Sjúkranudd er fyrirbyggjandi meðferð 22. maí 2007 03:00 Elsa Lára segir eitt af markmiðum sjúkranudds sé að losa fólk undan því að taka óþarfa lyf. MYND/Anton Sjúkranudd getur linað verki og spennu tengda hversdags- og atvinnulífinu. Ekki er allt nudd sjúkranudd. Sjúkranudd á sér langa sögu og er meðal elstu meðferðarforma sem vitað er með vissu að maðurinn hafi beitt í lækningaskyni. Öfugt við margar lækningameðferðir er það algjörlega einstaklingsmiðað og byggir á skoðun á hverju tilfelli fyrir sig. „Sjúkranudd byggist mikið á fyrirbyggjandi aðgerðum sem stuðla að minni þörf á lyfjum og að halda líkamanum góðum,“ segir Elsa Lára Arnardóttir, sjúkranuddari og formaður Sjúkranuddarafélags Íslands. „Við fáumst við ýmis vandamál. Stoðvandamál eru algeng, sömuleiðis gigt, mígreni og vöðvabólgur.“ Sænskt nudd er grunnurinn í sjúkranuddi en sjúkranuddarar beita ýmsum öðrum aðferðum samhliða því, þar á meðal bandvefsnuddi, triggerpunkta-meðferð, notkun á heitum og köldum bökstrum, vatnsmeðferð, vaxmeðferð, hreyfingarfræði, bjúgmeðferð, teygjum og styrkjandi æfingum, fræðslu og mörgu fleiru. „Sjúkranudd er góður kostur til að lina verki og óþægindi í mjúkvefjum líkamans og spennu tengda hversdags- og atvinnulífi,“ segir Elsa. „Sjúkranudd getur komið í veg fyrir til dæmis verki sem stafa af misbeitingu, einnig álagseinkenni vegna streitu, meiðsla, sjúkdóma, íþróttaiðkunar eða áverka.“ Sjúkranuddari er lögverndað starfsheiti en nokkuð hefur borið á að fólk sem ekki hefur tilskilin leyfi bjóði upp á sjúkranudd. „Fólk ætti að vera meðvitað um hvert það er að fara og hvernig meðferð það er að sækjast eftir. Margar stofur auglýsa að þær hafi sjúkranuddara innanborðs, sem reynist svo ekki þegar betur er að gáð,“ segir Elsa. „Það er ekki sama nudd og sjúkranudd og fólk á rétt á að fá bestu mögulegu meðferð.“ Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Sjúkranudd getur linað verki og spennu tengda hversdags- og atvinnulífinu. Ekki er allt nudd sjúkranudd. Sjúkranudd á sér langa sögu og er meðal elstu meðferðarforma sem vitað er með vissu að maðurinn hafi beitt í lækningaskyni. Öfugt við margar lækningameðferðir er það algjörlega einstaklingsmiðað og byggir á skoðun á hverju tilfelli fyrir sig. „Sjúkranudd byggist mikið á fyrirbyggjandi aðgerðum sem stuðla að minni þörf á lyfjum og að halda líkamanum góðum,“ segir Elsa Lára Arnardóttir, sjúkranuddari og formaður Sjúkranuddarafélags Íslands. „Við fáumst við ýmis vandamál. Stoðvandamál eru algeng, sömuleiðis gigt, mígreni og vöðvabólgur.“ Sænskt nudd er grunnurinn í sjúkranuddi en sjúkranuddarar beita ýmsum öðrum aðferðum samhliða því, þar á meðal bandvefsnuddi, triggerpunkta-meðferð, notkun á heitum og köldum bökstrum, vatnsmeðferð, vaxmeðferð, hreyfingarfræði, bjúgmeðferð, teygjum og styrkjandi æfingum, fræðslu og mörgu fleiru. „Sjúkranudd er góður kostur til að lina verki og óþægindi í mjúkvefjum líkamans og spennu tengda hversdags- og atvinnulífi,“ segir Elsa. „Sjúkranudd getur komið í veg fyrir til dæmis verki sem stafa af misbeitingu, einnig álagseinkenni vegna streitu, meiðsla, sjúkdóma, íþróttaiðkunar eða áverka.“ Sjúkranuddari er lögverndað starfsheiti en nokkuð hefur borið á að fólk sem ekki hefur tilskilin leyfi bjóði upp á sjúkranudd. „Fólk ætti að vera meðvitað um hvert það er að fara og hvernig meðferð það er að sækjast eftir. Margar stofur auglýsa að þær hafi sjúkranuddara innanborðs, sem reynist svo ekki þegar betur er að gáð,“ segir Elsa. „Það er ekki sama nudd og sjúkranudd og fólk á rétt á að fá bestu mögulegu meðferð.“
Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira