Das Leben des Anderen - fjórar stjörnur 9. maí 2007 00:01 Verulega vel skrifuð, leikin og útreiknuð mynd um áhrifamikið efni. Margverðlaunuð kvikmynd leikstjórans Florians Henckel von Donnersmarck, Líf annarra, gerist í sundruðu Þýskalandi árið 1984, austanmegin í Berlín hefur öryggislögreglan Stasi nef sitt í hvers manns koppi og vænisýkin er í hámarki. Stasi-liðinn Wiesler (Ulrich Mühe) er að undirlagi menningarráðherrans Brunos Hempf fenginn til að njósna um leikskáldið Dreymann (Sebastian Kock) og leikkonuna Christu-Mariu Sieland (Martina Gedeck) en peðið Wiesler veit þó ekki að það vakir helst fyrir ráðherranum að komast í brækur leikkonunnar. Wiesler tekur starf sitt alvarlega og grunar Dreymann um græsku en þegar á líður fær hann sífellt meiri samúð með parinu, sem hann hlerar og njósnar um tímunum saman. Bakland sögunnar í eftirlitsþjóðfélagi Austur-Þýskalands er bæði skelfilegt og grátbroslegt og tekst Donnersmarck að skapa mjög trúverðuga mynd af andrúmslofti tortryggninnar, kerfisbundnum ofsóknum og þrúguðum listamönnum. Pólitíkin tekur aldrei yfir atburðarásina, sem fyrst og fremst snýst um fólk í annarlegum heimi, hugmyndir um traust, breyskleika og fórnfýsi. Leikskáldið Dreymann dansar á línu flokkshollustunnar þar til félagi hans, sem verið hefur á svörtum lista stjórnvalda, fremur sjálfsmorð og Dreymann skrifar grein í Der Spiegel sem síst er þóknanleg Kommúnistaflokknum. Á þeim tíma hafa hlutverk hans og Wieslers snúist við og Stasi-maðurinn er farinn að skrifa leikritið. Hér helst allt í hendur við að skapa eftirminnilegt listaverk með áhrifamikinn boðskap. Leikaranir, þá sér í lagi Mühe, eru afbragð og handrit leikstjórans virkilega vel úr garði gert. Það eru ekki margar persónur í myndinni en jafnvel minnstu hlutverkin eru vel mótuð. Það var helst óbermisráðherrann sem var full ýktur – síétandi og sílspikaður fauti og holdtekning spillingar. Útlit myndarinnar og allt yfirbragð var heildstætt og sviðsetningarnar trúverðugar. Allt var mátulega temprað og litlaust til þess að miðla grámanum. Þrátt fyrir allt er Líf annarra líka lúmskt fyndin mynd og nær leikstjórinn afbragðsvel að spila á jafnvægið milli hláturs og hroða – hér er ekki beitt ódýrum brögðum né yfirkeyrðri dramatík heldur mætti fremur kenna áherslurnar við þýska hófsemi. Líf annarra er afbragðs spennumynd og eftirminnileg sögustund sem allir ættu að sjá. Kristrún Heiða Hauksdóttir Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Margverðlaunuð kvikmynd leikstjórans Florians Henckel von Donnersmarck, Líf annarra, gerist í sundruðu Þýskalandi árið 1984, austanmegin í Berlín hefur öryggislögreglan Stasi nef sitt í hvers manns koppi og vænisýkin er í hámarki. Stasi-liðinn Wiesler (Ulrich Mühe) er að undirlagi menningarráðherrans Brunos Hempf fenginn til að njósna um leikskáldið Dreymann (Sebastian Kock) og leikkonuna Christu-Mariu Sieland (Martina Gedeck) en peðið Wiesler veit þó ekki að það vakir helst fyrir ráðherranum að komast í brækur leikkonunnar. Wiesler tekur starf sitt alvarlega og grunar Dreymann um græsku en þegar á líður fær hann sífellt meiri samúð með parinu, sem hann hlerar og njósnar um tímunum saman. Bakland sögunnar í eftirlitsþjóðfélagi Austur-Þýskalands er bæði skelfilegt og grátbroslegt og tekst Donnersmarck að skapa mjög trúverðuga mynd af andrúmslofti tortryggninnar, kerfisbundnum ofsóknum og þrúguðum listamönnum. Pólitíkin tekur aldrei yfir atburðarásina, sem fyrst og fremst snýst um fólk í annarlegum heimi, hugmyndir um traust, breyskleika og fórnfýsi. Leikskáldið Dreymann dansar á línu flokkshollustunnar þar til félagi hans, sem verið hefur á svörtum lista stjórnvalda, fremur sjálfsmorð og Dreymann skrifar grein í Der Spiegel sem síst er þóknanleg Kommúnistaflokknum. Á þeim tíma hafa hlutverk hans og Wieslers snúist við og Stasi-maðurinn er farinn að skrifa leikritið. Hér helst allt í hendur við að skapa eftirminnilegt listaverk með áhrifamikinn boðskap. Leikaranir, þá sér í lagi Mühe, eru afbragð og handrit leikstjórans virkilega vel úr garði gert. Það eru ekki margar persónur í myndinni en jafnvel minnstu hlutverkin eru vel mótuð. Það var helst óbermisráðherrann sem var full ýktur – síétandi og sílspikaður fauti og holdtekning spillingar. Útlit myndarinnar og allt yfirbragð var heildstætt og sviðsetningarnar trúverðugar. Allt var mátulega temprað og litlaust til þess að miðla grámanum. Þrátt fyrir allt er Líf annarra líka lúmskt fyndin mynd og nær leikstjórinn afbragðsvel að spila á jafnvægið milli hláturs og hroða – hér er ekki beitt ódýrum brögðum né yfirkeyrðri dramatík heldur mætti fremur kenna áherslurnar við þýska hófsemi. Líf annarra er afbragðs spennumynd og eftirminnileg sögustund sem allir ættu að sjá. Kristrún Heiða Hauksdóttir
Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira