap Christophers Meloni og Marisku Hargitay.Þrátt fyrir að Ylfa hafi verið búsett í Bandaríkjunum í tæp tuttugu ár er ljóst að Íslendingurinn í henni er langt því frá því að vera tröllum gefinn. Áður en hún setur sig í viðmælandahlutverkið vill hún ólm fá að vita hvernig veðrið sé heima og hvort vorið sé komið enda heldur Ylfa góðu sambandi við heimahagana og kemur hingað í heimsókn tvisvar á ári, í júlí og svo yfir jólin. Líf Íslendingsins í útlöndum hefur stórbreyst á þeim tveimur áratugum sem liðnir eru síðan leikkonan reif sig upp og hélt á vit ævintýranna og tekur til dæmis aðeins þrjátíu sekúndur að senda nokkrar línur til vina og vandamanna. “Hérna áður fyrr gat það tekið viku og allt uppí tíu daga, “ segir Ylfa. Útskýrir síðan að hún hafi reynt að fá fjölskylduna til að taka upp símaforritið SKYPE en það hafi gengið heldur seint.Ylfa upplýsir að þrátt fyrir að hún hafi alltaf kallað sig Íslending renni í raun alþýskt blóð um æðar hennar. „Já, ég hef eiginlega bara verið að ljúga allan þennan tíma,“ segir Ylfa og skellihlær. „En ég tala íslensku og er alin hérna upp þannig að ég hlýt að teljast gjaldgengur Íslendingur,“ bætir hún við. Foreldrar hennar eru Stefán Edelstein, skólastjóri Tónmenntaskólans og Anne-Marie Egloff, leiðsögukona, sem lést árið 1988. „Föðurættin kom til Íslands árið 1939 þegar hún flúðu undan ofsóknum nasista. Mamma fluttist hingað fullorðin,“ útskýrir Ylfa sem eyddi sumrunum í barnæsku hjá afa og ömmunum í Þýskalandi en lék sér þess á milli í Laugarneshverfinu. „Heimilið var tveggja tungu heimili. Sem fjölskylda töluðum við þýsku saman, en við systkinin töluðum ávallt íslensku okkar á milli.“Ævintýri eftir MenntaskólaárinLeikkonan var rétt búin að klára stúdentsprófi í MS þegar hún skellti sér í ævintýraklossana og hélt vestur um haf. „Ég hafði verið í Dansstúdíó Sóleyjar, en Sóley Jóhannsdóttir var mjög dugleg að fara til Bandaríkjanna og flytja inn kennara,“ segir Ylfa sem telur sig hafa lært mikið af Sóleyju og hún búi enn yfir þeirra reynslu. „Einn þeirra var Cornelius Carter sem margir muna eflaust eftir, því hann gekk alltaf niður Laugaveginn í pels. Hann kynnti mig fyrir Webster University í St. Louis og hvatti mig til að fara út. Ég lét bara slag standa, pakkaði niður og hélt útí óvissuna.“ Þegar þangað var komið reyndist námið ekki það sem Ylfa hafði hugsað sér og örlögin gripu í taumana. Móðir hennar lést skyndilega árið 1988 og Ylfa kom heim til Íslands þá um sumarið. „Ég fékk hlutverk í kvikmynd og þegar ekkert varð úr henni var orðið of seint að fylgja árganginum mínum þar úti eftir og ég ákvað því að fara til New York og finna þar skóla enda var sagt að bestu kennararnir væru þar.“ Að námi loknu lét Ylfa síðan aftur slag standa, settist upp í bíl og endaði í Los Angeles þar sem hún bjó í ein tólf ár. En nú er hún kominn aftur heim til New York þar sem ævintýrið hófst fyrir alvöru. Á ekkert að fara geri Meffi?Ylfa hefur mörg járn í eldinum og er meðal annars að skrifa leikrit en vill ekki tjá sig mikið um verkefnið að svo stöddu. Segist hafa það af fenginni reynslu úr þessum bransa að það borgi sig ekki að tjá sig fyrr en allt er klappað og klárt en lumar síðan á lítilli sögu frá Íslandi sem enn er höfð í flimtingum í góðra vini hópi. „Þegar ég kom heim sumarið 1988 var mér boðið hlutverk í íslenskri kvikmynd sem hét Meffi. Þetta átti að vera svona fyrsta alvöru alþjóðlega íslenska-bandaríska kvikmyndin og búið var að ráða Peter Boyle og Eric Roberts í hlutverk. Fjölmiðlarnir birtu allskyns viðtöl og myndir en svo var myndin bara blásin af og ekkert varð úr neinu,“ segir Ylfa og þykir þessi minning augljóslega mjög skemmtileg. „Ég spyr alltaf Helga Björns, þegar við sjáumst: Erum við komin með dagsetningu á tökum á Meffi?“ Margir muna eftir Ylfu í hlutverk bandaríska ljósmyndarans Jamie Colley í Dís. Hún segist eiga góðar minningar frá þeim dögum á Íslandi. „Ég naut þess eiginlega mest að ræða við Árna Tryggvason. Hann lifir svo sterkt í minningunni þegar hann lék Lilla Klifurmús í Dýrunum í Hálsaskógi. Ég fór mikið í leikhús sem barn og það hefur örugglega haft áhrif á mig. Við Árni ræddum um allt milli himins og jarðar og hann var virkilega yndislegur og sagði mér mikið um uppruna leiklistarinnar á Íslandi,“ segir Ylfa. Mér líður svona á hverjum degiYlfa segir leiklistina alltaf vera hark. Það breytist hins vegar bara með árunum og hún viðurkennir að auðvitað hefði hún viljað vita þá hluti sem hún veit í dag þegar hún var að stíga sín fyrstu skref. “En sú reynsla hefur gert mig að betri leikkonu og vonandi betri manneskju,” segir Ylfa og rifjar upp skemmtilegt samtal sem hún átti við Óskarsverðlaunahafann Richard Dreyfuss á tökustað en Ylfa lék á móti honum í sjónvarpsþáttaröðinni The Education of Max Bickford. “Ég sat og var að reyna rifja línurnar mínar upp og yfir mig helltust allskyns áhyggjur; Skyldi ég nú gleyma textanum eða gera eitthvað vitlaust, kosta fyrirtækið þúsundir dollara og verða loks rekin,” segir Ylfa. “Hann settist við hliðina á mér og hlýtur að hafa séð hræðsluna í augunum því hann spurði hvort ekki væri allt í lagi,” heldur Ylfa áfram. “Ég svaraði honum bara auðvitað að ég væri hrædd um að gleyma öllu og klúðra þessu,” segir Ylfa en Dreyfuss hafði svar á reiðum höndum. “Hann sagði að svona liði honum á hverjum einasta degi,” segir Ylfa og hlær. “Ég veit ekki hvort þetta var satt eða hvort hann var bara að segja þetta til að láta mér líða betur en þetta virkaði allavega.”Leikkonan vill þó lítið gera úr sinni afreksskrá og segist bara vera verkamaður í leikarastéttinni. “Það veit engin hver ég er nema fólkið sem ég vinn með. Ef ég væri í þessum bransa með því hugarfari að vera stjarna þá gæti ég bara gleymt þessu. Ég er í þessu af því ég get ekki hugsað mér að gera neitt annað. Þetta er bara mín köllun,” útskýrir Ylfa.Leikkonan segist ekki vera á heimleið í bráð. Hún hafi komið sér vel fyrir í Stóra Eplinu en útilokar hins vegar ekki að koma til Íslands og leika. Leikkonan segir að Íslandsuppruni hennar vekji alltaf mikla athygli en hafi þó aldrei hjálpað mikið til þegar velja á í hlutverkin. “Ísland verður alltaf mjög skemmtilegt umræðuefni en aldrei mikið meira,” segir Ylfa sem þó hitti mikinn áhugamann um íslenskar sögur þegar tökur á The Education of Max Bickford fóru fram. „Ég var kynnt fyrir Peter O’Toole og hann spurði mig hvaðan ég væri. Þegar ég hafði sagt honum það kom uppúr kafinu að hann er algjör sérfræðingur í Eddu-sögunum og var mikill viskubrunnur um íslenskar sögur. Ég stóð bara hins vegar eins og græningi og vissi ekki neitt,” segir Ylfa og hlær að þeirri tilhugsun að enski stórleikarinn skyldi hafa gert hana kjaftstopp í Íslandsumræðunni.Og það stefnir ekkert í að Ylfa sé á heimleið þótt vissulega sé erfitt að vera fjarri vinum og vandamönnum. “Nei, ætli ég verði ekki hérna eitthvað áfram. Ég er búin að koma mér svo ágætlega fyrir í New York og kann svo vel við mig. Hér eru ýmis verkefni sem ég er að þróa, umboðsmaður minn er hér og væri ekki hress með að ég væri að flýja land. En það er nú minnsta málið að skella sér heim, ég er alltaf til íl allt,“ segir Ylfa sem viðurkennir þó að hún sakni íslenska vatnsins. „Það er einhvern veginn órjúfanlegur hluti af þessari tæru og hreinu náttúru landsins.“
Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira