Kennir körlum að elda 10. maí 2007 00:01 Fríða Sophia Böðvarsdóttir kennir karlmönnum að elda í Kvöldskóla Kópavogs. Þar er þessi réttur meðal annars á námsskrá. MYND/gva Fríða Sophia Böðvarsdóttir kennir matreiðslu jafnt dag sem kvöld. Hún er heimilisfræðakennari í Víkurskóla í Grafarvogi og heldur jafnframt námskeið í Kvöldskóla Kópavogs. Fríða hefur kennt nokkur mismunandi námskeið í kvöldskólanum, þar sem hún hefur verið í ein sextán ár. „Ég byrjaði með Gómsæta grænmetisrétti, svo hef ég verið með námskeið sem heitir Bökur og partíréttir og í vetur var ég með hráfæði," útskýrir Fríða. Sjálf eldar hún mikið af grænmetisfæði. „Ég var með grænmetisfyrirtæki hérna áður fyrr og var sjálf grænmetisæta," segir hún. Síðustu tvö ár hefur Fríða þar að auki séð um matreiðslunámskeið sem eru sérstaklega fyrir karlmenn. „Ég er með eitt undirstöðunámskeið og annað framhaldsnámskeið," útskýrir hún. Fríða segir námskeiðin vera vel sótt og það af karlmönnum á öllum aldri. „Yngsti nemandi minn kom með pabba sínum, hann var ellefu ára. Þetta eru karlmenn sem hafa áhuga á mat, sem eru einstæðir eða ekklar og eins strákar sem eru svona að byrja að búa," útskýrir hún. „Svo er líka algengt að konurnar gefi mönnunum sínum námskeið í jóla- eða afmælisgjöf," bætti hún við. Fríða deilir hér uppskrift að pottrétti og brauði af karlanámskeiðinu með lesendum. Hún bendir þó á að sé fólk í tímaþröng megi auðveldlega sleppa baununum, eða kaupa þær niðursoðnar. Matur Mest lesið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Bíó og sjónvarp Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Lífið „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Lífið
Fríða Sophia Böðvarsdóttir kennir matreiðslu jafnt dag sem kvöld. Hún er heimilisfræðakennari í Víkurskóla í Grafarvogi og heldur jafnframt námskeið í Kvöldskóla Kópavogs. Fríða hefur kennt nokkur mismunandi námskeið í kvöldskólanum, þar sem hún hefur verið í ein sextán ár. „Ég byrjaði með Gómsæta grænmetisrétti, svo hef ég verið með námskeið sem heitir Bökur og partíréttir og í vetur var ég með hráfæði," útskýrir Fríða. Sjálf eldar hún mikið af grænmetisfæði. „Ég var með grænmetisfyrirtæki hérna áður fyrr og var sjálf grænmetisæta," segir hún. Síðustu tvö ár hefur Fríða þar að auki séð um matreiðslunámskeið sem eru sérstaklega fyrir karlmenn. „Ég er með eitt undirstöðunámskeið og annað framhaldsnámskeið," útskýrir hún. Fríða segir námskeiðin vera vel sótt og það af karlmönnum á öllum aldri. „Yngsti nemandi minn kom með pabba sínum, hann var ellefu ára. Þetta eru karlmenn sem hafa áhuga á mat, sem eru einstæðir eða ekklar og eins strákar sem eru svona að byrja að búa," útskýrir hún. „Svo er líka algengt að konurnar gefi mönnunum sínum námskeið í jóla- eða afmælisgjöf," bætti hún við. Fríða deilir hér uppskrift að pottrétti og brauði af karlanámskeiðinu með lesendum. Hún bendir þó á að sé fólk í tímaþröng megi auðveldlega sleppa baununum, eða kaupa þær niðursoðnar.
Matur Mest lesið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Bíó og sjónvarp Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Lífið „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Lífið