Hvíti víkingurinn verður Embla 14. júní 2007 08:00 Loksins er Hvíti víkingurinn orðin að myndinni sem hún átti að vera. „Eftir fimmtán ár er Hvíti víkingurinn loksins orðin að þeirri mynd eins og ég vildi hafa hana," segir Hrafn Gunnlaugsson en á vefsíðunni logs.is kemur fram að leikstjórinn hyggst frumsýna kvikmyndina á nýjan leik í haust. Um mánaðarmótin september, október. Að þessu sinni situr Hrafn hins vegar sjálfur við klippiborðið og hefur gjörbylt myndinni. Klippingum er formlega lokið og nú er verið að endurhljóðsetja hana hjá Kjartani Kjartanssyni í Bíóhljóðum auk þess sem Hrafn og gítarleikarinn Guðmundur Pétursson hafa samið nýja tónlist við myndina. „Hvíti víkingurinn var á sínum tíma bara eitthvað samkrull af senum sem ég hafði tekið og átti skilið þá útreið sem hún hlaut," útskýrir Hrafn sem hefur aldrei gengist við myndinni enda sagði hanni sig frá henni og mætti ekki á frumsýninguna fyrir fimmtán árum. „Ég lenti í mikilli rimmu við framleiðanda myndarinnar sem vildi einblína á „stórar landslagssenur frá Íslandi" á meðan ég vildi fókusera á dramatíkina í sögunni," bætir Hrafn við. „Og úr varð þessi óskapnaður," heldur hann áfram. Marie Bonnevie er stjarna myndarinnar að mati Hrafns. Og nú heitir Hvíti Víkingurinn ekki lengur Hvíti Víkingurinn heldur Embla: Valkyrja Hvíta víkingsins. Hrafn segir að efnið fái nú loks að njóta fyllsta réttlætis og hann er feginn að þessu „tímabili" sé að ljúka. „Ég hef gengið með þetta eins og steinbarn í maganum," segir Hrafn en það var góðvinur hans, sænski framleiðandinn Bo Hansen, sem hvatti Hrafn til að ljúka við þetta. Leikstjórinn fer hins vegar ekki leynt með hver sé stjarna myndarinnar; sænska leikkonan Marie Bonevie. „Ég nefndi þetta við hana fyrir þremur árum en ég held að hún hafi ekki trúað mér. Hún sagði þó að hún yrði mér ævinlega þakklát ef mér tækist þetta," segir Hrafn sem útilokar ekki að bjóða leikkonunni sjálfri á frumsýninguna. Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Fleiri fréttir Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
„Eftir fimmtán ár er Hvíti víkingurinn loksins orðin að þeirri mynd eins og ég vildi hafa hana," segir Hrafn Gunnlaugsson en á vefsíðunni logs.is kemur fram að leikstjórinn hyggst frumsýna kvikmyndina á nýjan leik í haust. Um mánaðarmótin september, október. Að þessu sinni situr Hrafn hins vegar sjálfur við klippiborðið og hefur gjörbylt myndinni. Klippingum er formlega lokið og nú er verið að endurhljóðsetja hana hjá Kjartani Kjartanssyni í Bíóhljóðum auk þess sem Hrafn og gítarleikarinn Guðmundur Pétursson hafa samið nýja tónlist við myndina. „Hvíti víkingurinn var á sínum tíma bara eitthvað samkrull af senum sem ég hafði tekið og átti skilið þá útreið sem hún hlaut," útskýrir Hrafn sem hefur aldrei gengist við myndinni enda sagði hanni sig frá henni og mætti ekki á frumsýninguna fyrir fimmtán árum. „Ég lenti í mikilli rimmu við framleiðanda myndarinnar sem vildi einblína á „stórar landslagssenur frá Íslandi" á meðan ég vildi fókusera á dramatíkina í sögunni," bætir Hrafn við. „Og úr varð þessi óskapnaður," heldur hann áfram. Marie Bonnevie er stjarna myndarinnar að mati Hrafns. Og nú heitir Hvíti Víkingurinn ekki lengur Hvíti Víkingurinn heldur Embla: Valkyrja Hvíta víkingsins. Hrafn segir að efnið fái nú loks að njóta fyllsta réttlætis og hann er feginn að þessu „tímabili" sé að ljúka. „Ég hef gengið með þetta eins og steinbarn í maganum," segir Hrafn en það var góðvinur hans, sænski framleiðandinn Bo Hansen, sem hvatti Hrafn til að ljúka við þetta. Leikstjórinn fer hins vegar ekki leynt með hver sé stjarna myndarinnar; sænska leikkonan Marie Bonevie. „Ég nefndi þetta við hana fyrir þremur árum en ég held að hún hafi ekki trúað mér. Hún sagði þó að hún yrði mér ævinlega þakklát ef mér tækist þetta," segir Hrafn sem útilokar ekki að bjóða leikkonunni sjálfri á frumsýninguna.
Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Fleiri fréttir Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira