Spaugstofan kveður í bili með olíubaði og látum 28. apríl 2007 14:00 Síðasti Spaugstofuþátturinn í bili er í kvöld og bregða þeir Pálmi og Örn Árnason sér í olíubað í tilefni dagsins. MYND/Atli „Það er alltaf með ákveðinni tregablandinni ánægju sem maður fer í frí,“ segir Pálmi Gestsson, sérlegur blaðafulltrúi Spaugstofunnar. Síðasti þáttur hinna dáðu Spaugstofumanna verður sýndur í kvöld á Ríkissjónvarpinu. Aðspurður segir Pálmi það líklega ákveðin mistök að punkturinn skuli settur nú þegar svo stutt er í kosningar, fróðlegt hefði verið að sjá hvernig tökum fréttastofa Spaugstofunnar hefði tekið kosningabaráttuna, en hann telur þó engar sérstakar pólitískar ástæður liggja þar að baki. „Nei, ætli það. Menn sömdu til þessa tíma og eyrnamerktu þessu eitthvert fjármagn. Og hefur uppgötvast of seint að svona stæði á. Eða ég ímynda mér það.” Samningar Spaugstofunnar og Ríkissjónvarpsins ohf. eru lausir. Þórhallur Gunnarsson er yfirmaður innlends dagskrárefnis og við hann er að eiga hvað varðar framhaldið. Svo er að skilja á Pálma að Spaugstofumenn hafi á því áhuga að halda sínu striki. þórhallur gunnarsson Afstætt er hversu dýrt dagskrárefni er en nú eru yfirstandandi samningar við Spaugstofuna um áframhaldandi samstarf. Og Þórhallur segir að menn hendi ekki af dagskrá svo hæglega þætti sem hefur að jafnaði yfir fimmtíu prósenta áhorf. „Samningar standa yfir og þeim verður vonandi lokið í næstu viku. Þá kemur í ljós hvað verður,” segir Þórhallur og á þar af leiðandi erfitt með að upplýsa nákvæmlega hver niðurstaðan verður. Segir þó að verið sé að semja um mögulegar breytingar á þættinum og náist samningar þar um má búast við Spaugstofumönnum á skjánum næsta vetur en þá í breyttri mynd. Aðspurður hvort ekki sé um óheyrilega dýrt efni að ræða þar sem hinir rándýru skemmtikraftar að sunnan eru segir Þórhallur það afstætt. „Hver mínúta í sjónvarpi er dýr. Hvort sem það er Spaugstofan eða aðrir. Og leggja verður allt til grundvallar. Þú getur verið með ódýrara efni sem gæti svo reynst þér talsvert dýrara þegar upp er staðið,” segir Þórhallur. Pálmi segir þáttinn í kvöld verða á léttu nótunum. Kemur kannski ekki á óvart en líkt og meðfylgjandi mynd ber með sér þá eru þeir með puttann á púlsinum og bregða sér í olíubað. Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
„Það er alltaf með ákveðinni tregablandinni ánægju sem maður fer í frí,“ segir Pálmi Gestsson, sérlegur blaðafulltrúi Spaugstofunnar. Síðasti þáttur hinna dáðu Spaugstofumanna verður sýndur í kvöld á Ríkissjónvarpinu. Aðspurður segir Pálmi það líklega ákveðin mistök að punkturinn skuli settur nú þegar svo stutt er í kosningar, fróðlegt hefði verið að sjá hvernig tökum fréttastofa Spaugstofunnar hefði tekið kosningabaráttuna, en hann telur þó engar sérstakar pólitískar ástæður liggja þar að baki. „Nei, ætli það. Menn sömdu til þessa tíma og eyrnamerktu þessu eitthvert fjármagn. Og hefur uppgötvast of seint að svona stæði á. Eða ég ímynda mér það.” Samningar Spaugstofunnar og Ríkissjónvarpsins ohf. eru lausir. Þórhallur Gunnarsson er yfirmaður innlends dagskrárefnis og við hann er að eiga hvað varðar framhaldið. Svo er að skilja á Pálma að Spaugstofumenn hafi á því áhuga að halda sínu striki. þórhallur gunnarsson Afstætt er hversu dýrt dagskrárefni er en nú eru yfirstandandi samningar við Spaugstofuna um áframhaldandi samstarf. Og Þórhallur segir að menn hendi ekki af dagskrá svo hæglega þætti sem hefur að jafnaði yfir fimmtíu prósenta áhorf. „Samningar standa yfir og þeim verður vonandi lokið í næstu viku. Þá kemur í ljós hvað verður,” segir Þórhallur og á þar af leiðandi erfitt með að upplýsa nákvæmlega hver niðurstaðan verður. Segir þó að verið sé að semja um mögulegar breytingar á þættinum og náist samningar þar um má búast við Spaugstofumönnum á skjánum næsta vetur en þá í breyttri mynd. Aðspurður hvort ekki sé um óheyrilega dýrt efni að ræða þar sem hinir rándýru skemmtikraftar að sunnan eru segir Þórhallur það afstætt. „Hver mínúta í sjónvarpi er dýr. Hvort sem það er Spaugstofan eða aðrir. Og leggja verður allt til grundvallar. Þú getur verið með ódýrara efni sem gæti svo reynst þér talsvert dýrara þegar upp er staðið,” segir Þórhallur. Pálmi segir þáttinn í kvöld verða á léttu nótunum. Kemur kannski ekki á óvart en líkt og meðfylgjandi mynd ber með sér þá eru þeir með puttann á púlsinum og bregða sér í olíubað.
Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira