Fylgir aldrei uppskriftum 3. maí 2007 07:00 Agnar Jón Egilsson grillar besta skötusel í heimi, en gerir annars ekki mörg kraftaverk í eldhúsinu. MYND/Pjetur Agnar Jón Egilsson kann að matreiða besta rétt í heimi, en annars fer ekki mikið fyrir honum í eldhúsinu. „Ég er svo vel giftur að ég fæ rosalega góðan mat. En að vera giftur þetta góðum kokki brýtur líka niður sjálfstraust manns í eldamennsku,“ sagði Agnar kíminn. Hann kann þó að matreiða dýrindis máltíð, vopnaður skötusel, sætum kartöflum og grilli. „Það er besti matur í heimi. Að öðru leyti elda ég alveg hræðilega vondan mat,“ sagði hann og hló. Miðað við boltana sem hann heldur á lofti er reyndar varla skrýtið að dvalarstundirnar í eldhúsinu séu stuttar. „Á morgun er ég að fara til Kuusankoski í Finnlandi á alþjóðlega barnaleikhúshátíð. Barna- og unglingaleikhús Íslands, sem er nýstofnað, ætlar að sýna Drekaskóg þar, sem er verk eftir mig,“ sagði Agnar. Afgangar, eftir Agnar, verða endursýndir í Austurbæ í dag og um helgina. „Það er svona fyrstir koma fyrstir fá. Og svo voru námskeið Leynileikhússins að klárast, svo við erum að skipuleggja sumarnámskeið sem fara í gang á næstunni,“ sagði Agnar, sem bendir áhugasömum á að hafa samband við Leynileikhúsið. Agnar segist að vissu leyti geta kallað sig ísskápsmann. „Ég brasa oft það sem til er í ísskápnum á pönnu svona þegar ég er svangur. Og svo má ekki gleyma því að samlokur með alls konar góðum ostum og áleggjum eru líka rosalega góðar máltíðir,“ benti hann á. Í samlokugerðinni lumar Agnar á leynivopni sem hefur fylgt honum í mörg ár. „Alveg síðan að ég var barn og fór að gera tilraunir í eldhúsinu: maður á að setja bakaðar baunir á allt brauð sem fer í ofn. Það hefur aldrei gleymst,“ sagði hann. Það kemur þó fyrir að Agnar taki sig til og ráðist í stórkostlega eldamennsku. „Ég hef brennt mig á því að þegar ég elda eitthvað flott eyði ég hálfum mánaðarlaunum í að fylla ísskápinn af dóti, bara fyrir eitt matarboð. Og svo elda ég svona fjórum sinnum meira en ég ætti að gera, og lifi á afgöngunum í heila viku,“ sagði hann. Agnari er hins vegar nánast fyrirmunað að fylgja uppskriftum „Í einu skiptin sem það hefur virkað hef ég verið með mömmu í símanum. En það er helst í kringum jólamatinn, þá þarf maður víst að vera nákvæmur,“ sagði hann. Í þessum anda er uppskriftin sem Agnar deilir með lesendum Fréttablaðsins afar einföld. Gerið ráð fyrir um 250 g af ferskum skötusel á mann. Hann er snyrtur og bara kryddaður með sítrónupipar. Vefjið sætum kartöflum í álpappír og skellið á grillið, um 45 mínútum áður en fiskurinn fer á það. Skötuselurinn er svo bara rétt brúnaður á grillinu þannig að hann verði heitur í gegn. Varist bara að allt þarf að vera tilbúið þegar fiskurinn fer á grillið, því hann er fljótur að kólna þegar hann er tekinn af. Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira
Agnar Jón Egilsson kann að matreiða besta rétt í heimi, en annars fer ekki mikið fyrir honum í eldhúsinu. „Ég er svo vel giftur að ég fæ rosalega góðan mat. En að vera giftur þetta góðum kokki brýtur líka niður sjálfstraust manns í eldamennsku,“ sagði Agnar kíminn. Hann kann þó að matreiða dýrindis máltíð, vopnaður skötusel, sætum kartöflum og grilli. „Það er besti matur í heimi. Að öðru leyti elda ég alveg hræðilega vondan mat,“ sagði hann og hló. Miðað við boltana sem hann heldur á lofti er reyndar varla skrýtið að dvalarstundirnar í eldhúsinu séu stuttar. „Á morgun er ég að fara til Kuusankoski í Finnlandi á alþjóðlega barnaleikhúshátíð. Barna- og unglingaleikhús Íslands, sem er nýstofnað, ætlar að sýna Drekaskóg þar, sem er verk eftir mig,“ sagði Agnar. Afgangar, eftir Agnar, verða endursýndir í Austurbæ í dag og um helgina. „Það er svona fyrstir koma fyrstir fá. Og svo voru námskeið Leynileikhússins að klárast, svo við erum að skipuleggja sumarnámskeið sem fara í gang á næstunni,“ sagði Agnar, sem bendir áhugasömum á að hafa samband við Leynileikhúsið. Agnar segist að vissu leyti geta kallað sig ísskápsmann. „Ég brasa oft það sem til er í ísskápnum á pönnu svona þegar ég er svangur. Og svo má ekki gleyma því að samlokur með alls konar góðum ostum og áleggjum eru líka rosalega góðar máltíðir,“ benti hann á. Í samlokugerðinni lumar Agnar á leynivopni sem hefur fylgt honum í mörg ár. „Alveg síðan að ég var barn og fór að gera tilraunir í eldhúsinu: maður á að setja bakaðar baunir á allt brauð sem fer í ofn. Það hefur aldrei gleymst,“ sagði hann. Það kemur þó fyrir að Agnar taki sig til og ráðist í stórkostlega eldamennsku. „Ég hef brennt mig á því að þegar ég elda eitthvað flott eyði ég hálfum mánaðarlaunum í að fylla ísskápinn af dóti, bara fyrir eitt matarboð. Og svo elda ég svona fjórum sinnum meira en ég ætti að gera, og lifi á afgöngunum í heila viku,“ sagði hann. Agnari er hins vegar nánast fyrirmunað að fylgja uppskriftum „Í einu skiptin sem það hefur virkað hef ég verið með mömmu í símanum. En það er helst í kringum jólamatinn, þá þarf maður víst að vera nákvæmur,“ sagði hann. Í þessum anda er uppskriftin sem Agnar deilir með lesendum Fréttablaðsins afar einföld. Gerið ráð fyrir um 250 g af ferskum skötusel á mann. Hann er snyrtur og bara kryddaður með sítrónupipar. Vefjið sætum kartöflum í álpappír og skellið á grillið, um 45 mínútum áður en fiskurinn fer á það. Skötuselurinn er svo bara rétt brúnaður á grillinu þannig að hann verði heitur í gegn. Varist bara að allt þarf að vera tilbúið þegar fiskurinn fer á grillið, því hann er fljótur að kólna þegar hann er tekinn af.
Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira