Kate elskar okkur allar 28. apríl 2007 00:01 anna margrét björnsson Nú bíða flestar tískudrósir í ofvæni eftir því að fatalína gyðjunnar sjálfrar – Kate Moss loves Top Shop – rati í Top Shop verslanir Lundúnaborgar í næstu viku. Ekki nóg með það, heldur mun TopShop lína fröken Moss einnig fást í musteri kúlsins – Colette í París – frá og með 2. maí. Og Guð er oss svo náðugur að eftir örfáar vikur kemur línan meira að segja til Íslands. Eftir því sem ég hef séð frá bæklingum Top Shop og viðtölum við hina væntanlegu frú Doherty er línan, tja, mjög … Moss. Stelpuleg snið, níðþröngar gallabuxur, rokk og ról. Eiginlega alveg eins og við sjáum Kate í Hello-blöðunum: vesti, hlýrabolir, þægilegar mokkasínur og snákalegir svartir kjólar. Stóra spurningin er hvort það er góð hugmynd að láta einhvern sem hefur aldrei lært fatahönnun búa til heila línu fyrir risavaxna verslunarkeðju. ( Eins og til dæmis Madonna sem gerði fremur misheppnaða línu fyrir H&M). Kate Moss mun alltaf líta vel út í hverju sem henni dettur í hug að fara í. Það er hennar starf (sem og annarra fyrirsætna) að láta hvaða flík sem er slá í gegn á mynd. En mun hin venjulega unga kona einnig vera sexí í (nú stel ég kvóti frá Patsy í Absolutely Fabulous) „mínikjólum sem munu leyfa heiminum að leika kvensjúkdómalækninn þinn“? Og erum við virkilega spenntar fyrir kjól sem lætur Kate Moss líta út eins og Kate Moss? Ég yrði miklu hrifnari af því til dæmis að sjá kjól sem myndi láta Siv Friðleifsdóttur líta út eins og Kate Moss. Ég er skíthrædd um að fara að sjá hundruð kvenna í „hotpants“, þröngum vestum, hvítum hlýrabolum með engum brjóstahaldara undir sem halda að þær muni virkilega líta alveg út eins og Kate Moss. Hundruð ungra kvenna með þá von í brjósti að þær muni lifa svalara og betra lífi ef þær bíða í tveggja tíma röð fyrir utan Top Shop eftir gallastuttbuxum. Tíminn mun leiða í ljós hvort það er vel heppnað að fá fyrirsætu til að hanna fatalínu fyrir almúgann eða ekki. Markaðshugmyndin hjá peningagúrúunum er allavega snilld. Samt bíð ég auðvitað tryllingslega spennt eftir Moss-kjól sem virðist búinn til eingöngu úr pínulitlum plasttíglum. Mossarinn er greinilega ekki alveg af baki dottin. Fylgist svo með frekari umfjöllun frá mér næstu helgi um hvenær Kate Moss loves TopShop-línan kemur til landsins. Spennan eykst. Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Nú bíða flestar tískudrósir í ofvæni eftir því að fatalína gyðjunnar sjálfrar – Kate Moss loves Top Shop – rati í Top Shop verslanir Lundúnaborgar í næstu viku. Ekki nóg með það, heldur mun TopShop lína fröken Moss einnig fást í musteri kúlsins – Colette í París – frá og með 2. maí. Og Guð er oss svo náðugur að eftir örfáar vikur kemur línan meira að segja til Íslands. Eftir því sem ég hef séð frá bæklingum Top Shop og viðtölum við hina væntanlegu frú Doherty er línan, tja, mjög … Moss. Stelpuleg snið, níðþröngar gallabuxur, rokk og ról. Eiginlega alveg eins og við sjáum Kate í Hello-blöðunum: vesti, hlýrabolir, þægilegar mokkasínur og snákalegir svartir kjólar. Stóra spurningin er hvort það er góð hugmynd að láta einhvern sem hefur aldrei lært fatahönnun búa til heila línu fyrir risavaxna verslunarkeðju. ( Eins og til dæmis Madonna sem gerði fremur misheppnaða línu fyrir H&M). Kate Moss mun alltaf líta vel út í hverju sem henni dettur í hug að fara í. Það er hennar starf (sem og annarra fyrirsætna) að láta hvaða flík sem er slá í gegn á mynd. En mun hin venjulega unga kona einnig vera sexí í (nú stel ég kvóti frá Patsy í Absolutely Fabulous) „mínikjólum sem munu leyfa heiminum að leika kvensjúkdómalækninn þinn“? Og erum við virkilega spenntar fyrir kjól sem lætur Kate Moss líta út eins og Kate Moss? Ég yrði miklu hrifnari af því til dæmis að sjá kjól sem myndi láta Siv Friðleifsdóttur líta út eins og Kate Moss. Ég er skíthrædd um að fara að sjá hundruð kvenna í „hotpants“, þröngum vestum, hvítum hlýrabolum með engum brjóstahaldara undir sem halda að þær muni virkilega líta alveg út eins og Kate Moss. Hundruð ungra kvenna með þá von í brjósti að þær muni lifa svalara og betra lífi ef þær bíða í tveggja tíma röð fyrir utan Top Shop eftir gallastuttbuxum. Tíminn mun leiða í ljós hvort það er vel heppnað að fá fyrirsætu til að hanna fatalínu fyrir almúgann eða ekki. Markaðshugmyndin hjá peningagúrúunum er allavega snilld. Samt bíð ég auðvitað tryllingslega spennt eftir Moss-kjól sem virðist búinn til eingöngu úr pínulitlum plasttíglum. Mossarinn er greinilega ekki alveg af baki dottin. Fylgist svo með frekari umfjöllun frá mér næstu helgi um hvenær Kate Moss loves TopShop-línan kemur til landsins. Spennan eykst.
Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira