Halldór reiðubúinn fyrir Hollywood 15. júní 2007 09:15 Snorri á kvikmyndaréttinn að Sjálfstæðu fólki og kvikmyndahandritið er tilbúið. „Ég geri mér vonir um að þetta komist á koppinn," segir Snorri Þórisson hjá Pegasus en hann á kvikmyndaréttinn að Sjálfstæðu fólki. Eins og fram kom í Fréttablaðinu er Martin Scorsese að lesa þetta meistaraverk Nóbelsskáldsins Halldórs Laxness en það varð tilefnið að kjaftasögu um að leikstjórinn væri að íhuga að festa bókina á filmu. Snorri segir lítið hæft í þeim sögusögnum. Handritshöfundurinn Ruth Prawer Jhabvala hefur þegar skrifað handrit eftir bókinni. Jhabvala þykir einn virtasti höfundurinn í Hollywood og skrifaði meðal annars handritið að myndinni The Remains of the Day auk Howard's End og A Room with a View en fyrir þær hlaut hún Óskarsverðlaun. Framleiðandinn var í samstarfi við hið heimsfræga framleiðslufyrirtæki Merchant/Ivory en nýlega var því samstarfi slitið. „Ég er því að leita fanga annars staðar núna," útskýrir Snorri. „Hins vegar er mikill áhugi á bókinni úti og ég ætla bara rétt að vona að þetta verði að veruleika," bætir Snorri við. Guðný væri draumur ef Martin Scorsese tæki að sér Sjálfstætt fólk. Guðný Halldórsdóttir, dóttir Halldórs og kvikmyndaleikstjóri, var að vonum ánægð með að Scorsese væri að lesa Sjálfstætt fólk. Og bætti því við að það væri svo sannarlega draumur ef hann tæki þetta að sér. „Þú getur rétt ímyndað þér," sagði Guðný enda þyrfti þroskaðan mann til að koma sögunni sómasamlega til skila á hvíta tjaldinu. „Og Scorsese er svo sannarlega ekki fæddur í gær." Scorsese hefur svo sannarlega þroska til að færa söguna á hvíta tjaldið. Halldór Laxness ól sjálfur með sér þann draum að leggja Hollywood að fótum sér og fluttist þangað út um stundarsakir. En þrátt fyrir miklar vinsældir og virðingu hafa skáldverk hans ekki verið mikið kvikmynduð því aðeins Ungfrúin góða og húsið og Kristnihald undir Jökli eftir Guðnýju og Atómstöðin eftir Þorstein Jónsson hafa verið gerðar hér á landi en Svíar færðu Sölku-Völku í kvikmyndabúning árið 1954. Mörgum þykir því löngu tímabært að ráðast í kvikmyndaútgáfur á einhverjum stórverka Halldórs sem myndu þá halda minningu hans enn frekar á lofti. Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Fleiri fréttir Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
„Ég geri mér vonir um að þetta komist á koppinn," segir Snorri Þórisson hjá Pegasus en hann á kvikmyndaréttinn að Sjálfstæðu fólki. Eins og fram kom í Fréttablaðinu er Martin Scorsese að lesa þetta meistaraverk Nóbelsskáldsins Halldórs Laxness en það varð tilefnið að kjaftasögu um að leikstjórinn væri að íhuga að festa bókina á filmu. Snorri segir lítið hæft í þeim sögusögnum. Handritshöfundurinn Ruth Prawer Jhabvala hefur þegar skrifað handrit eftir bókinni. Jhabvala þykir einn virtasti höfundurinn í Hollywood og skrifaði meðal annars handritið að myndinni The Remains of the Day auk Howard's End og A Room with a View en fyrir þær hlaut hún Óskarsverðlaun. Framleiðandinn var í samstarfi við hið heimsfræga framleiðslufyrirtæki Merchant/Ivory en nýlega var því samstarfi slitið. „Ég er því að leita fanga annars staðar núna," útskýrir Snorri. „Hins vegar er mikill áhugi á bókinni úti og ég ætla bara rétt að vona að þetta verði að veruleika," bætir Snorri við. Guðný væri draumur ef Martin Scorsese tæki að sér Sjálfstætt fólk. Guðný Halldórsdóttir, dóttir Halldórs og kvikmyndaleikstjóri, var að vonum ánægð með að Scorsese væri að lesa Sjálfstætt fólk. Og bætti því við að það væri svo sannarlega draumur ef hann tæki þetta að sér. „Þú getur rétt ímyndað þér," sagði Guðný enda þyrfti þroskaðan mann til að koma sögunni sómasamlega til skila á hvíta tjaldinu. „Og Scorsese er svo sannarlega ekki fæddur í gær." Scorsese hefur svo sannarlega þroska til að færa söguna á hvíta tjaldið. Halldór Laxness ól sjálfur með sér þann draum að leggja Hollywood að fótum sér og fluttist þangað út um stundarsakir. En þrátt fyrir miklar vinsældir og virðingu hafa skáldverk hans ekki verið mikið kvikmynduð því aðeins Ungfrúin góða og húsið og Kristnihald undir Jökli eftir Guðnýju og Atómstöðin eftir Þorstein Jónsson hafa verið gerðar hér á landi en Svíar færðu Sölku-Völku í kvikmyndabúning árið 1954. Mörgum þykir því löngu tímabært að ráðast í kvikmyndaútgáfur á einhverjum stórverka Halldórs sem myndu þá halda minningu hans enn frekar á lofti.
Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Fleiri fréttir Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning