Allen gerir Barcelona að Manhattan 5. júlí 2007 02:30 Hyggst færa sig yfir til Spánar og gerir mynd í Barcelona. Bandaríski leikstjórinn Woody Allen er byrjaður að sópa til sín leikurum fyrir sína næstu mynd. Meðal þeirra sem þegar hafa verið ráðnir eru Javier Bardem og Penelope Cruz og nýlega bættist Patricia Clarkson í hópinn. Fyrir þessari þrenningu fer síðan auðvitað Scarlett Johansson sem Allen virðist vera hugfangin af. Woody hefur hingað til verið þekktastur fyrir að nýta sér umhverfi Manhattan og er raunar meinilla við að fara út fyrir landsteinana. En hann hefur á undanförnum árum verið að færa sig út fyrir landsteina og borið það fyrir sig að bandarískum kvikmyndaiðnaði sé meinilla við myndir sem ekki skili gróða. Þannig hafa þrjár síðustu myndir hans, Match Point, Scoop og Cassandra's Dream að mestu leyti verið framleiddar í Bretlandi og teknar þar upp. Bretar virðist vera jafn hrifnir af Allen og sveitungar leikstjórans í New York en sömu sögu er ekki að segja um aðra íbúa Bandaríkjanna. Allen hefur ekki farið leynt með andúð sína á Hollywood og þeirri peningamaskínu sem þar virðist ráða ríkjum. Og til marks um það hefur leikstjórinn aðeins einu sinni mætt til að vera viðstaddur Óskarsverðlaunaafhendinguna en það var árið 2002 þegar kvikmyndaakademían minntist fórnarlamba hryðjuverkanna í New York. Sögusviðið að þessu sinni hjá Allen er hins vegar hvorki Manhattan né London heldur heimaborg Eiðs Smára Guðjohnsen, Barcelona, en Allen virðist vera ástfanginn af þessari höfuðborg Katalóníuhéraðsins. „Þetta á að vera ástarbréf til borgarinnar og vonandi næ ég að fanga anda borgarinnar á sama hátt og ég hef gert með Manhattan," sagði Allen á blaðamannafundi nýlega. Ekki hefur verið upplýst hver söguþráðurinn er en blaðamenn Empire leika sér með hugsanlegt handrit og skrifa á heimasíðu tímaritsins að hún verði að öllum líkindum um ljóta karlmenn sem fara á stefnumót með stúlkum sem eru sex sinnum fallegri en þeir. „Og að öllum líkindum verður hinn víðfrægi Gaudí-garður notaður á svipaðan hátt og Central Park." Áætlað er að tökur hefjist 9. júlí og því verði hún í Óskarskapphlaupinu. Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Fleiri fréttir Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Bandaríski leikstjórinn Woody Allen er byrjaður að sópa til sín leikurum fyrir sína næstu mynd. Meðal þeirra sem þegar hafa verið ráðnir eru Javier Bardem og Penelope Cruz og nýlega bættist Patricia Clarkson í hópinn. Fyrir þessari þrenningu fer síðan auðvitað Scarlett Johansson sem Allen virðist vera hugfangin af. Woody hefur hingað til verið þekktastur fyrir að nýta sér umhverfi Manhattan og er raunar meinilla við að fara út fyrir landsteinana. En hann hefur á undanförnum árum verið að færa sig út fyrir landsteina og borið það fyrir sig að bandarískum kvikmyndaiðnaði sé meinilla við myndir sem ekki skili gróða. Þannig hafa þrjár síðustu myndir hans, Match Point, Scoop og Cassandra's Dream að mestu leyti verið framleiddar í Bretlandi og teknar þar upp. Bretar virðist vera jafn hrifnir af Allen og sveitungar leikstjórans í New York en sömu sögu er ekki að segja um aðra íbúa Bandaríkjanna. Allen hefur ekki farið leynt með andúð sína á Hollywood og þeirri peningamaskínu sem þar virðist ráða ríkjum. Og til marks um það hefur leikstjórinn aðeins einu sinni mætt til að vera viðstaddur Óskarsverðlaunaafhendinguna en það var árið 2002 þegar kvikmyndaakademían minntist fórnarlamba hryðjuverkanna í New York. Sögusviðið að þessu sinni hjá Allen er hins vegar hvorki Manhattan né London heldur heimaborg Eiðs Smára Guðjohnsen, Barcelona, en Allen virðist vera ástfanginn af þessari höfuðborg Katalóníuhéraðsins. „Þetta á að vera ástarbréf til borgarinnar og vonandi næ ég að fanga anda borgarinnar á sama hátt og ég hef gert með Manhattan," sagði Allen á blaðamannafundi nýlega. Ekki hefur verið upplýst hver söguþráðurinn er en blaðamenn Empire leika sér með hugsanlegt handrit og skrifa á heimasíðu tímaritsins að hún verði að öllum líkindum um ljóta karlmenn sem fara á stefnumót með stúlkum sem eru sex sinnum fallegri en þeir. „Og að öllum líkindum verður hinn víðfrægi Gaudí-garður notaður á svipaðan hátt og Central Park." Áætlað er að tökur hefjist 9. júlí og því verði hún í Óskarskapphlaupinu.
Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Fleiri fréttir Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira