Góð vörn á börn 6. júlí 2007 02:45 Það er gaman að leika sér úti í sólinni. Bara að muna að bera á sig fyrst. fréttablaðið/anton Sólbruni er hættulegur húðinni og sérstaklega ber að vernda húð barna fyrir honum. „Við viljum hætta að segja að börnin eigi að vera brún og sæt,“ segir Guðrún Erla Einarsdóttir, lyfjatæknir í Lyfjum og heilsu í Domus Medica. „Okkur ber að verja húð þeirra alveg sérstaklega vel enda benda allar rannsóknir til að líkurnar aukist á húðsjúkdómum seinna meir ef þau brenna.“ Guðrún Erla segir það hlutverk afgreiðslufólks að vísa fólki á góð sólarvarnarkrem og þá ekki síst fyrir börnin. „Við eigum helst að bera á börnin sólarvörn sem inniheldur tvö efni sem heita títanoxíð (Titanium Oxid) og sinkoxíð (Zink Oxid). Þau mynda svo góða varnarfilmu. Það eru því miður ekki öll krem sem innihalda bæði efnin en flest innihalda Titanium Oxid. Eins þurfum við að muna að bera á börnin hálftíma áður en þau fara út því það tekur smá stund fyrir kremin að virka.“ Númer eitt, tvö og þrjú segir Guðrún Erla að enginn noti vörn með veikari stuðul en 20. „Það er það sem húðsjúkdómalæknar boða í dag og eftir því ber að fara,“ segir hún. Spurð hvort það sé þá ekki út í hött að selja veikari vörn svarar hún. „Jú, enn er verið að framleiða veikari vörn og meira að segja líka sólarolíuna sem gerir ekkert annað en steikja okkur. Það er bara eins og margt annað sem óhollt er í búðunum og ber að varast.“ Mest lesið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Sólbruni er hættulegur húðinni og sérstaklega ber að vernda húð barna fyrir honum. „Við viljum hætta að segja að börnin eigi að vera brún og sæt,“ segir Guðrún Erla Einarsdóttir, lyfjatæknir í Lyfjum og heilsu í Domus Medica. „Okkur ber að verja húð þeirra alveg sérstaklega vel enda benda allar rannsóknir til að líkurnar aukist á húðsjúkdómum seinna meir ef þau brenna.“ Guðrún Erla segir það hlutverk afgreiðslufólks að vísa fólki á góð sólarvarnarkrem og þá ekki síst fyrir börnin. „Við eigum helst að bera á börnin sólarvörn sem inniheldur tvö efni sem heita títanoxíð (Titanium Oxid) og sinkoxíð (Zink Oxid). Þau mynda svo góða varnarfilmu. Það eru því miður ekki öll krem sem innihalda bæði efnin en flest innihalda Titanium Oxid. Eins þurfum við að muna að bera á börnin hálftíma áður en þau fara út því það tekur smá stund fyrir kremin að virka.“ Númer eitt, tvö og þrjú segir Guðrún Erla að enginn noti vörn með veikari stuðul en 20. „Það er það sem húðsjúkdómalæknar boða í dag og eftir því ber að fara,“ segir hún. Spurð hvort það sé þá ekki út í hött að selja veikari vörn svarar hún. „Jú, enn er verið að framleiða veikari vörn og meira að segja líka sólarolíuna sem gerir ekkert annað en steikja okkur. Það er bara eins og margt annað sem óhollt er í búðunum og ber að varast.“
Mest lesið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira