Gosling yfirgefur Dag Kára 1. júní 2007 08:00 Þórir Snær vildi ekkert tjá sig um málið. „Við viljum ekkert tjá okkur málið að svo stöddu. Þetta er allt á mjög viðkvæmu stigi," segir Þórir Snær Sigurjónsson, framleiðandi hjá Zik Zak . Á vefsíðunni imdb.com er bandaríski leikarinn Ryan Gosling kominn út af leikaralistanum hjá nýjustu mynd Dags Kára, Good Heart. Þórir vildi ekkert segja hvort þetta yrði raunin eða ekki en imdb.com hefur hingað til þótt nokkuð áræðanleg í kvikmyndaheiminum. Framleiðsla á myndinni hefur tafist nokkuð enda hefur Gosling verið önnum kafinn eftir að hafa verið tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í Half Nelson. Hann er talinn vera ein helsta vonarstjarna Hollywood og sló í gegn í klútamyndinni Notebook. Gosling er á vefsíðunni imdb.com sagður hafa dregið sig út úr kvikmynd Dags Kára, Good Heart. Til að mynda þurfti að fresta tökum eftir að Gosling fékk hlutverkið í Fracture á móti Anthony Hopkins sem nú er sýnd í kvikmyndahúsum borgarinnar. Söngvarinn Tom Waits hafði einnig verið ráðinn í annað aðalhlutverkanna og er nafn hans enn á lista. Þetta verður þriðja kvikmynd Dags Kára í fullri lengd en bæði Nói Albínói og Voksne Mennesker hafa vakið mikla athygli út fyrir landssteinana. Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
„Við viljum ekkert tjá okkur málið að svo stöddu. Þetta er allt á mjög viðkvæmu stigi," segir Þórir Snær Sigurjónsson, framleiðandi hjá Zik Zak . Á vefsíðunni imdb.com er bandaríski leikarinn Ryan Gosling kominn út af leikaralistanum hjá nýjustu mynd Dags Kára, Good Heart. Þórir vildi ekkert segja hvort þetta yrði raunin eða ekki en imdb.com hefur hingað til þótt nokkuð áræðanleg í kvikmyndaheiminum. Framleiðsla á myndinni hefur tafist nokkuð enda hefur Gosling verið önnum kafinn eftir að hafa verið tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í Half Nelson. Hann er talinn vera ein helsta vonarstjarna Hollywood og sló í gegn í klútamyndinni Notebook. Gosling er á vefsíðunni imdb.com sagður hafa dregið sig út úr kvikmynd Dags Kára, Good Heart. Til að mynda þurfti að fresta tökum eftir að Gosling fékk hlutverkið í Fracture á móti Anthony Hopkins sem nú er sýnd í kvikmyndahúsum borgarinnar. Söngvarinn Tom Waits hafði einnig verið ráðinn í annað aðalhlutverkanna og er nafn hans enn á lista. Þetta verður þriðja kvikmynd Dags Kára í fullri lengd en bæði Nói Albínói og Voksne Mennesker hafa vakið mikla athygli út fyrir landssteinana.
Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög