Halldór reiðubúinn fyrir Hollywood 15. júní 2007 09:15 Snorri á kvikmyndaréttinn að Sjálfstæðu fólki og kvikmyndahandritið er tilbúið. „Ég geri mér vonir um að þetta komist á koppinn," segir Snorri Þórisson hjá Pegasus en hann á kvikmyndaréttinn að Sjálfstæðu fólki. Eins og fram kom í Fréttablaðinu er Martin Scorsese að lesa þetta meistaraverk Nóbelsskáldsins Halldórs Laxness en það varð tilefnið að kjaftasögu um að leikstjórinn væri að íhuga að festa bókina á filmu. Snorri segir lítið hæft í þeim sögusögnum. Handritshöfundurinn Ruth Prawer Jhabvala hefur þegar skrifað handrit eftir bókinni. Jhabvala þykir einn virtasti höfundurinn í Hollywood og skrifaði meðal annars handritið að myndinni The Remains of the Day auk Howard's End og A Room with a View en fyrir þær hlaut hún Óskarsverðlaun. Framleiðandinn var í samstarfi við hið heimsfræga framleiðslufyrirtæki Merchant/Ivory en nýlega var því samstarfi slitið. „Ég er því að leita fanga annars staðar núna," útskýrir Snorri. „Hins vegar er mikill áhugi á bókinni úti og ég ætla bara rétt að vona að þetta verði að veruleika," bætir Snorri við. Guðný væri draumur ef Martin Scorsese tæki að sér Sjálfstætt fólk. Guðný Halldórsdóttir, dóttir Halldórs og kvikmyndaleikstjóri, var að vonum ánægð með að Scorsese væri að lesa Sjálfstætt fólk. Og bætti því við að það væri svo sannarlega draumur ef hann tæki þetta að sér. „Þú getur rétt ímyndað þér," sagði Guðný enda þyrfti þroskaðan mann til að koma sögunni sómasamlega til skila á hvíta tjaldinu. „Og Scorsese er svo sannarlega ekki fæddur í gær." Scorsese hefur svo sannarlega þroska til að færa söguna á hvíta tjaldið. Halldór Laxness ól sjálfur með sér þann draum að leggja Hollywood að fótum sér og fluttist þangað út um stundarsakir. En þrátt fyrir miklar vinsældir og virðingu hafa skáldverk hans ekki verið mikið kvikmynduð því aðeins Ungfrúin góða og húsið og Kristnihald undir Jökli eftir Guðnýju og Atómstöðin eftir Þorstein Jónsson hafa verið gerðar hér á landi en Svíar færðu Sölku-Völku í kvikmyndabúning árið 1954. Mörgum þykir því löngu tímabært að ráðast í kvikmyndaútgáfur á einhverjum stórverka Halldórs sem myndu þá halda minningu hans enn frekar á lofti. Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fleiri fréttir Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
„Ég geri mér vonir um að þetta komist á koppinn," segir Snorri Þórisson hjá Pegasus en hann á kvikmyndaréttinn að Sjálfstæðu fólki. Eins og fram kom í Fréttablaðinu er Martin Scorsese að lesa þetta meistaraverk Nóbelsskáldsins Halldórs Laxness en það varð tilefnið að kjaftasögu um að leikstjórinn væri að íhuga að festa bókina á filmu. Snorri segir lítið hæft í þeim sögusögnum. Handritshöfundurinn Ruth Prawer Jhabvala hefur þegar skrifað handrit eftir bókinni. Jhabvala þykir einn virtasti höfundurinn í Hollywood og skrifaði meðal annars handritið að myndinni The Remains of the Day auk Howard's End og A Room with a View en fyrir þær hlaut hún Óskarsverðlaun. Framleiðandinn var í samstarfi við hið heimsfræga framleiðslufyrirtæki Merchant/Ivory en nýlega var því samstarfi slitið. „Ég er því að leita fanga annars staðar núna," útskýrir Snorri. „Hins vegar er mikill áhugi á bókinni úti og ég ætla bara rétt að vona að þetta verði að veruleika," bætir Snorri við. Guðný væri draumur ef Martin Scorsese tæki að sér Sjálfstætt fólk. Guðný Halldórsdóttir, dóttir Halldórs og kvikmyndaleikstjóri, var að vonum ánægð með að Scorsese væri að lesa Sjálfstætt fólk. Og bætti því við að það væri svo sannarlega draumur ef hann tæki þetta að sér. „Þú getur rétt ímyndað þér," sagði Guðný enda þyrfti þroskaðan mann til að koma sögunni sómasamlega til skila á hvíta tjaldinu. „Og Scorsese er svo sannarlega ekki fæddur í gær." Scorsese hefur svo sannarlega þroska til að færa söguna á hvíta tjaldið. Halldór Laxness ól sjálfur með sér þann draum að leggja Hollywood að fótum sér og fluttist þangað út um stundarsakir. En þrátt fyrir miklar vinsældir og virðingu hafa skáldverk hans ekki verið mikið kvikmynduð því aðeins Ungfrúin góða og húsið og Kristnihald undir Jökli eftir Guðnýju og Atómstöðin eftir Þorstein Jónsson hafa verið gerðar hér á landi en Svíar færðu Sölku-Völku í kvikmyndabúning árið 1954. Mörgum þykir því löngu tímabært að ráðast í kvikmyndaútgáfur á einhverjum stórverka Halldórs sem myndu þá halda minningu hans enn frekar á lofti.
Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fleiri fréttir Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira