Sniglarnir eru fyrir alla 12. maí 2007 05:00 Valdís Steinarrsdóttir, formaður Sniglanna, á Buell Lightning árgerð 2003, og Sylvía Guðmundsdóttir fjölmiðlafulltrúi samtakanna sem er á BMW K1200 RS, 1200 cc, árgerð 2000. MYND/GVA Valdís Steinarrsdóttir kynntist mótorhjólum á Landsmóti Sniglanna og er nú sjálf formaður samtakanna. „Ég tók prófið síðasta vor og keypti í kjölfarið Buell Lightning hjól, árgerð 2003. Þetta er svokallað streetfighter hjól með Harley Davidson Sportster mótor, 984 cc,“ segir Valdís Steinarrsdóttir formaður bifhjólasamtakanna Sniglanna. Hjólaáhuginn kviknaði fyrst þegar vinkona Valdísar tók hana með sér á Landsmót Sniglanna og þá varð ekki aftur snúið. Nokkru síðar skráði hún sig í samtökin og í dag er hún formaður. Samtökin voru stofnuð 1. apríl 1984 og eru að sögn Valdísar fyrst og fremst hagsmunasamtök. „Það þarf hvorki hjól né próf til að gerast meðlimur eða fá meðmæli eins og áður. Þó þarf samþykki foreldra ef umsækjendur eru yngri en 18 ára,“ segir Valdís sem á sjálf þrjú börn og mann sem þeysist líka um á hjóli. Dóttirin sem er elst, er að taka mótorhjólaprófið en tvö yngri börnin ferðast um með pabba sínum í litlum mótorhjólagöllum. Í Sniglunum eru 1.910 meðlimir frá átján ára aldri og upp úr. Að sögn Valdísar eru einnig meðlimir sem eru ekki virkir en borga ársgjöld til styrktar starfi samtakanna. „Stjórnin skipuleggur allar uppákomur eins og hópkeyrslur, hjólamessur og Landsmót. Auk þess er unnið mikið forvarnarstarf og að umferðaröryggi,“ segir Valdís og nefnir hópkeyrslu 1. maí þar sem 670 hjól voru saman komin á forvarnardeginum. Dagurinn var haldinn í Smáralind í samvinnu við Púkann, Nítró, Umferðarstofu, Rannsóknarnefnd umferðarslysa, Forvarnarhúsið og hljómsveitina Stormur í aðsigi ásamt Vetrargarðinum. Valdís segir mótorhjólaeign landsmanna hafa aukist gríðarlega og nánast ómögulegt sé að komast að hjá ökukennara þessa dagana. „Fólk er að uppgötva hvað það er rosalega gaman að hjóla og hvað þetta er þægilegur ferðamáti,“ segir Valdís. Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Valdís Steinarrsdóttir kynntist mótorhjólum á Landsmóti Sniglanna og er nú sjálf formaður samtakanna. „Ég tók prófið síðasta vor og keypti í kjölfarið Buell Lightning hjól, árgerð 2003. Þetta er svokallað streetfighter hjól með Harley Davidson Sportster mótor, 984 cc,“ segir Valdís Steinarrsdóttir formaður bifhjólasamtakanna Sniglanna. Hjólaáhuginn kviknaði fyrst þegar vinkona Valdísar tók hana með sér á Landsmót Sniglanna og þá varð ekki aftur snúið. Nokkru síðar skráði hún sig í samtökin og í dag er hún formaður. Samtökin voru stofnuð 1. apríl 1984 og eru að sögn Valdísar fyrst og fremst hagsmunasamtök. „Það þarf hvorki hjól né próf til að gerast meðlimur eða fá meðmæli eins og áður. Þó þarf samþykki foreldra ef umsækjendur eru yngri en 18 ára,“ segir Valdís sem á sjálf þrjú börn og mann sem þeysist líka um á hjóli. Dóttirin sem er elst, er að taka mótorhjólaprófið en tvö yngri börnin ferðast um með pabba sínum í litlum mótorhjólagöllum. Í Sniglunum eru 1.910 meðlimir frá átján ára aldri og upp úr. Að sögn Valdísar eru einnig meðlimir sem eru ekki virkir en borga ársgjöld til styrktar starfi samtakanna. „Stjórnin skipuleggur allar uppákomur eins og hópkeyrslur, hjólamessur og Landsmót. Auk þess er unnið mikið forvarnarstarf og að umferðaröryggi,“ segir Valdís og nefnir hópkeyrslu 1. maí þar sem 670 hjól voru saman komin á forvarnardeginum. Dagurinn var haldinn í Smáralind í samvinnu við Púkann, Nítró, Umferðarstofu, Rannsóknarnefnd umferðarslysa, Forvarnarhúsið og hljómsveitina Stormur í aðsigi ásamt Vetrargarðinum. Valdís segir mótorhjólaeign landsmanna hafa aukist gríðarlega og nánast ómögulegt sé að komast að hjá ökukennara þessa dagana. „Fólk er að uppgötva hvað það er rosalega gaman að hjóla og hvað þetta er þægilegur ferðamáti,“ segir Valdís.
Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira