Gamlar matarhefðir í kvöldgöngu 17. maí 2007 08:00 Í kvöldgöngu félagsins Matur-saga-menning verða gamlar matarhefðir rifjaðar upp og talað um eggja- og fuglatöku í Hafnabergi. MYND/Teitur Félagið Matur-saga-menning stendur fyrir kvöldgöngu að Hafnabergi á Reykjanesskaga næstkomandi miðvikudagskvöld. Tilgangurinn með ferðinni er að minnast gamalla matarhefða landsmanna. Hafnaberg er staðsett sunnan við Hafnir og var fyrrum nýtt til bæði eggjatöku og fuglatöku. Margar tegundir sjófugla verpa í bjarginu, sem nú iðar af lífi, að því er segir í fréttatilkynningu. Þátttakendur hittast á bílastæði ofan við bjargið klukkan 19.30 á miðvikudagskvöld. Þaðan er rúmlega hálftíma gangur að bjarginu. Mæla skipuleggjendur með því að þátttakendur hafi meðferðis sjónauka og myndavélar til að virða bjarglífið fyrir sér. Mest lesið Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið
Félagið Matur-saga-menning stendur fyrir kvöldgöngu að Hafnabergi á Reykjanesskaga næstkomandi miðvikudagskvöld. Tilgangurinn með ferðinni er að minnast gamalla matarhefða landsmanna. Hafnaberg er staðsett sunnan við Hafnir og var fyrrum nýtt til bæði eggjatöku og fuglatöku. Margar tegundir sjófugla verpa í bjarginu, sem nú iðar af lífi, að því er segir í fréttatilkynningu. Þátttakendur hittast á bílastæði ofan við bjargið klukkan 19.30 á miðvikudagskvöld. Þaðan er rúmlega hálftíma gangur að bjarginu. Mæla skipuleggjendur með því að þátttakendur hafi meðferðis sjónauka og myndavélar til að virða bjarglífið fyrir sér.
Mest lesið Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið