Meyfæðing hákarls staðfest í fyrsta sinn 31. maí 2007 12:00 Til eru skráð tilfelli um meyfæðingar hjá beinfiskum en aldrei fyrr í brjóskfiskum á borð við hákarla. MYND/AP Kvenkyns hákarlar geta frjóvgað egg sín og fætt afkvæmi án sæðis frá karlkyns hákarli samkvæmt nýrri rannsókn á meyfæðingu hamarsháfs í dýragarði í Nebraska í Bandaríkjunum. Árið 2001 fæddist hákarl í Henry Doorly-dýragarðinum í búri þriggja kvenkyns hákarla en enginn af þeim hafði komist í tæri við karlkyns hákarl í að minnsta kosti þrjú ár. Við rannsókn á kjarnsýru afkvæmisins fundust engin merki um að karlkyns hákarl hefði komið að getnaðinum. Hákarlasérfræðingar segja þetta fyrsta staðfesta tilfellið um meyfæðingu hákarls. Kynlaus æxlun er algeng meðal nokkurra skordýrategunda, fágætari hjá skriðdýrum og fiskum og hefur aldrei verið skráð hjá spendýrum. „Þessar niðurstöður komu mjög á óvart vegna þess að fólk vissi ekki betur en að allir hákarlar fjölguðu sér bara með mökun karl- og kvenhákarls, þar sem fósturvísirinn þarf kjarnsýru frá báðum foreldrum til að ná fullum þroska, eins og hjá spendýrum,“ sagði sjávarlíffræðingurinn Paulo Prodohl við Queens-háskóla í Belfast á Norður-Írlandi. Írskir og bandarískir vísindamenn unnu saman að rannsókninni. Áður en rannsóknin var gerð töldu margir hákarlasérfræðingar að fæðing hákarlsins væri til marks um þekktan hæfileika kvenhákarls til að geyma sæði í langan tíma. Sex mánuðir er algengt en þrjú ár hefði verið einsdæmi. Sú skýring getur þó ekki átt við þar sem engin merki fundust um kjarnsýru frá karlkyns hákarli. Þessi athyglisverða uppgötvun er þó ekki endilega góðar fréttir fyrir tegundina að mati vísindamanna. Prodohl sagði að ef meyfæðingar væru að eiga sér stað úti í náttúrunni vegna þess að kvenkyns hákarlar gætu ekki fundið karlkyns mökunarfélaga, gæti það þýtt „þróunarlegan dauða sem ógnaði tilveru tegundarinnar“. Prodohl grunar að þetta sé nú þegar vandamál úti í náttúrunni og benti á að fjöldi bláhákarla við vesturströnd Írlands hefði dregist saman um níutíu prósent undanfarin tólf ár. Bot Hueter, forstöðumaður hákarlarannsóknarseturs í Flórída, efast um að meyfæðingar eigi sér stað úti í náttúrunni þar sem það sé „þróunarlegt úrræði til að viðhalda tegundinni þegar önnur úrræði þverra“. Þetta sé algjört neyðarúrræði þar sem það leiði til erfðafræðilegrar einsleitni sem komi smám saman niður á hæfni tegundarinnar. „En sem skammtíma mótvægi við útrýmingu hefur það sína kosti.“ Vísindi Tengdar fréttir Chavez hótar nú að loka annarri stöð Fjölmennir útifundir bæði andstæðinga og stuðningsmanna forsetans víða í Venesúela síðustu daga. Chavez segir einkarekna fjölmiðla hvetja til ofbeldis. 31. maí 2007 01:00 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Sjá meira
Kvenkyns hákarlar geta frjóvgað egg sín og fætt afkvæmi án sæðis frá karlkyns hákarli samkvæmt nýrri rannsókn á meyfæðingu hamarsháfs í dýragarði í Nebraska í Bandaríkjunum. Árið 2001 fæddist hákarl í Henry Doorly-dýragarðinum í búri þriggja kvenkyns hákarla en enginn af þeim hafði komist í tæri við karlkyns hákarl í að minnsta kosti þrjú ár. Við rannsókn á kjarnsýru afkvæmisins fundust engin merki um að karlkyns hákarl hefði komið að getnaðinum. Hákarlasérfræðingar segja þetta fyrsta staðfesta tilfellið um meyfæðingu hákarls. Kynlaus æxlun er algeng meðal nokkurra skordýrategunda, fágætari hjá skriðdýrum og fiskum og hefur aldrei verið skráð hjá spendýrum. „Þessar niðurstöður komu mjög á óvart vegna þess að fólk vissi ekki betur en að allir hákarlar fjölguðu sér bara með mökun karl- og kvenhákarls, þar sem fósturvísirinn þarf kjarnsýru frá báðum foreldrum til að ná fullum þroska, eins og hjá spendýrum,“ sagði sjávarlíffræðingurinn Paulo Prodohl við Queens-háskóla í Belfast á Norður-Írlandi. Írskir og bandarískir vísindamenn unnu saman að rannsókninni. Áður en rannsóknin var gerð töldu margir hákarlasérfræðingar að fæðing hákarlsins væri til marks um þekktan hæfileika kvenhákarls til að geyma sæði í langan tíma. Sex mánuðir er algengt en þrjú ár hefði verið einsdæmi. Sú skýring getur þó ekki átt við þar sem engin merki fundust um kjarnsýru frá karlkyns hákarli. Þessi athyglisverða uppgötvun er þó ekki endilega góðar fréttir fyrir tegundina að mati vísindamanna. Prodohl sagði að ef meyfæðingar væru að eiga sér stað úti í náttúrunni vegna þess að kvenkyns hákarlar gætu ekki fundið karlkyns mökunarfélaga, gæti það þýtt „þróunarlegan dauða sem ógnaði tilveru tegundarinnar“. Prodohl grunar að þetta sé nú þegar vandamál úti í náttúrunni og benti á að fjöldi bláhákarla við vesturströnd Írlands hefði dregist saman um níutíu prósent undanfarin tólf ár. Bot Hueter, forstöðumaður hákarlarannsóknarseturs í Flórída, efast um að meyfæðingar eigi sér stað úti í náttúrunni þar sem það sé „þróunarlegt úrræði til að viðhalda tegundinni þegar önnur úrræði þverra“. Þetta sé algjört neyðarúrræði þar sem það leiði til erfðafræðilegrar einsleitni sem komi smám saman niður á hæfni tegundarinnar. „En sem skammtíma mótvægi við útrýmingu hefur það sína kosti.“
Vísindi Tengdar fréttir Chavez hótar nú að loka annarri stöð Fjölmennir útifundir bæði andstæðinga og stuðningsmanna forsetans víða í Venesúela síðustu daga. Chavez segir einkarekna fjölmiðla hvetja til ofbeldis. 31. maí 2007 01:00 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Sjá meira
Chavez hótar nú að loka annarri stöð Fjölmennir útifundir bæði andstæðinga og stuðningsmanna forsetans víða í Venesúela síðustu daga. Chavez segir einkarekna fjölmiðla hvetja til ofbeldis. 31. maí 2007 01:00