Íslandbaídsjan 15. júní 2007 06:00 Í þjóðfélagsumræðunni er oftar en ekki talað um „þær þjóðir sem Íslendingar vilja bera sig saman við". Hingað til hef ég ekki heyrt minnst á Aserbaídsjan í þeim flokki en upp á síðkastið hefur þó komið í ljós að Íslendingar eiga ýmislegt sameiginlegt með Aserum. Við erum í öðru sæti á eftir þeim á lista yfir þær þjóðir sem stela mestum hugbúnaði og nú deilir íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu sæti með því aserska á styrkleikalista FIFA. Við ættum kannski að fara að tala um þá sem „frændur okkar" við Kaspíahaf. Íslenska landsliðið dúsir í 109. til 110. sæti á styrkleikalistanum og hefur aldrei verið neðar. Það er þó huggun harmi gegn að frá því á 10. áratugnum hafa tugir ríkja hlotið sjálfstæði, þar á meðal Aserbaídsjan, þannig að hlutfallslega erum við sennilega betur sett en þá. Það þykir hins vegar ekki boðlegt að eyríki sem telur 300 þúsund sálir eigi álíka gott landslið í fótbolta og átta milljóna þjóð í Suðvestur-Asíu. Þetta hugarfar má í besta falli kalla stórlæti, í því versta afneitun. Afneitun rímar betur við mínar hugmyndir. Líklega er það ekki óáþekkt hlutskipti að vera eldheitur stuðningsmaður íslenska landsliðsins og að eiga helgarpabba sem á við drykkjuvandamál að stríða. Hvort tveggja veldur eilífum vonbrigðum en þegar maður er við það að gefa upp vonina sýnir liðið hvers það er megnugt á góðum degi. Jafntefli við Frakka er ígildi þess að fá fjarstýrðan bíl, ferð í Húsdýragarðinn og McDonalds að lokinni bíósýningu um sömu helgi. Landsliðið er allt í einu besti pabbi í heimi. Þangað til í næsta leik. Það getur ekki haldið hreinu og fellur. Nú eru tveir kostir í stöðunni og báðir illir: Hinn fyrri er að leita á náðir AA-fræðanna; snúa baki við liðinu og láta það hjálpa sér sjálft. Það er svo annar handleggur hvort tólf spora kerfið sé heppilegt fyrir íþróttalið. Níunda skrefið yrði að minnsta kosti frekar tímafrekt þar sem strákarnir þyrftu að hringja í hvern einasta landsmann og biðjast afsökunar á jafnteflinu við Liechtenstein. Seinni kosturinn, og sá illskárri, væri að horfast í augu við að Ísland verður aldrei yfirburðaþjóð í fótbolta. Það er ómaklegt að vera reiður út í einhvern hvers eina sök er að standa ekki undir óraunsæjum væntingum. Íslendingar þurfa að læra að velja sér orrustur eftir efnum. Það er ástæðulaust að láta það trufla sig þótt við deilum sæti með Aserum á styrkleikalista FIFA, enda ekkert sem segir að við hljótum að vera betri í fótbolta en þeir. Aftur á móti höfum við allt til alls til að stela miklu meiri hugbúnaði. Hirðum efsta sætið af Aserbaídsjan sem fyrst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergsteinn Sigurðsson Mest lesið Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun
Í þjóðfélagsumræðunni er oftar en ekki talað um „þær þjóðir sem Íslendingar vilja bera sig saman við". Hingað til hef ég ekki heyrt minnst á Aserbaídsjan í þeim flokki en upp á síðkastið hefur þó komið í ljós að Íslendingar eiga ýmislegt sameiginlegt með Aserum. Við erum í öðru sæti á eftir þeim á lista yfir þær þjóðir sem stela mestum hugbúnaði og nú deilir íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu sæti með því aserska á styrkleikalista FIFA. Við ættum kannski að fara að tala um þá sem „frændur okkar" við Kaspíahaf. Íslenska landsliðið dúsir í 109. til 110. sæti á styrkleikalistanum og hefur aldrei verið neðar. Það er þó huggun harmi gegn að frá því á 10. áratugnum hafa tugir ríkja hlotið sjálfstæði, þar á meðal Aserbaídsjan, þannig að hlutfallslega erum við sennilega betur sett en þá. Það þykir hins vegar ekki boðlegt að eyríki sem telur 300 þúsund sálir eigi álíka gott landslið í fótbolta og átta milljóna þjóð í Suðvestur-Asíu. Þetta hugarfar má í besta falli kalla stórlæti, í því versta afneitun. Afneitun rímar betur við mínar hugmyndir. Líklega er það ekki óáþekkt hlutskipti að vera eldheitur stuðningsmaður íslenska landsliðsins og að eiga helgarpabba sem á við drykkjuvandamál að stríða. Hvort tveggja veldur eilífum vonbrigðum en þegar maður er við það að gefa upp vonina sýnir liðið hvers það er megnugt á góðum degi. Jafntefli við Frakka er ígildi þess að fá fjarstýrðan bíl, ferð í Húsdýragarðinn og McDonalds að lokinni bíósýningu um sömu helgi. Landsliðið er allt í einu besti pabbi í heimi. Þangað til í næsta leik. Það getur ekki haldið hreinu og fellur. Nú eru tveir kostir í stöðunni og báðir illir: Hinn fyrri er að leita á náðir AA-fræðanna; snúa baki við liðinu og láta það hjálpa sér sjálft. Það er svo annar handleggur hvort tólf spora kerfið sé heppilegt fyrir íþróttalið. Níunda skrefið yrði að minnsta kosti frekar tímafrekt þar sem strákarnir þyrftu að hringja í hvern einasta landsmann og biðjast afsökunar á jafnteflinu við Liechtenstein. Seinni kosturinn, og sá illskárri, væri að horfast í augu við að Ísland verður aldrei yfirburðaþjóð í fótbolta. Það er ómaklegt að vera reiður út í einhvern hvers eina sök er að standa ekki undir óraunsæjum væntingum. Íslendingar þurfa að læra að velja sér orrustur eftir efnum. Það er ástæðulaust að láta það trufla sig þótt við deilum sæti með Aserum á styrkleikalista FIFA, enda ekkert sem segir að við hljótum að vera betri í fótbolta en þeir. Aftur á móti höfum við allt til alls til að stela miklu meiri hugbúnaði. Hirðum efsta sætið af Aserbaídsjan sem fyrst.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun